Fréttablaðið - 29.09.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 29.09.2010, Blaðsíða 18
 29. september 2010 MIÐVIKUDAGUR18 timamot@frettabladid.is Innilegar þakkir og kveðjur til þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, Guðrúnar Sigurðardóttur, frá Görðum við Ægisíðu. Sérstakar þakkir fyrir einstaka alúð og umhyggju til starfsfólksins á deild 2 H á Hjúkrunarheimilinu Eir. Guðrún Guðmundsdóttir Þorvaldur Thoroddsen Kristmundur Guðmundsson Margrét Kristjánsdóttir Bryndís Guðmundsdóttir Ottó Tynes Hrefna Guðmundsdóttir Helgi Agnarsson ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. Elskuleg eiginkona mín, Eygló Eyjólfsdóttir fyrrverandi skólameistari, Prestastíg 9, Reykjavík, lést þriðjudaginn 28. september á Landspítala við Hringbraut. Útförin verður auglýst síðar. Steinarr Höskuldsson. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, Guðrún Magnúsdóttir Hlaðbrekku, Kópavogi, andaðist þriðjudaginn 28. september á Landspítalanum í Fossvogi. Útför auglýst síðar. Óskar Sigurðsson börn og barnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför okkar ástkæra Ívars Arnar Guðmundssonar. Sérstakar þakkir til starfsfólks sambýlisins að Marbakkabraut fyrir alla hjálpina, vináttuna og elsku- lega nærveru gegnum árin. Innilegar þakkir til starfs- fólks lungnadeildar og gjörgæsludeildar Landspítalans í Fossvogi fyrir nærgætni og stuðning. Þúsund þakkir fyrir allar fallegu kveðjurnar. Guðmundur Gíslason Nína Björnsdóttir Gunnar Freyr Guðmundsson Helma Rut Einarsdóttir Björn Óli Guðmundsson Ingibjörg Ösp Sigurjónsdóttir Hildur Inga Rós Raffnsøe Jakob Rós Raffnsøe María Nína Gunnarsdóttir Aron Atli Gunnarsson Sigurjón Elmar Björnsson Jörundur Elí Björnsson Elskulegur bróðir okkar, Gunnólfur Sigurjónsson húsvörður Þjóðmenningarhúsinu, Hátúni 8, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju föstudaginn 1. október 2010 kl. 15. Blóm og kransar afbeðnir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands eða önnur líknarfélög. Sigrún Sigurjónsdóttir, Sverrir Sigurjónsson og fjölskyldur. Lögfræðiþjónusta Lögréttu, félags laga- nema við Háskólann í Reykjavík, hefur gert samkomulag við nokkra framhalds- skóla á höfuðborgarsvæðinu um laga- og réttindafræðslu fyrir framhaldsskóla- nema. Fræðslan hefst í Verslunarskóla Íslands í dag. „Við ætlum að fræða framhaldsskóla- nema um réttindi þeirra í samfélaginu og leggjum upp með fræðslu sem við hefðum sjálf viljað fá á þeirra aldri,“ segir Fura Sóley Hjálmarsdóttir, fram- kvæmdastjóri lögfræðiþjónustu Lög- réttu. Sérstök áhersla verður lögð á að kynna þau réttarsvið sem snerta ungt fólk eins og skattarétt, vinnumark- aðsrétt og fjármál. Fura segir mark- mið fræðslunnar að vekja ungmenni til umhugsunar um réttindi þeirra og fjalla um hluti sem er lítið rætt um í íslensku skólakerfi. „Við vonumst til að fræðslan verði liður í að byggja upp gagnrýnna samfélag og að ungt fólk verði meðvit- aðra um réttindi sín.“ Lögfræðiþjónusta Lögréttu hefur verið starfrækt frá árinu 2007 í sam- starfi við lagadeild Háskólans í Reykja- vík. Hún er öllum opin einu sinni í viku en þar veita laganemar í sjálfboða- vinnu endurgjaldslausa lögfræðiráð- gjöf. Kosið er í nýtt framkvæmdaráð á hverju ári og var ákveðið að auka við þjónustuna í ár. „Við höfum boðið nýbúum á Íslandi endurgjaldslausa aðstoð í samstarfi við Alþjóðahús um þriggja ára skeið en vildum nú takast á við nýjar áskor- anir. Fljótlega rann upp fyrir okkur að þörfin væri brýnust á meðal ungs fólks sem er að byrja að standa á eigin fótum. Það hefur verið stórlega vanrækt þegar kemur að fræðslu um fjármál og lagaleg réttindi sem er miður, ekki síst ef okkur á að takast að byggja upp nýtt, upplýst- ara og betra samfélag eftir íslenska efnahagshrunið,“ segir Fura. Réttindafræðslan hefst sem fyrr segir í Verslunarskólanum í dag og er hluti af kennsluskrá skólans. „Síðar í vetur munum við svo heimsækja Menntaskól- ann við Hamrahlíð og Kvennaskólann og vonir standa til að skólarnir verði fleiri.“ Þar með eru nýjungar lögfræðiþjón- ustunnar Lögréttu ekki upp taldar en nýlega var opnað fyrir símaþjónustu auk þess sem nýrri heimasíðu hefur verið hleypt af stokkunum. „Við erum með aðstöðu í Sólinni í HR og erum með opið fyrir almenning alla miðvikudaga frá 17-20. Fólk getur bæði komið á stað- inn, hringt eða sent okkur tölvupóst og hingað til hefur verið mest um það.“ Fura segir margvíslegar fyrirspurnir berast. „Oft er fólk að leita ráða vegna forsjár og umgengni barna, vegna hús- félaga og fjármála svo dæmi séu nefnd.“ Spurð um heimasíðuna segir Fura þar að finna upplýsingar um réttindi fólks auk þess sem þar sé að finna ýmsan lög- fræðilegan fróðleik á mannamáli. Slóð- in er logfrodur.hr.is vera@frettabladid.is LÖGFRÆÐIÞJÓNUSTA LÖGRÉTTU: BÝÐUR UPP Á RÉTTINDAFRÆÐSLU Byggja upp gagnrýnna samfélag FRÆÐA FRAMHALDSSKÓLANEMA Í framkvæmdaráði lögfræðiþjónustunnar Lögréttu eru fjórir fulltrúar. Frá vinstri eru Ljósbrá Logadóttir, Fura Sóley Hjálmarsdóttir, Ásrún Eva Harðardóttir og Anna Kristín Kristjánsdóttir en þær eru allar meistaranemar í lögfræði við HR. JERRY LEE LEWIS, bandaríski tónlistarmaðurinn, er 75 ára í dag. „Ef ég fer til helvítis fer ég þangað til að spila á píanó.“ 75 Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, Jens Sævar Guðbergsson Garðbraut 83, Garði, verður jarðsunginn frá Útskálakirkju föstudaginn 1. október klukkan 14.00. Einnig verður sent út frá athöfninni í sal Gerðaskóla, Miðgarði. Ólöf Hallsdóttir Sveinn Magni Jensson Dagmar María Hrólfsdóttir Jens Óli Jensson Harpa Mjöll Magnúsdóttir Sveinborg Petrína Jensdóttir Ólafur Ómarsson Særún Thelma Jensdóttir Bjarni Páll Tryggvason Hallur Þór Jensson Sævar Gunnóli Sveinsson Agnes Gunnþóra Sveinsdóttir Elvar Unndór Sveinsson Júlía Mjöll Jensdóttir Ísak Helgi Jensson Ólöf Sólveig Ólafsdóttir Bergrún Dögg Bjarnadóttir Sæþór Elí Bjarnason Svandís Huld Bjarnadóttir Brynhildur Þöll Bjarnadóttir Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Þennan dag árið 1922 var Norræna félagið stofnað í Reykjavík með það að markmiði að efla norræna samvinnu. Norræna félagið er félag sem vinnur að því að efla tengsl fólks innan Norðurlandanna. Félagið var fyrst stofnað í Svíþjóð árið 1917 en á fundi í Kaup- mannahöfn árið eftir var ákveðið að stofna félag með félagsdeildir á öllum Norðurlönd- unum. Árið 1919 voru svo stofnaðar deildir í Noregi og Danmörku. Árið 1922 var stofnuð deild á Íslandi og árið 1924 í Finnlandi. Síðan þá hafa bæst við félagsdeildir í Færeyjum, Álandseyjum og Grænlandi. Norræna félagið sinnir margs konar starf- semi. Það veitir meðal annars styrki til lýðhá- skólanáms á Norðurlöndunum og fjármagnar verkefnið Nordjobb ásamt Norrænu ráðherra- nefndinni. Þá rekur félagið Íslandsskrifstofu Halló Norðurlanda, sem er upplýsingaþjón- usta Norrænu ráðherranefndarinnar fyrir fólk sem hyggst flytja búferlum milli Norðurlanda. ÞETTA GERÐIST 29 SEPTEMBER ÁRIÐ 1922 Norræna félagið stofnað Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.