Fréttablaðið - 29.09.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 29.09.2010, Blaðsíða 26
 29. SEPTEMBER 2010 MIÐVIKUDAGUR Skútuvogi 6 | 104 Reykjavík | Sími 568 6755 | www.alfaborg.is Gólf í boxi – sjálflímandi vinyl dúkur frá Tarkett. Einstaklega auðvelt í ásetningu og ekki spillir verðið, aðeins kr. 2390,- fermeterinn. Tarkett plastparket Woodstock 8 mm eikar- planki fasaður kr. 2890,- fermeterinn Tarkett viðarparket Eik Rumba robust 3 stafa kr. 4990,- fermeterinn Velas Blanco 33,3x66,6 flísar frá Venis á Spáni. Verð kr. 8609,- fermeterinn Gólf í boxi eru tveir fermetrar af sjálflímandi dúk í boxi sem fólk getur lagt sjálft á gólfið. Kolbeinn Smári Össurarson markaðsstjóri hjá Álfaborg segir þetta einn lið í hagstæðum lausnum sem fyrir- tækið bjóði upp á. „Við leitum allra leiða við að finna eitthvað sem fólk getur gert sjálft núna þegar margir þurfa að spara. Dúkurinn kemur í mörgum litum og munstrum á rúllu og ekk- ert að gera annað en fletta filmu ofan af límhliðinni og leggja hann. Þarna fær fólk allt tilbúið á 2.390 fermetrann en boxinu fylgja leið- beiningar um lögnina.“ Dúkurinn hentar á minni fleti og á flest herbergi hússins. Þó ekki blautrými eins og baðher- bergi. Flöturinn sem dúkurinn er lagður á þarf að vera sléttur og hreinn. Límið segir Kolbeinn vera sterkt og dúkurinn eigi að geta enst árum saman. „Dúkurinn kemur frá Tarket, einum stærsta gólfefnaframleið- anda í Evrópu, og reynslan af þessu erlendis er mjög góð.“ Gólf í boxi fást í fjölmörgum litum. Álfaborg í Skútuvogi 6 býður úrval gólfefna undir einkunnarorðunum „allt á gólfið á einum stað“. „Það er þægilegt fyrir viðskipta- vini að velja til dæmis saman flís- ar og parket í sömu versluninni en við bjóðum úrval af flísum, park- eti, teppum og dúkum,“ segir Kol- beinn Smári Össurarson, markaðs- stjóri hjá Álfaborg, en fyrirtækið sameinaðist Teppalandi ehf. árið 2007. Kolbeinn segir viðskiptin ganga vel. Átak stjórnvalda, „Allir vinna“, gefi fólki tækifæri á fram- kvæmdum og frá septemberbyrj- un hefur einnig staðið yfir sér- stakt átak hjá Álfaborg þar sem viðskiptavinum býðst teppi á stiga- gang og vinna á tilboði. „Það hefur aldrei verið hagstæð- ara fyrir fólk að framkvæma en nú þegar það fær bæði virðisaukann endurgreiddan og einnig skattaaf- slátt. Við bjóðum teppin ákomin á stigagang með vinnu á 6.130 krón- ur fermetrann. Við sendum mann á staðinn til að mæla allt upp og reikna út kostnaðinn og erum í samstarfi við fyrirtækið Dúkar- inn Óli Már. Sérstök álagsteppi eru notuð á stigagangana og fást í mörgum litum. Við hjálpum einnig fólki í fjölbýlishúsunum að útfylla virðisaukaskýrsluna.“ Kolbeinn segir svo víðtæka þjónustu ekki hafa staðið fólki til boða áður og viðtökurnar séu góðar. „Fólk áttar sig oft ekki á því að þótt margir séu um sameignina er hægt að deila skattaafslættinum á íbúana í stigaganginum. Þetta er eins einfalt og hægt er.“ Gólfefni ganga gegnum tísku- sveiflur eins og annað. Kolbeinn segir parket og flísar þó enn þá algengasta gólfefnið en teppin séu í sókn. „Þá eru sísalteppi vin- sæl á stiga milli hæða á heimilum í fleiri litum en áður, til dæmis gráu, svörtu og koparlituðu. Filt- teppi eru að koma inn aftur á ný- byggingar þegar fólk leitar ódýr- ari lausna. Við höfum verið dug- leg að leita nýjunga sem fólk getur nýtt sér fyrir lítið verð og bjóðum meðal annars upp á sjálflímandi gólfdúk sem við köllum Gólf í boxi. Í flísum erum við að fá nýjungar í hverjum mánuði, bæði ódýrari línur og nýjungar frá Porcelanosa sem er einn fremsti flísaframleið- andi í Evrópu í dag. Hér er úr nógu að velja.“ Dugleg að leita nýjunga Kolbeinn Smári Össurarson, markaðsstjóri hjá Álfaborg, segir nú vera tækifæri til framkvæmda. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Gólf í boxi sniðug lausn Gólfefni ganga í gegnum tískusveiflur eins og annað. Kolbeinn segir parket og flísar þó enn algengasta gólfefnið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.