Fréttablaðið - 29.09.2010, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 29.09.2010, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 2010 Gegnheil flís 30x60cm Tegund GENESIS SHELL Kr. 6.585,- pr. m2 stgr. Gegnheil flís 30x60cm Tegund GENESIS LOFT ATLANTIC Kr. 6.585,- pr. m2 stgr. Gegnheil flís 30x60cm. Tegund DIAMANTE MATT Kr. 4.485,- pr. m2 stgr. Síðumúla 30 2. hæð, 108 Reykjavík, sími 562 4242, verslun@gallerygolf.is, www.gallerygolf.is PYRENEES Eik Pyrenees. Antik planki með kvistum. Burstað, hvíttað og matt lakkað. Borðstærð: 190x1820 mm. með viðarlæsingu. Kr. 10.388,- pr. m2 stgr. „Þetta gólfefni ber vöruheitið Eik Andes og er antikplanki með kvistum. Hann er í borðastærðinni 190x1820 mm og er með viðarlæsingu en það er aðallinn okkar að vera með nýtt læsingarkerfi á öllu okkar parketi,“ segir Sigurður Vil- helmsson eigandi verslunarinnar Gall- ery Gólf. Læsingarkerfið segir hann ganga undir nafninu 5G „sem þýðir bara fimmta kynslóðin í svona læsingar- kerfum,“ útskýrir hann. Fermeterinn af Eik Andes segir hann vera á 10.785, krónur miðað við stað- greiðslu en tekur fram að einnig sé fá- anleg þriggja stafa eik rustik með viðar- læsingu og möttu lakki á 4.995 krónur. Antikplanki með kvistum Eik Andes er glæsilegt gólfefni eins og sjá má. Gallery Gólf er ný sérverslun á annarri hæð í Heimahúsinu að Síðumúla 30. Þar ræður Sigurður Vilhelmsson ríkjum en hann hefur 37 ára reynslu í sölu gólfefna og veit því um hvað málið snýst. „Höfuðþátturinn hjá okkur er að vera með gott úrval gólfefna á góðu verði. Einnig kappkostum við við í þessari verslun að hafa and- rúmsloftið þægilegt og afslappað og sýna vöruna með stórum pruf- um sem gefa rétta mynd af gólfun- um. Þannig ætti að vera hægt að tryggja að viðskiptavinurinn fái akkúrat það sem hann leitar að,“ segir Sigurður sem er fagmaður fram í fingurgóma. Parketið í Gallery Gólf er flutt inn frá Indónesíu, frá fyrirtæk- inu Lite Wood International. Um er að ræða þriggja stafa parket eins og flestir þekkja, „standard“ planka og breiða planka. „Þetta er fyrst og fremst eikarparket sem við erum með. Yfirborðið er bara misjafnlega unnið og hægt að sýna hundrað mismunandi útfærslur á því,“ segir Sigurður og útskýr- ir nánar: „Það er hægt að bæsa eikina dökka, hvítta hana, bursta, lakka með mismunandi gljástigi eða olíubera hana.“ Sigurður nefnir vörumerkið Timber Top í parketi en lykilinn að góðri endingu þess segir hann vera notkun gúmmítrés í millilag- inu og furu í neðsta laginu. „Þessi samsetning tryggir parketinu aukinn stöðugleika og þol,“ segir hann og tekur fram að allt park- et hjá honum sé með 5G viðarlæs- ingu sem sé alveg það allra nýjasta á markaðnum. Næst snúum við okkur að flís- unum en þær flytur Gallery Gólf inn frá tveimur ítölskum framleið- endum. „Þetta er allt gegnheilt efni sem notast á gólf og veggi, úti og inni,“ lýsir Sigurður, en merk- ir hann einhverjar nýjar áherslur í efnisvali og litum hjá viðskipta- vinum sínum? „Já,“ svarar hann. „Það er að- eins að draga úr vinsældum þessa svarta og dökkgráa. Nú eru að koma meiri jarðlitir, eins og grá- beis, brúnbeis og fleiri hlýlegri litir.“ Sigurður segir flísar allar afréttar til að fúgan geti orðið minni. „Fólk vill litlar fúgur og ég er með mikið litaúrval í fúgusem- entinu þannig að hægt er að fá það samlitt flísunum.“ Spurður að lokum hvort verslun með gólfefni sé blómleg um þess- ar mundir svarar Sigurður: „Það er auðvitað ekki stór fjöldafram- leiðsla í nýbyggingum eins og var en ýmsir eru þó að ljúka við sínar íbúðir. Við Íslendingar höfum líka, sem betur fer, sans fyrir því að halda eignum við, enda felast í því ákveðin verðmæti.“ Sýnum stórar prufur til að gefa rétta mynd af vörunni Sigurður Vilhelmsson, verslunarstjóri Gallery Gólf, sýnir nýja læsingarkerfið fyrir parketið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sýningarsalurinn í Gallery Gólf er rúmgóður og þar er auðvelt að átta sig á hlutunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.