Fréttablaðið - 28.09.2010, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 28.09.2010, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 28. september 2010 17 Fasteignir Atvinna Auglýsir eftir stuðningsfulltrúa í Grunnskóla Seltjarnarness um 50% stöðugildi er að ræða Óskað er eftir að ráða stuðningsfulltrúa sem hefur m.a. umsjón með börnum með þroskafrávik, aðstoðar í kennslustundum og hefur frumkvæði að leikjum með nemendum. Menntunar- og hæfniskröfur: o Kostur að hafa lokið stuðningsfulltrúanámi o Samstarfshæfni, stundvísi, sveigjanleiki og frumkvæði o Þekkir til starfsemi grunnskóla o Hefur reynslu eða áhuga á að vinna með börnum o Kostur að hafa þjálfað eða æft íþróttir Umsóknarfrestur er til 8. október 2010 Á Seltjarnarnesi eru um 600 nemendur í heildstæðum grunnskóla. Skólinn er rekinn í tveimur starfstöðvum; Mýrarhúsaskóla fyrir nemendur í 1. - 6. bekk og Valhúsa- skóla fyrir nemendur í 7. - 10. bekk. Nánari upplýsingar fást hjá, Eddu Óskarsdóttur deildar- stjóra sérkennslu í síma 5959 200 eða með tölvupósti á netfangið eddao@seltjarnarnes.is Fræðslu-, menningar- og þróunarsvið Seltjarnarnesbæjar www.grunnskoli.is Auglýsing um kosningar til stjórnlagaþings. Með vísan til 4. gr. laga um stjórnlagaþing, sbr. 7. gr. sömu laga, hefur forseti Alþingis ákveðið að kosning til stjórnlaga- þings fari fram laugardaginn 27. nóvember nk. Kjörgengir til stjórnlagaþings eru þeir sem eru kjörgeng- ir við kosningar til Alþingis. Forseti Íslands, alþingismenn, varamenn þeirra, ráðherrar og nefndarmenn í stjórnlaga- nefnd og undirbúningsnefnd til stjórnlagaþings eru þó ekki kjörgengir. Framboðum skal skilað á eyðublöðum sem hægt er að nálg- ast á vef landskjörstjórnar: landskjor.is og á vef dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins: kosning.is. Á sömu vefsíðum er enn fremur að finna nánari upplýsingar um þau gögn og upplýsingar sem fylgja skulu framboði og um kosningarnar sjálfar. Með framboði skal fylgja listi með minnst 30 og mest 50 meðmælendum, sem skulu fullnægja skilyrðum um kosning- arrétt til Alþingis, og skrifleg yfirlýsing við framboðið frá hverjum meðmælanda sem staðfest hefur verið af tveimur vottum. Undirrituðum framboðum ásamt lista yfir meðmælendur skal skila til landskjörstjórnar ekki síðar en kl. 12.00 á há- degi mánudaginn 18. október nk. Póstfang landskjörstjórnar er: Landskjörstjórn, Alþingishúsinu við Austurvöll, b.t. ritara landskjörstjórnar, 150 Reykjavík. Kosningarrétt til stjórnlagaþings eiga þeir sem uppfylla skilyrði 1. gr. laga um kosningar til Alþingis. Vegna atkvæðagreiðslunnar gera sveitarstjórnir kjörskrár á grundvelli kjörskrárstofna sem Þjóðskrá Íslands lætur þeim í té. Á kjörskrá skal taka þá sem uppfylla skilyrði 1. mgr. 1. gr. laga um kosningar til Alþingis og skráðir voru með lög- heimili í tilteknu sveitarfélagi samkvæmt íbúaskrá Þjóðskrár Íslands þremur vikum fyrir kjördag (6. nóvember nk.). Enn fremur skal taka á kjörskrá þá sem uppfylla skilyrði 2. mgr. 1. gr. sömu laga og síðast áttu skráð lögheimili hér á landi í tilteknu sveitarfélagi. Einstök sveitarfélög munu auglýsa með venjulegum hætti nánar um kjörstaðina skömmu fyrir atkvæðagreiðsluna, m.a. hvenær þeir eru opnir, hvar þeir eru, hvernig skipt er í kjördeildir o.fl. Kjósendur eru beðnir að kynna sér vel þær upplýsingar. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar skal hefjast frá og með 10. nóvember nk. og ljúka kl. 12.00 á hádegi föstudaginn 26. nóvember nk. Reykjavík, 17. september 2010. Ástráður Haraldsson Bryndís Hlöðversdóttir Þórður Bogason Hrafnhildur Stefánsdóttir Þuríður Jónsdóttir LANDSKJÖRSTJÓRN Frá 1957 Elsta starfandi fasteignasala landsins S í m i : 5 8 8 9 0 9 0 • S í ð u m ú l a 2 1 • 1 0 8 R e y k j a v í k • w w w . e i g n a m i d l u n . i s Reykjavík Sverrir Kristinssonlögg. fasteignasali Hlíðasmári 15 • 201 Kópavogur • Sími: 585 0100 • Fax: 585 0109 huseign@huseign.is • www.huseign.is • Opið mán. -fim. 10-18 • fös. 10-17 Glæsilegar 3ja - 4 ra herbergja íbúðir með frábæru útsýni. Eign sem vert er að skoða.. Allar nánari upplýsingar veita Baldvin Ómar í síma 898 1177 og Skúli í sími 848 0275 Fr u m Baldvin Ómar Magnússon - Löggildur fasteignasali Baldvin Ómar Lögg. fasteignasali Gulaþing 10-12 Kópavogi OPIÐ HÚS Í DAG Sunnudag 18. maí 2008 KL. 15- 16 Tilkynning Fasteignir ...ég sá það á Vísi Það eina sem þarf er leitarorð. Vísir er með það.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.