Fréttablaðið - 29.09.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 29.09.2010, Blaðsíða 8
8 29. september 2010 MIÐVIKUDAGUR LANDSDÓMUR Alþingi samþykkti í gær með 63 atkvæðum skýrslu þingmannanefndarinnar, undir formennsku Atla Gíslasonar. Skýrslan er viðbrögð Alþingis við skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis frá í apríl. Hún inniber þingsályktunartillögu þar sem meðal annars er lagt til að lífeyrissjóðirnir og sparisjóðirnir verði rannsakaðir og að stjórnsýsluúttekt verði gerð á Fjármálaeftirlitinu og Seðla- bankanum. Þá er lagt til að fjöldi laga, auk stjórnar- skrárinnar, verði tekinn til endurskoðunar. Ályktað er um ýmis atriði. Meðal annars á þann veg að skýrsla rann- sóknarnefndarinnar sé áfellisdómur yfir stjórn- völdum, stjórnmálamönn- um og stjórnsýslu, verk- lagi og skorti á formfestu. Einnig að stjórnendur og eigend- ur fjármálafyrirtækja beri mesta ábyrgð á bankahruninu. - bþs Skýrslan samþykkt ATLI GÍSLASON Dómþing landsdóms á að halda í heyranda hljóði. Það fer væntanlega fram í húsi Hæstaréttar. Vitni verða leidd fyrir dóminn. Alþingi kýs saksóknara og fimm manna þingnefnd til að fylgjast með og vera sak- sóknara til aðstoðar. Saksóknari í málsókn Alþingis gegn Geir H. Haarde verður kos- inn í fyrsta lagi á þriðjudag. Um leið verður kosin sérstök fimm manna þingnefnd sem á að fylgj- ast með málinu og vera saksókn- aranum til aðstoðar. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er lík- legt að þingmannanefndinni, undir formennsku Atla Gíslasonar, verði falið að bera upp tillögu um sak- sóknara. Þingnefndin verður að líkindum kosin hlutfallskosningu í samræmi við þingstyrk flokkanna. Í því felst að Samfylkingin fær tvö nefndar- sæti og VG, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eitt sæti hver. Í landsdómi sitja fimmtán dóm- endur: Fimm Hæstaréttardómarar, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavík- ur, prófessor í stjórnskipunarrétti við HÍ og átta menn kjörnir af Alþingi. Forseti Hæstaréttar er forseti landsdóms. Málsaðilar geta báðir krafist þess að dómari víki sæti vegna vanhæfis. Sókn málsins er, samkvæmt lögum um landsdóm, bundin við kæruatriðin sem tiltekin eru í þingsályktunartillögunni sem þingið samþykkti í gær. Saksókn- ara ber skylda til að leita allra fáanlegra sannana fyrir kæru- atriðum. Um störf sín hefur hann samráð við saksóknarnefnd Alþingis. Dómþing landsdóms á að vera opið en dómurinn getur ákveðið að þinga fyrir luktum dyrum telji hann til þess sérstakar ástæður, svo sem vegna hagsmuna ríkis- ins. Búist er við að landsdómur þingi í húsakynnum Hæstaréttar. Óvíst er hvenær dómurinn hefur störf. Ræðst það af framvindunni næstu daga og vikur. Engin eru fordæmin. Í málsmeðferð síðustu daga hefur verið vísað í mál Eriks Ninn- Hansen ráðherra í Danmörku sem sakfelldur var í danska ríkisréttin- um í svokölluðu Tamila-máli. Í því tilviki liðu tvö ár frá því að þingið samþykkti málssókn þar til dómur féll. Ber þess að gæta að málsmeð- ferðin tafðist nokkuð vegna veik- inda Ninn-Hansen. Viðbúið er að réttarhöldin beri svipbragð þess sem tíðkast í hér- aðsdómi, fremur en í Hæstarétti. Vitni verða kölluð fyrir dóm- inn, sem jafnan gerist ekki fyrir Hæstarétti. Sækjandi og sakborn- ingur kalla báðir vitni fyrir dóm- inn. bjorn@frettabladid.is Óljóst hvenær lands- dómur hefur störf SALUR HÆSTARÉTTAR Líklegast er að landsdómur komi saman í húsakynnum Hæstaréttar við Arnarhól. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.