Fréttablaðið - 29.09.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 29.09.2010, Blaðsíða 16
16 29. september 2010 MIÐVIKUDAGUR Við höfum gagnrýnt aðgerða-leysi skólanefndar og störf skólameistara Iðnskólans í Hafn- arfirði og höfum margsagt að það var hægt að leiða launadeil- una farsællega til lykta árið 2003 þegar kennarar við IH fóru að skoða hvers vegna þeir væru lægri í launum en í sambærileg- um skólum. Skólayfirvöld í IH völdu þá leið að halda kennurum óupplýstum um hvernig útreikningi launa var háttað. „Þið fáið greitt fyrir ykkar vinnu“ voru svörin. Björn Ingi Sveinson skólanefndarfor- maður staðfestir í skrifum sínum þann 17. september sl. að laun voru skert frá 2001. Það staðfest- ir það sem við höfum haldið fram um hvenær skerðingin hófst. Kennarasambandið vann að málinu fyrir kennarafélag IH en komst hvorki lönd né strönd frekar en við að afla upplýsinga um launaútreikning skólans upp- lýsingarnar lágu í skúffu skóla- meistara. Skólanefndarmenn voru mataðir á þeim upplýsing- um sem formanninum fannst til- hlýðilegt. Enginn nefndarmanna gerði sér það ómak á fimm árum að kanna hvers vegna fólk var óánægt. Þó vitum við öll að það þarf að skoða hlutina frá báðum hliðum svo hægt sé að leiðrétta rangfærslur. Við höldum því fram að skóla- meistari, sem sá til þess með hjálp skólanefndar að undirmenn hans fengu um það bil 25.000 krónum of lítið í launaumslagið á hverjum mánuði frá 2001-2007, hafi átt að láta af störfum vegna þessa þegar dómur féll í málinu. Að reikna vit- laust eða gera skekkjur, það fyr- irgefst. En þegar menn með ein- beittan brotavilja árum saman neita að horfast í augu við það að þeir eru ríkisstarfsmenn og bera ríka ábyrgð. Þeim er trúað fyrir því að reka skóla bæði faglega og rekstrarlega en þeir hafa ekkert með kjara- samninga að gera. Vilji skóla- meistari breyta vinnutíma kenn- ara má hann það, en vilji hann breyta launaliðnum hefði þurft að gera þríhliða skriflegan samn- ing milli Iðnskólans, Kennarasam- bandsins og kennara skólans, þá hefði ráðist hvort kennarar hefðu samþykkt nýja vinnutilhögun á skertum launum. Björn Ingi Sveinson opinberar afstöðu sína til starfsmanna Iðn- skólans þegar hann telur að við eigum að vera þakklát fyrir að fá skert launauppgjör. Mál hefðu aldrei farið í þennan farveg með flokkadrætti og gróusögum ef ágreiningsmál væru leyst jöfnum höndum innan þessarar stofnun- ar. Í skólanum hefur undanfarin ár farið fram talsverð vinna við að koma öllum formlegum nefnd- um og ráðum á fót, allt er það til í orði en ekki í virkni. Í skólanum ríkir nú eineltisá- stand af verstu gerð sem stjórn- endur eru algjörlega ófærir að ráða fram úr enda bullandi með- virkir. Starfsmenn skiptast í stór- um dráttum í þrjá hópa, þeir sem hugsa gott á þær, þeir sem loka augum, eyrum og munni, síðan eru þeir sem blöskrar. Þeir heiðursmenn skólameist- ari og formaðurinn gætu kannski vísað í fundargerðir skólanefnd- ar og upplýst hvenær umfjöll- un um launamálið og álit lög- manns voru reifuð eða á hvern hátt skólanefndarmenn öfluðu sér upplýsinga um það sem fram fór í skólanum. Það voru jú mjög alvarlegar ásakanir á skólameist- ara sem komu fram frá kennurum árið 2003 um að hann hlunnfæri starfsmenn í launum. Þá hefði verið tími til að funda og kalla til KÍ og segja sannleikann en þá hefði komist upp um vangreiðsl- ur frá 2001. Frekar en að agnúast út í opin- bera starfsmenn í skólanum væri réttast að Björn Ingi Sveinson, formaður skólanefndarinnar, hyrfi til annarra starfa þegar skólameistarinn hættir. Vonandi er enn þá einhver eftirspurn eftir hæfileikum víkinga á borð við hann í viðskiptalífinu. Lausnir fyrir Iðnskólann Iðnskólinn í Hafnarfirði Margrét Ingólfsdóttir og Sigríður Júlía Bjarnadóttir kennarar við Iðnskólann í Hafnarfirði Skólayfirvöld í IH völdu þá leið að halda kennurum óupplýstum um hvernig útreikningi launa var háttað. Rök Bjarna Benediktssonar Í Fréttablaðinu 25. septem-ber eru þau ummæli höfð úr grein Bjarna Benediktssonar í Morgunblaðinu frá deginum áður að verði ráðherrar fyrri stjórnar sóttir til sakar fyrir landsdómi á grunni mats, mætti allt eins sækja núver- andi ráðherra til sakar á sams konar grunni. Vafalítið hefur Bjarni þarna rétt að mæla þótt það séu ef til vill ekki lög sem hann mælir. Líklegt að hann hafi þarna fundið kjarna þess sem nú er um að tefla fyrir þingi. Þessi kjarni er það að skoða hvort við búum við stjórn og stjórnarfar sem dygðu til að gæta öryggis lands og þjóð- ar og efla hag landsmanna og samfélagsins alls. Skýrslan mikla og góða sýnir að svo var ekki hin síðari ár. Bjarni virð- ist sjálfur telja að svo sé ekki nú. Samfellan í þjóðmálum frá því fyrir hrun og kreppu er augljós. Fátt eitt hefur breyst í athafnalífi eða áformum nema helst til hins verra. Menn hugsa enn einkum um fjármál í gervi peningamála einvörðungu. Völd yfir peningamálunum eru enn í höndum þeirra sem með þau fóru fyrir hrun og í hrun- inu. Áformum um stórvægi- legar framkvæmdir eru enn hin sömu og nokkuð lengi fyrir hrun. Nú herðir á áformunum á þeim rökum að greiða verði fyrir mistökin sem ollu hrun- inu og sköpuðu kreppuna. Fólk þetta ber fyrir sig að það hafi ekki vitað það sem það vissi eða mátti vita og átti að vita. Einnig bera menn fyrir sig skort valdheimilda til skynsam- legra athafna. Vitneskjuskort- urinn og valdþurrðin vara enn. En ef samfellan er svona – og hún er það svo sem sjá má og heyra í fréttum á hverjum degi – þá er það sem sjá má sem ágalla stjórnar og stjórnarfars nú sönnun sektar í þeim efnum sem þingið kærir líklega fyrir landsdómi. Mótbárur Bjarna eru því sönnun í því máli sem hann vill kæfa. Kjarni máls þess er réttlát stjórn samfélagsins nú og til frambúðar. Meginmál eru þar öryggi lands og þjóðar og vel- ferð landsmanna og samfélags- ins alls. Viturlegur dómur um það sem var fyrir hrun, orsak- aði hrunið og stendur enn getur verið og ætti að vera undirstaða sanngjarnrar og réttlátrar skip- anar þeirra meginstofnana sem fara með mál okkar í heild. Dómur almennings sem ekki er flokksbundinn eða hagsmuna- bundinn er þegar genginn og eindreginn: stjórnvöld brugð- ust og bregðast enn. Refsingar sem almenningi þættu hæfileg- ar eru ekki miðaðar við svokall- aða pólitíska ábyrgð, né heldur við ákvæði í lögum um ábyrgð valda-aðila ýmissa heldur miklu hörkulegri en lög gætu kveðið á um. En refsing skiptir hér ekki máli heldur miklu fremur sak- fellingin ein. Hún sýndi svo ekki yrði um villst að svona átti þetta ekki að vera, svona má það ekki vera, svona viljum við ekki hafa það. Þetta beinist ekki aðeins að þeim sem kunna að verða sakfelldir heldur fremur að þeim sem nú fara með völd eða sækjast eftir þeim. Stjórnmál Halldór Guðjónsson dósent við HÍ E N N E M M / S ÍA / N M 4 3 7 7 3 LANDSBANKINN | landsbankinn.is | 410 4000 N B I h f. (L an d sb an ki n n ), k t. 4 71 0 0 8 -0 2 8 0 . Hömlur ehf., dótturfélag Landsbankans, hefur falið Fyrirtækja ráðgjöf Landsbankans að annast sölu á öllu hlutafé í iðnfyrir tækinu Límtré Vírnet ehf. Límtré Vírnet ehf. er öflugt fyrirtæki í framleiðslu og þjón ustu fyrir byggingariðnaðinn. Aðalstöðvar Límtrés Vírnets ehf. eru í Borgarnesi og þar eru framleiddar klæðningar, áfellur og saumur, auk þess sem þar er blikksmiðja, járnsmiðja og rafmagns verkstæði. Á Flúðum er límtrésverksmiðja félagsins, í Reykholti er yleiningaframleiðsla en sölu- skrifstofa og lager eru í Kópavogi. Söluferlið hefst formlega með þessari auglýsingu og er opið öllum áhugasömum fjárfestum sem sýnt geta fram á fjárfestingar getu umfram 250 milljónir króna og viðeigandi þekkingu og reynslu af fjárfestingum og rekstri. Unnt er að nálgast frekari upplýsingar um söluferlið og tengd gögn, þ.e. kynningarefni, trúnaðaryfirlýsingu og eyðublað fyrir fjárfesta á vefsíðu Landsbankans, landsbankinn.is Frestur til að skila óskuldbindandi tilboði rennur út kl. 12.00 miðviku daginn 20. október 2010. Iðnfyrirtækið Límtré Vírnet til sölu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.