Fréttablaðið - 29.09.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 29.09.2010, Blaðsíða 20
 29. september 2010 2 Það er kúnst að pakka. Byrjið á þyngstu hlut- unum eins og skóm og fyllið þá með sokkapörum til að þeir haldi lögun sinni. Buxur koma næst og er best að brjóta þær sem minnst saman svo ekki komi för. Næst fara bolir og kjólar. Hlýrabolum og náttfötum má rúlla upp og setja í hliðarn- ar. Föt úr viðkvæmum efnum fara efst og er stundum gott að pakka þeim á röng- unni. „Ég var lengi búinn að leita mér að hentugum bíl í veiðina þegar ég datt niður á þennan fyrir ein- skæra heppni,“ segir Ólafur Stef- ánsson, eigandi Cherokee jeppa af árgerð 1994, sem er hækkaður um sjö sentimetra, beinskiptur, með 2,5 lítra vél og á 31 tommu dekkjum og óvenjulegur fyrir þær sakir að vera allur í felulit- um. Óhætt er að segja að tilviljun á tilviljun ofan hafi ráðið því að Ólafur festi kaup á bílnum. „Við félagarnir fórum að kaupa riffil og seljandinn átti þennan bíl. Mér fannst hann mjög flottur en hugs- aði ekki um það meir fyrr en ég sá hann svo aftur til sölu á netinu. Að kvöldi sama dags rakst ég á eigandann í sjoppu og hugsaði að þetta hlytu að vera teikn um að ég ætti að kaupa bifreiðina, þannig að við handsöluðum samninginn á staðnum.“ Ólafur hefur nú tvisv- ar farið á jeppanum í veiði. „Hann er þægilegur og skemmtilegur útlits,“ segir hann og viðurkennir að bíllinn veki athygli. „Fólki finnst jeppinn flottur og fyndinn og því ber saman um að þetta sé listilega vel gert, en þar var fyrrum eigandi að verki.“ Veiðin er helsta áhugamál Ólafs sem segist skipuleggja allt árið í kringum hana. „Á vorin veiðir maður sjóbirting, á sumrin tekur svo við lax og silungur og skotveiðin á haustin og veturna. Sjófugl og önd er hægt að veiða fram í mars og þá er farið að styttast í stangveiðina.“ En hvað heillar helst við veiðina? „Það er margt; ferðalagið, félagsskapurinn, útiveran og sportið sjálft,“ svarar Ólafur og bætir við að eins sé gaman að matreiða úr bráðinni góða rétti. „Enda býður villibráð upp á marga möguleika í matseld.“ Tækin og tólin finnst Ólafi eins heillandi. „Ég er tækjakarl en við- urkenni að hægt er að komast af með góðan fatnað, GPS-tæki og áttavita. Svo virkar líka vel að vera á fínum bíl,“ segir hann og strýkur brosandi eftir húddinu á jeppanum. roald@frettabladid.is Fullkominn í skotveiðina Ólafur Stefánsson gullsmiður er forfallinn áhugamaður um veiði. Nýlega varð hann sér úti um farar- skjóta sem hæfir áhugamálinu, Cherokee jeppa sem hefur vegna sérstaks útlits vakið athygli víða. Ólafur Stefánsson veiðimaður er sannkallaður harðjaxl eins og sannaðist þegar hann lét sig ekki muna um að vera myndaður í úrhelli í Öskjuhlíðinni á dögunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Þórunn Gréta var í Calabriu sem er héraðið syðst á Ítalíu. „Þetta er alveg á stóru tánni á stígvélinu. Eitt af því sem er einkennandi fyrir þetta hérað er ákveðin teg- und af rauðum lauk. Ég kom því heim með krukku af niðursoðn- um svoleiðis lauk og krukku af sultu úr svoleiðis lauk og svo bara krukku af appelsínumarmelaði. Niðursoðna laukinn má setja ofan á ristað brauð eða nota í svona smárétti og síðan má líka bara skella honum á pönnu með pasta og hafa hann bara þannig sem aðalrétt. Sultan, það var nú meira svona af forvitni sem ég keypti hana, og hana notar maður nú sennilega sem chutney eða með- læti.“ Bókin sem Þórunn Gréta kom með heim að þessu sinni var uppskriftabók frá Calabriu. „Ég sæki mér alltaf hugmyndir í upp- skriftabækur, ég á mjög erfitt með að fara alveg eftir þeim. Það eru reyndar rosa margar uppskrift- ir með sverðfiski í þessari bók en hann er mikið veidd- ur þarna og túnfiskur. Það er náttúrulega ekkert auðvelt að fá túnfisk hér öðruvísi en bara í dós og ég hef aldrei séð sverðfisk á Íslandi. En við smökkuðum sverðfisk þarna úti og hann er svona gróf- ur hvítur fiskur þannig að ég stefni á að prófa í vetur að nota bara alíslenskan hvítan fisk í þessar uppskriftir, jafnvel bara þorsk eða lúðu.“ emilia@frettabladid.is Framhald af forsíðu Afríka ævintýraferðir býður upp á fjallgöngu og safaríferð til Úganda í febrúar á næsta ári. Ferðin hefst á átta daga fjallgöngu þar sem farið verð- ur inn í regnskóg Rwenzorifjallanna. Að því loknu verða helstu þjóðgarðar Úganda heimsóttir auk þess sem farið verður í siglingu upp Kazinga-sund- ið þar sem bufflar, fílar og flóðhestar eru á ferð. Nánar á www.afrika.is. Þórunn Gréta kemur yfirleitt heim með bækur og framandi mat úr ferðalögum. Síðast var hún á Ítalíu. Eitt af því sem er einkennandi fyrir Calabriu héraðið á Ítalíu er ákveðin tegund af rauðum lauk. TVEIR SPLÚNKUNÝJIR teg. 98880 - mjög flottur í BC skálum á kr. 4.350,- buxur í stíl á kr. 1.990,- teg. 86120 - glæsilegur í BC skálum á kr. 4.350,- buxur í stíl á kr. 1.990,- Laugavegi 178 - Sími: 551 2070 Sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, Lau. 10-14 Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 jsb@jsb.is • www.jsb.is E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra f í s k h ö n n u n 6 vikna námskeið 2x í viku. Ath aðeins 15 í hóp. Verð kr: 19.900. Kennari: Bára Magnúsdóttir. ü Vaxtarmótun ü Mýkt - liðleiki ü Styrkur - reisn ü Upphitun í tækjasal 20 mín ü MÓTUN, æfingakerfi 40 mín ü Hentar öllum aldursflokkum Mánudaga og miðvikudaga ü kl 16:40 Þriðjudaga og fimmtudaga ü kl 10:30 Barnagæsla - Leikland JSB Staðurinn - Ræktin Velkomin í okkar hóp! Æfingakerfi hannað af Báru Magnúsdóttur Frjáls aðgangur að opna kerfinu og tækjasal Innritun í síma 581 3730 Ný námskeið hefjast 11. október NÝTT! telpurS onuK r Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 90 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.