Fréttablaðið - 28.09.2010, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 28.09.2010, Blaðsíða 48
Mest lesið DREIFING: dreifing@posthusid.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 VISIR.IS Ritstjórn: 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja FRÉTTIR AF FÓLKI SPARIÐ 10.000 SPARIÐ 2.000 ÖLL ÁLNAVA RA 20% AFSLÁT TUR 90 50% AFSLÁT TUR ALLIR RAMMA R OG MYNDIR 20% AFSLÁT TUR Fréttablaðið er með 180% meiri lestur en Morgunblaðið. Allt sem þú þarft... MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 77,5% 27,7% Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18–49 ára. Könnun Capacent í febrúar til apríl 2010. Veisla í Hörpunni Starfsemi og hönnun tónlistarhúss- ins Hörpu var kynnt á glæsilegum blaðamannafundi í gær. Húsið verður opnað með pomp og prakt næsta vor og blaðamenn og aðrir sem boðaðir voru til fundarins fengu nasasjón af því sem koma skal. Sigrún Eðvaldsdóttir leiddi strengjakvartett sem tók á móti gestum og eftir stutta kynningu, með Vladimir Ashkenazy og fleir- um, voru gestir leiddir að veislu- borði. Eða nánar tiltekið veislu- borðum, þremur talsins sem áttu það sameiginlegt að svigna undan kræsingunum. Gæsin bráðnaði í munni gesta en komst varla í hálfkvisti við framandi sjávarfangið; sushi, skötusel og svo mætti lengi telja. 1 Klámvæðing hefur alvarlegar afleiðingar fyrir karlmenn 2 Efaðist aldrei um orð svikahrappsins 3 Vanhugsað að loka bílastæðunum 4 „Þetta er ekki loðmulla, háttvirtur þingmaður“ 5 Fór yfir Steinsholtsá 6 Með hníf í hausnum Þögull Jarmusch Gríðarlegur áhugi er meðal innlendra og erlendra fjölmiðla á því að fá viðtal við heiðursgest Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík, bandaríska leikstjór- ann Jim Jarmusch, og hafa tugir fyrirspurna þar að lútandi borist skipuleggjendum hátíðarinnar. Fjölmiðlamenn munu hins vegar ekki hafa erindi sem erfiði, að sögn kunnugra, því hinn óútreiknanlegi Jarmusch mun hafa harðneitað að veita einum einasta blaðamanni aðgang að sér í ferðinni til Íslands. Jarmusch kemur til landsins frá New York í fyrramálið og lítur á ferðalagið sem frí, ætlar í hvalaskoðun og lætur nægja að eiga samskipti við for- seta lýðveldisins á heiðurs- verðlauna- afhendingu á Bessastöðum. - hdm, sh

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.