Fréttablaðið - 29.09.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 29.09.2010, Blaðsíða 24
 29. SEPTEMBER 2010 MIÐVIKUDAGUR Viðarparket Eik Universal plankar. burstað, smellt, matt lakkað og micro fasað Framleiðsluland: Þýskaland Verð : 7.990.- pr m2 Viðarparket Eik Naturmatt 3 stafa Matt lakkað og smellt Framleiðsluland: Þýskaland Verð : 4.990.- pr m2 Plastparket Eik Holm 15 ára ábyrgð Lock connect smella, slitflokkur: 31 Verð : 2.990.- pr m2 ▲ Plastparket Hnota Akzent 15 ára ábyrgð Lock connect smella , slitflokkur : 31 Verð : 2.790.- pr m2 Parketgólf þarfnast fagmannlegrar hreinsunar og umhirðu til þess að viðhalda yfirborðsverndinni og fallegri áferð – hvort sem um er að ræða yfirborðs- meðhöndlun með lakki eða með olíu. LAKKYFIRBORÐSMEÐHÖNDLUÐ PARKETGÓLF Lakkyfirborðsmeðhöndlun verndar yfirborð parketsins. Hún er nú á dögum yfirleitt gerð með umhverfisvænum efnum (til dæmis vatnslakki). Hún hindrar að óhreinindi smjúgi inn í park- etið og auðveldar þannig veru- lega hreinsun og umhirðu. GRÓF ÓHREININDI ERU FJARLÆGÐ MEÐ SÓP EÐA RYKSUGU. Með lakkyfirborðsmeðhöndlun næst ekki „blautvernd“ heldur „rakavernd“. Þess vegna má ekki bleyta parketið þegar það er þvegið heldur skal vinda klútinn þannig að hann sé aðeins „eilítið rakur“. Með umhirðu er yfirborðið enn fremur verndað fyrir mekanískum og kemískum áhrifum. Haro hefur breiða línu af hreinsi- og viðhaldsefnum hvort sem um ræðir lökkuð eða olíuborin gólf. OLÍUBORIÐ PARKETGÓLF Nýtísku olíumeðferðir eru yfirleitt úr náttúru- legum hráefnum og áferð- in verður hefðbundin. Við- urinn lifnar þægilega við. Olíumeðferðin gefur vörn sem „andar“ svo að viður- inn getur unnið á frjáls- an hátt. Kerfin eru þurft- arlítil og viðgerðarvæn í notkun. Gallinn við olíuborin gólf er að vörnin fyrir óhreinindum og raka er minni og þurfa þau því meiri umhirðu. Umhirðu olíuborinna parketgólfa má annast með svonefndum umhirðuolíum. Auðvelt er að laga olíu- borin yfirborð og þau eru örugg að ganga á. Umhirða HARO parketgólfa Harðviðarval að Krókhálsi 4 er rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem selur allar gerðir af gólf- parketi. „Við höfum frá upphafi gætt þess að láta gæði og verð haldast í hend- ur í versluninni og það hefur hald- ið lífi í okkur í gegnum tíðina,“ segir Eggert Gottskálksson, fram- kvæmdastjóri fjölskyldufyrirtæk- isins Harðviðarvals að Krókhálsi, sem hefur verið rekið í hartnær fjörutíu ár. Harðviðarval leggur mesta áherslu á gólfefni, flísar og allar gerðir parkets, það er plast-, harð- og viðarparket að sögn Eggerts. „Við höfum alltaf lagt áherslu á að höfða til fjöldans með fjölbreyttu úrvali parkets og flísa. Seljum allt frá ódýrasta plastparketinu og upp í dýrt viðarparket, til að ein- angra okkur ekki á markaði með því að selja eingöngu dýrt viðar- parket,“ útskýrir hann og bætir við að gæðin séu auk þess í háveg- um höfð. „Við höfum í ein tuttugu ár átt í farsælu samstarfi við tvo stærstu framleiðendurna Haro og Quick- step sem eru hvor um sig þekkt- ir fyrir vandaða framleiðslu. Haro er þýskt fyrirtæki sem framleið- ir allar gerðir parkets í vönduðum útfærslum, en Quick-step er belg- ískur framleiðandi, einkum þekkt- ur fyrir hágæða plastparket sem mikið er horft til í tengslum við útlit, gæði og endingu.“ Eggert bætir við að gæðanna vegna hafi Harðviðarval haldið tryggð við þessa framleiðendur auk þess sem verðið sé samboðið Íslendingum. „Margir hafa náttúr- lega ekki efni á að kaupa dýr gólf- efni en kjósa engu að síður gæði og þar komum við til sögunnar.“ Þá getur Eggert þess að Harð- viðarval státi af stórum vörulager auk þess sem tekið sé við sérpönt- unum. „Í sjálfu sér erum við ekki beint sérpöntuntarbúð en tökum þó við pöntunum og getum yfir- leitt afhent vöruna innan tveggja til þriggja vikna,“ segir hann og bætir við að í búðinni fáist að auki flísar í góðu úrvali, innihurðir og gólfefni á borð við lím, spörsl og hreinsiefni. „Hér á enginn að þurfa að koma að tómum kofunum og við reynum ávallt að liðsinna viðskiptavinum okkar eftir bestu getu.“ Gæðavara á góðu verði „Margir hafa náttúrulega ekki efni á að kaupa dýr gólfefni en kjósa engu að síður gæði. Þar komum við til sögunnar,“ segir Eggert. Harðviðarval leggur mesta áherslu á gólfefni, flísar og allar gerðir parkets, það er plast-, harð- og viðarparket.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.