Fréttablaðið - 28.09.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.09.2010, Blaðsíða 16
16 28. september 2010 ÞRIÐJUDAGUR Það er merkilegt hvað lítið eða ekkert er rætt um þessa stað- reynd. Ég dró fram úr tölvunni gamlan Lagnafréttapistil frá árinu 1992 þar sem ég kom inn á þetta mál og kveikjan að þeim pistli voru ummæli Jóhannesar Zoëga, fyrrum hitaveitustjóra, en undir hans forystu var Nesjavallavirkj- un reist, einhver hagkvæmasta virkjun sem reist hefur verið hér- lendis. Athugasemdin frá Jóhann- esi var sú að hlutfallið milli fram- leiðslu á rafmagni og heitu vatni í jarðgufuvirkjun yrði að virða, ef rafmagnsframleiðslan færi yfir viss mörk á kostnað heitavatns- framleiðslu væri verið að ganga á forðann sem við eigum í jörðu niðri og er ekki óþrjótandi eins og ætla mætti af þeim stórkarlalegu virkjunaráætlunum jarðgufu sem nú er rekinn áróður fyrir. Fullyrðing mín um rányrkju byggist á því að ef jarðgufuvirkjun framleiðir aðeins rafmagn nýtir hún einungis 14% af þeirri orku sem í jarðgufunni býr. Ef virkj- unin framleiðir bæði rafmagn og heitt vatn er nýtingin 85% og lengra verður tæplega komist. Lítum aðeins á hagkvæmustu jarð- gufuvirkjun landsins, Nesjavelli við Þingvallavatn. Þegar búið er að nýta jarðgufuna til rafmagns- framleiðslu er hitað upp vatn með sömu gufu og búin er að knýja raf- magnstúrbínurnar og því vatni dælt til höfuðborgarsvæðisins. Það heita vatn nægir til að hita upp öll hús í Kópavogi, Garðabæ, Hafnar- firði og Álftanesi. Þannig verður Hellisheiðarvirkjun einnig byggð upp þó tæpast sé enn þá markað- ur fyrir heita vatnið sem hún mun framleiða, en að því mun koma. Suðurnesjavirkjun mun einnig vera nokkuð hagkvæm, framleið- ir bæði rafmagn og heitt vatn. En er til virkjun á Íslandi sem sóar svona átakanlega orkunni sem við sækjum í formi gufu í iður jarðar? Sú virkjun heitir Kröflu- virkjun, hún nýtir aðeins 14% af orkunni sem sótt er niður í jörðina, síðan fer gufan sína leið, hún er meira að segja kæld með töluverð- um kostnaði og engum til gagns. Þetta er rányrkja og ekkert annað. Stundum hefur hvarflað að mér hvort ekki væri hægt að nýta þessa miklu orku, sem fer til spillis við Kröfluvirkjun, og reisa mikið og gjöfult ylræktarver sem gæti séð landmönnum fyrir miklum hluta þess grænmetis sem við verðum nú að flytja inn og skapaði mikla vinnu í Þingeyjarsýslum. Vissu- lega nokkur stofnkostnaður en orkan er ókeypis, hún fer í dag út í veður og vind engum til gagns. Og nú eru áætlanir um að reisa álbræðslur við Húsavík og í Helgu- vík ásamt því að stækka Straums- vík og reisa mörg og mikil gagna- ver. Allar eiga þessar áætlanir það sameiginlegt að orkan skal sótt að mestu í iður jarðar í formi jarðgufu. Þeistareykir, Gjástykki, Reykjanes og Hellisheiði, víða skal leitað fanga með rányrkju á nátt- úruauðlindinni sem er langt frá því að vera óþrjótandi. Það er því miður ekki til nema lítill markað- ur fyrir heitt vatn frá þessum jarð- gufuvirkjunum og þær norðlensku, ef af verður, hafa engin þéttbýli sem markað. Við höfum á undanförnum árum deilt ákaft um virkjanir og þá aðallega vatnsaflsvirkjanir. Í þeim er ekki um sóun á orku að ræða, frekar beinist gagnrýnin að umhverfi og náttúru. En meira að segja sú umdeildasta, Kröfluvirkj- un, nýtir vatnsafl, vatn sem hvort sem er rynni sína leið til sjávar, afl sem án virkjunar yrði engum til gagns. Í vatnsaflsvirkjunum er aldrei um sams konar rányrkju á nátt- úruauðlind að ræða og í flestum jarðgufuvirkjunum ef þær verða staðreynd. Notkun á jarðgufu eingöngu til raforkuframleiðslu er rányrkja Jarðhiti Sigurður Grétar Guðmundsson vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi í Þorlákshöfn Eftir hrunið í október 2008 stóðu íslendingar frammi fyrir geig- vænlegum verkefnum. Landsmenn sumir áttu þó erfitt með að átta sig á stöðunni og hver yrðu mikilæg- ustu viðfangsefni stjórnmálanna næstu misserin. Kom það meðal annars fram í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar 2009. Á stundum mátti halda að ekkert hefði breyst þegar mesta púðrið á kosningafundum fór í að krefja frambjóðendur um loforð varð- andi vegabætur eða önnur opin- ber útgjöld. Stóru viðfangsefnin voru lítið rædd. Til dæmis á hvern hátt ætti að hækka skatta þó öllum hugsandi mönnum hafi mátti vera ljóst að þá þurfti að hækka. Það var mitt mat að tvö stærstu viðfangsefnin væru annars vegar að loka fjálagagatinu og hins vegar gjaldmiðilsmálið. Það hefur geng- ið þokkalega að fást við hallann á fjárlögum með skattahækkunum og niðurskurði á ríkiútgjöldum. Lítið hefur hins vegar verið rætt um gjaldmiðilsmálið, það er að segja hvaða gjaldmiðil við viljum nota til framtíðar og í hvernig kerfi. Kost- irnir þar eru einkum þrír: •Að vera með íslensku krónuna áfram. •Nota aðra mynt með einhliða upptöku eða hugsanslega í sam- starfi við viðkomandi ríki. •Ganga inn í Evrópusambandið og taka upp evru. Það hefur sína kosti og galla að vera áfram með íslenska krónu en sú leið gæti reynst þrautin þyngri. Traustið á þessum örgjaldmiðli hefur minnkað mikið, ekki síst hjá Íslendingum sjálfum. Afleiðingar vantraustsins koma þó ekki í ljós á meðan gjaldeyrishöft eru við lýði. Að vera með íslenska krónu og gjaldeyrishöft til frambúðar er hins vegar afar slæmur kostur af mörg- um ástæðum. Þá yrðu Íslendingar t.d. að hætta að vera hluti af Evr- ópska efnahagssvæðinu. Hins vegar er ekki ljóst hvort íslensk króna án gjaldeyrishafta, þ.e. á frjálsum markaði, sé farsæl leið heldur. Ef íslensk heimili hafa það lítið traust á krónunni að þau skipta sparnaði sínum við fyrsta tækifæri í örugg- ari gjaldmiðla þá er ekki hægt að vera með krónuna nema með því að hafa vexti svo háa að það vegi upp áhættuálagið á krónunni. Íslenskt atvinnulíf þarf þá að borga marg- falt meiri fjármagnskostnað en samkeppnisaðilar í nágrannalönd- unum. Slíkt mun koma niður á lífs- kjörum Íslendinga. Það kemur vel til greina að taka upp annan gjaldmiðil einhliða en það er vandasamt bæði tækni- lega og pólitískt og þá seðla og mynt sem setja þarf inn í hagkerf- ið í skiptum fyrir íslenskar krón- ur þarf að kaupa. Það er kostnaður upp á milljarða. Upptaka evru með aðild að Evr- ópusambandinu felur það í sér að Íslendingar myndu, að eðlilegum skilyrðum uppfylltum, geta notað næststærsta gjaldmiðil heims sem sína heimamynt auk þess sem stór hluti utanríkisviðskipta færi fram í heimamyntinni. Þær evrur sem þyrfti að setja inn í hagkerf- ið í skiptum fyrir íslenskar krónur fengjum við á silfurfati, ekki þyrfti að kaupa þær. Á bak við myntina stæði síðan Seðlabanki Evrópu í stað Seðlabanka Íslands. Þetta hlýtur að vera besti kost- urinn í gjaldmiðilsmálinu ef við getum sættum okkur við aðild að Evrópusambandinu. Það er því ekki einasta skynsamlegt að kanna hvort aðild að ESB geti orðið ásættanleg fyrir okkur heldur beinlínis algjör- lega óábyrgt að gera það ekki. Slíkt verður aldrei fullkannað nema með aðildarumsókn sem leiðir til samn- ings sem þjóðin getur tekið afstöðu til. Með aðildarumsókn fæst úr því skorið hvort Evrópusambandið býður Ísland velkomið í fjölskyld- una eða ekki. Ekki veit ég hvern- ig ég greiði atkvæði í kosningu um aðildarsamninginn, það fer allt eftir því hvernig hann verður. En ef hann verður það óaðgengilegur að hann verður felldur þá er í öllu falli hægt að segja með vissu að þessi möguleiki hafi verið fullkannaður og komi því ekki lengur til greina. Þá verðum við að snúa okkur að hinum möguleikunum tveimur, að vera áfram með íslenska krónu eða taka upp aðra mynt einhliða þó þeir séu báðir töluvert verri en evra með Evrópusambandsaðild. Til hvers að sækja um aðild að ESB? ÍSLAND OG ESB Jón Þorvaldur Heiðarsson lektor við viðskipta- og raunvísindadeild HA Deilan um úthlutun fiskveiði-auðlindarinnar hefur lengi verið afar snúin. Ekki vegna þess að málið sé flókið í eðli sínu, heldur vegna þess að það er viljandi flækt af hagsmunaaðilum og skósveinum þeirra. Nú heyrast háværar öfug- mælavísur úr líklegustu og ólíkleg- ustu áttum varðandi hina svoköll- uðu samningaleið, sem eðlilegra væri að kalla svikaleiðina. Björn Valur Gíslason, þingmaður og skipstjóri hjá Brim hf., hélt því fram í Kastljósi sjónvarpsins þann 10. september sl. að samningaleið- in falli „eins og flís við rass“ að markmiðum ríkisstjórnarinnar. Það gerir hún ekki, en fellur hins vegar vel að markmiðum vinnuveit- anda hans, Brims hf. Málflutning- ur Björns Vals hefur enga tengingu við raunveruleikann, líkt og sjá má á samstarfssáttmála ríkisstjórnar- flokkanna þar sem m.a. stendur: Bregðast þarf frekar við áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, m.a. með því að gæta atvinnufrelsis og að tryggja að jafnræðis verði gætt við úthlutun afnotaréttarins og aðgengi að hinni sameiginlegu auðlind. Hvernig getur sú ráðstöfun að úthluta sam- eiginlegri auðlind í hendur afmark- aðs hóps til áratuga fallið eins og flís við rass að þeim skýru mark- miðum um að jafnræðis verði gætt við úthlutun og kvóta og aðgengi að auðlindinni? Menn sem halda slíku fram hljóta annaðhvort að vera flón, eða trúa því staðfastlega að mikill meirihluti landsmanna séu það. Þeir halda sig geta haft þjóðina að fíflum og rænt dýrmætustu auðlind henn- ar um hábjartan dag með lélegum sjónhverfingum. Kvótinn er jú „inn- kallaður“ en er svo úthlutað aftur um leið, en til sömu aðila með samn- ingum til áratuga! Þessir menn virðast telja að það sé nægjanlegt að þjóðin fái afgjald fyrir notkun á auðlindinni, með því séu kröfur Mannréttindanefndar SÞ uppfylltar, jafnvel þótt afgjaldið sé háð því að útgerðirnar sýni fram á greiðslugetu sína. Það munu þær hins vegar seint gera, enda munu þær halda áfram að skuldsetja sig í botn til að komast undan gjaldinu. Þeir munu síðan bíða þolinmóðir eftir því að verndarar þeirra kom- ist aftur til valda. Þegar það ger- ist munu þeir vera með öll tromp á hendi, örugga samninga um einka- rétt á nýtingu auðlindarinnar til áratuga. Hvað eftir annað hefur komið fram í viðtölum við fulltrúa stjórn- málaflokkanna í svikanefndinni að kýrskýrt loforð stjórnarsáttmálans sem fjallar um innköllun og endur- ráðstöfun á 20 ára tímabili muni ekki verða efnt, enda var það sett í hendur LÍÚ að ákveða hvort þeir væru reiðubúnir til að skila þessum forréttindum til fólksins í landinu. Nefndin ákvað upp á sitt einsdæmi að falla frá loforði ríkisstjórnarsátt- málans og fjallaði því ekki um það hvernig þessi innköllun ætti að fara fram, heldur hvernig ætti að tryggja að hún gæti aldrei farið fram. Það verður tryggt með sviksamlegum samningum við útgerðirnar. Kröfur stjórnarskrárinnar um jafnræði við takmörkun á atvinnu- frelsi hafa heldur enga merkingu í hugum þessara manna. Þeir telja nefnilega að það dugi að kasta litlu beini í almúgann og éta svo steik- ina sjálfir. Það hyggjast þeir gera með því að afhenda að lágmarki 90% auðlind- arinnar núverandi kvótahöfum með samningum til áratuga, í stað eins árs í senn eins og nú er. Jafnræðis við takmörkun á atvinnufrelsi telja þeir að sé gætt með því að afgangur þjóðarinnar nagi beinið, þessi 5-10% sem eftir standa, líkt og nú er. LÍÚ og skósveinar þeirra í „sáttanefnd- inni“ hafa kveðið upp sinn dóm. Að hámarki 10% jafnræði við úthlut- un sameiginlegra auðlinda verður að duga Íslendingum, hámarkið á Íslandi er 10% mannréttindi svo vernda megi þeirra eigin forrétt- indi. Sérhagsmunaöflin hafa því ber- sýnilega vald til að ákvarða hvort almennir borgarar þessa lands fái notið þeirra mannréttinda sem þeim annars ættu að vera tryggð sam- kvæmt stjórnarskrá og alþjóðleg- um mannréttindasáttmálum. Slíkt þekkist hvergi í heiminum nema í löndum kenndum við banana. 10% mannréttindi, 90% forréttindi Sjávarútvegur Þórður Már Jónsson og Finnbogi Vikar formaður Þjóðareignar fulltrúi Hreyfingarinnar í endurskoðunarnefnd GRØNLAND – HER ER TIDEN EN ANDEN For at se ledige stillinger og læse mere se www.gjob.dk gjob.dk Det Grønlandske Sundhedsvæsen Starfólk í heilbrigðisþjónustu óskast til Grænlands Har du overvejet at arbejde i Det Grønlandske Sundhedsvæsen? Vi har brug for både læger, sygeplejersker, jordemødre, bioanalytikere, fysioterapeuter samt tandlæger som trives med faglige udfordringer og kan kommunikere på dansk/svensk. Du kan høre mere om dine muligheder i Det Grønlandske Sundhedsvæsen på et af vores informationsmøder. Vi glæder os til at se dig: • Mandag d. 4. oktober 2010 kl. 17 - 20 i Akureyri Fundurinn er haldinn í nýbyggingu Háskólans á Akureyri í stofu M203. Gengið inn um aðalinngang. • Onsdag d. 6. oktober 2010 kl. 17 - 20 i Reykjavik Fundurinn er haldinn í Háskóla Íslands, Árnagarði, þriðju hæð, stofu 311.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.