Fréttablaðið - 28.09.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 28.09.2010, Blaðsíða 30
„Þarna hjálpum við fólki að vinna bug á nikótínfíkn og þeirri van- líðan sem henni fylgir,“ segir Ólöf Einarsdóttir nálastungusér- fræðingur sem mun ásamt Gunn- ari L. Friðrikssyni, sjúkraliða og nuddara, bjóða upp á námskeið við Nudd- og nálastungusetrið í vetur fyrir þá sem vilja hætta að reykja. „Námskeiðin byggjast meðal annars á NADA eyrnanálastung- um, þar sem stungið er í fimm til- tekin svæði á eyranu, en það hefur til dæmis róandi áhrif á tauga- kerfið,“ segir Ólöf, sem kynnti sér aðferðina í New York fyrir nokkr- um árum. „Ég heimsótti einn af frumkvöðlum þessarar aðferðar, bandarískan geðlækni að nafni Michael Smith sem starfar við Lin- coln Recovery og hafði síðan á 8. áratugnum notað hana með góðum árangri á fíkla. Ég varð alveg heilluð af aðferðinni og ákvað að tileinka mér hana,“ segir Ólöf og bætir við að hún hafi verið að ryðja sér til rúms um allan heim síðustu ár. „Ég veit að geðlæknar hafa notað aðferðina í Danmörku og henni hefur einnig verið beytt með góðum árangri í breskum fangelsum.“ Samhliða nálastungum verður á námskeiðunum stuðst við slökunar- æfingar undir handleiðslu Gunn- ars. „Þetta eru hugleiðsluæfingar sem kallast Mindfullness og hafa verið notaðar af sálfræðingum ofan á hugræna atferlismeðferð til að bregðast við þunglyndi, áfalla- streitu og kvíðaröskun. Þær hafa dugað vel gegn fíkn og fylgifisk- um hennar, depurð, reiði og tóm- leikatilfinningunni sem fylgir því að hætta að reykja,“ segir hann. Fyrsta námskeiðið hefst næsta mánudag. „Hvert námskeið stend- ur yfir í þrjár vikur og hittumst við sex sinnum,“ segir Gunnar og getur þess að þátttakendur þurfi ekki að vera reyklausir í upphafi. „Fólkið verður þó að losa sig við allt sem tengist níkótínfíkn, meðan á námskeiðinu stendur.“ Nánar á www.dao.is. roald@frettabladid.is Hætt að reykja Nudd- og nálastungusetrið við Skólavörðustíg býður upp á ný nám- skeið fyrir einstaklinga eða hópa sem vilja hætta að reykja. Ólöf Einarsdóttir kynnti sér eyrnanálastungur í New York fyrir nokkrum árum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Beinþynning er sjúk- dómur sem lýsir sér þannig að þéttleiki og gæði beinvefjar minnka sem leiðir til þess að hætta á bein- brotum eykst. Næring, líkamsþyngd, hreyf- ingarleysi, reykingar, áfengi og sjúkdómar eru þættir sem geta haft áhrif á beinþynn- ingu. Mikilvægt er að fá nægi- legt kalk og D- vítamín til að sporna við sjúk- dómnum. Heimild: ms.is Tannþráður er nauðsynlegur til að viðhalda góðri tannheilsu en samkvæmt leiðbeiningum Lýðheilsu- stöðvar ætti að nota tannþráð til að hreinsa á milli tannanna einu sinni á dag. Hann virðist hins vegar ekki vera í eins mikilli notkun og æskilegt er en samkvæmt rannsókn Lýðheilsustöðvar, Heilsa og líðan Íslend- inga 2007, nota einungis 12 prósent karla og 24 prósent kvenna á aldrinum 18-79 ára tannþráð. Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is Viltu ná kjörþyngd og komast í form? TT námskeiðin okkar sívinsælu, frá toppi til táar, miðast við að veita konum leiðsögn um lífshætti sem skila árangri. Þau byggjast á áralangri reynslu og fela í sér leiðbeiningar um mataræði, líkamsbeitingu, fundi, vigtun og mælingar. TT námskeiðin standa yfir í sex vikur. Þrjá tíma í viku er stunduð markviss líkamsrækt sem eflir þol og styrk og tekur mið af einstaklingsbundinni getu. Vigtað er í hverjum tíma og mælingar gerðar þrisvar á tímabilinu. Fundur er haldinn einu sinni í viku. Við veitum persónulega þjónustu í notalegu umhverfi þar sem algjör trúnaður ríkir. Velkomin í okkar hóp! Námskeið hefjast 3. október. Fundur fyrir alla flokka sunnudaginn 3. október kl. 16:00 og 17:00. Námskeiðum fylgir frjáls mæting í tækjasal! Ósóttar pantanir seldar frá 29. september. Næsta námskeið hefst 14. nóvember. E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra f í s k h ö n n u n Ný námskeið hefjast 3. október Innritun hafin í síma 581 3730 telpurS onuK r Staðurinn - Ræktin TT tímar í boði: 6:15 A mánu-, miðviku- og föstudagar 7:20 C mánu-, miðviku- og föstudagar 10:15 D mánu-, miðviku- og föstudagar Barnapössun 12:05 F mánu-, miðviku- og föstudagar Barnapössun 14:20 G mánu-, miðviku- og föstudagar 16:40 H mánu-, miðviku- og föstudagar Barnapössun 17:40 I mánu- og þriðjud, fimmtud 18:25 Barnapössun 18:40 J mánud, - miðvikud 19:25 og lau 8:30 18:25 TT3 Mánu- og miðvikud - (16-25 ára) fullbókað örfá pláss fullbókað fullbókað örfá pláss örfá pláss

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.