Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.09.2010, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 29.09.2010, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 STJÓRNMÁL Alþingi samþykkti í gær að Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, verði ákærður og dreginn fyrir landsdóm. Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, fyrrver- andi utanríkisráðherra, Árni M. Mathiesen, fyrrverandi fjármála- ráðherra og Björgvin G. Sigurðs- son, fyrrverandi viðskiptaráð- herra, verða ekki ákærð. Samfylkingin klofnaði í málinu. Átta samfylkingarmenn af tut- tugu greiddu atkvæði með því að ákæra Geir. Ólína Þorvarðardótt- ir og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir vildu ákæra alla nema Ingibjörgu Sólrúnu en Helgi Hjörvar og Skúli Helgason greiddu einungis atkvæði með því að ákæra Geir. Þeim þótti ekki ástæða til að ákæra Árna, Björgvin og Ingibjörgu Sólrúnu. Geir segir niðurstöðuna mikil vonbrigði. „Öll þessi ákæra, og allt þetta mál af hálfu meirihlutans í þess- ari þingmannanefnd, er á sandi byggt,“ segir Geir. „Ef niðurstaða landsdómsins verður síðan sú að sýkna mig þá tel ég að allir þeir sem samþykktu þessa ákæru þurfi mjög verulega að athuga sinn gang og hugsa sína stöðu upp á nýtt.“ Hann segir málið augljóslega pólitískt. „Samfylkingin passar greinilega upp á sitt fólk, eins og kom fram í þinginu, og menn skáskjóta sér á milli manna við atkvæðagreiðsl- ur til þess að koma tilteknum aðil- um í skjól. Ég tel að það hvernig þetta mál endaði í þinginu afhjúpi algjörlega hið pólitíska eðli þess- arar ákæru og tel að lítill sómi sé að því fyrir þá sem að þessu hafa staðið.“ Jóhanna Sigurðardóttir, forsætis- ráðherra, aftekur með öllu að pól- itískar línur hafi verið dregnar. Spurð hvort Samfylkingin hafi gert pólitíska aðför að Geir H. Haarde segir hún að sumir telji að svo sé. „Ég hef alla tíð gagnrýnt lands- dóm fyrir að hann gæti boðið upp á slíkt,“ segir Jóhanna. „En í okkar þingflokki var það þannig að hver og einn tók ákvörðun fyrir sig. Nið- urstaðan var ekki í samræmi við það sem ég lagði til.“ Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra segir Vinstri græn hafa verið samkvæm sjálfum sér í atkvæðagreiðslunni. Hann vilji ekki blanda sér umræður um hvað liggi að baki ákvörðunum einstakra þingmanna. „Ég ætla bara að vona að þingmönnum, sem flestum, líði vel með það hvernig þeir greiddu atkvæði. Það er ekki gaman að sjá jafn mætan mann og Geir standa í þessum sporum.“ Skúli rökstyður ákvörðun sína með þeim hætti að Geir hafi haft upplýsingar, aðstöðu og völd til þess að bregðast við því válega ástandi sem hér myndaðist. Ekki eigi það einungis við um hans eigin ríkis- stjórn heldur einnig sem fjármála- ráðherra frá 1998. Ólína undrast gagnrýni Geirs. „Geir talar um mig sem póli- tískan loddara en særður maður segir ýmislegt og ég ætla ekkert að skattyrðast við hann um þetta mál. Einhvern tímann orðaði hann það þannig að það væri ekki rétt að persónugera vandann og ég vona að hann falli ekki sjálfur í þá gryfju núna.“ - shá, sh, th / sjá síður 8 til 13 Miðvikudagur skoðun 14 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Gólfefni 29. september 2010 228. tölublað 10. árgangur ÓDÝRT FYRIR ALLA! Nýr tilboðsbæklingur í dag Tilfinningarík! Ný bók eftir Önnu B. Ragde Fréttablaðið er með 201% meiri lestur en Morgunblaðið. Allt sem þú þarft... MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 74,9% 24,9% Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18–49 ára. Könnun Capacent í maí til júlí 2010. Fórnar öllu Líney Inga Arnórsdóttir fékk draumastarfið í Banda- ríkjunum. fólk 34 21 árs liðið gengur fyrir Ólafur Jóhannesson, A-landsliðsþjálfari, er ósáttur með ákvörðun stjórnar KSÍ. sport 30 Ég tel að það hvernig þetta mál endaði í þinginu afhjúpi algjörlega hið pólitíska eðli þessarar ákæru og tel að lítill sómi sé að því fyrir þá sem að þessu hafa staðið. GEIR H HAARDE FYRRVERANDI FORSÆTISRÁÐHERRA Geir einn ákærður Geir H. Haarde er eini ráðherrann sem verður ákærður og dreginn fyrir landsdóm. Geir sakar Samfylkinguna um pólitísk hrossakaup. Formaður Samfylkingarinnar neitar því. Formaður VG vill ekki blanda sér í umræðuna um hvað réði ákvörðun einstakra þingmanna. Gagnrýnið samfélag Ungmenni fá kynningu um réttindi sín í samfélaginu frá laganemum. tímamót 18 FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VA LLI EINN Á SAKAMANNABEKK Úrslit atkvæða- greiðslnanna á Alþingi runnu yfir skjáinn í fréttum Stöðvar 2 á meðan Geir H. Haarde ræddi við blaðamann Fréttablaðsins. Gólfefni Sérblað • miðvikudagur 29. september

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.