Fréttablaðið - 29.09.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 29.09.2010, Blaðsíða 34
22 29. september 2010 MIÐVIKUDAGUR BAKÞANKAR Jóns Sigurðar Eyjólfssonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman EFTIR að hafa búið um nokkra hríð á Spáni hættir mér til að gleyma því hversu hallærislegur ég er í augum margra heimamanna. Geng ég þó aldrei í sokkum og sandölum en slíkur útgangur er eitt aðalsmerki hallærislegra útlendinga. FYRIR kurteisis sakir hafa Spánverjar aldrei orð á þessu hallæri mínu en upp koma af og til atvik sem sýna mér svart á hvítu hversu ankannalegur ég er í þeirra augum. Eitt slíkt bar við um þarsíðustu helgi. SAT ég þá á troðfullri krá í bænum Priego de Córdoba og horfði á leik Atletico Madríd og Börsunga. Hef ég tamið mér þá háttsemi að ljúka ekki sundur munni þegar horft er á leik Börsunga en þetta uppáhaldslið mitt er afar óvinsælt hér í Anda- lúsíu. Hvert orð sem upp úr mér hrekkur gefur því tilefni til rifrildis við eldheita fylgis- menn konungsliðsins sem því miður eru á hverju strái. ÞEGAR langt er liðið á leikinn kemur stúlka á forskólaaldri inn á krána í fylgd með föður sínum. Sá ég þá að þar var komin mannvera sem hægt væri að eiga orðastað við. Var hún með marglitan skopparabolta og lék sér að honum í mannþrönginni. Fóru leikar vel fram uns boltinn skoppar út og undir bílaröð sem var á planinu fyrir utan. Grét stúlkan hástöfum og linnti ekki látum uns faðir hennar fór með hana í leitarleiðang- ur sem bar tilætlaðan árangur. GENGUR þá stúlkan sigri hrósandi aftur inn á krána og heldur óhikað áfram að leika með boltann. Þegar boltaskoppið ber hana nálægt mér segi ég við hana: „Ég átti einu sinni svona bolta og lék mér þá með hann í þorpinu mínu sem er langt í burtu, rétt hjá Norðurheimskautinu.“ Hún horfði á mig líkt og krakkar horfa á trúð í skemmtigarði. Hélt ég því sögunni áfram. „SÍÐAN skoppaði boltinn í burtu frá mér en ég fór hlaupandi á eftir honum. Fór hann býsna hratt svo ég hljóp og hljóp og hljóp, jafnvel þótt ég sæi boltann ekki lengur. Svo allt í einu fattaði ég að ég var kominn alla leið hingað til Priego de Cór- doba.“ BARNIÐ varð skelfingu lostið, hljóp beint til föður síns og bað hann um að geyma þennan stórhættulega bolta. Hallærislegur útlendingurLÁRÉTT2. æsa, 6. tónlistarmaður, 8. lyftist, 9. stormur, 11. ekki, 12. kappsamt, 14. smápeningar, 16. tveir eins, 17. samræða, 18. slagbrandur, 20. skóli, 21. bannhelgi. LÓÐRÉTT 1. listi, 3. tveir eins, 4. ríki í Suðaust- ur-Asíu, 5. írafár, 7. fífla, 10. óvild, 13. húðsepi milli táa, 15. útungun eggja, 16. hylli, 19. í röð. LAUSN LÁRÉTT: 2. örva, 6. kk, 8. rís, 9. rok, 11. ei, 12. ákaft, 14. klink, 16. áá, 17. tal, 18. slá, 20. ma, 21. tabú. LÓÐRÉTT: 1. skrá, 3. rr, 4. víetnam, 5. asi, 7. kokkála, 10. kal, 13. fit, 15. klak, 16. ást, 19. áb. Jæja kappi, hvað eigum við að gera í dag? Bara það sama og venjulega, alltaf. Ókeiiiii! Lofmér að sjá þetta. Þetta er hræðileg hárgreiðsla! Þú lítur út eins og teiknimynda- fígúra! Jájá. Klipptu mig bara venju- lega! Nú erum við að tala saman! HÆTTU ÞESSU! Ég vil fá venju- legu greiðsluna mína! KOMDU MEÐ ÞETTA! Sko, mamma. Þú getur ekki bara ruðst lengur inn í herbergið mitt. Af hverju ekki? Hvað ertu að fela? Ekkert! Þetta er spurning um einkalíf! Hverju viltu halda frá mér? Engu! Þetta snýst um smá svigrúm! Nú, svo það er eitthvað sem ég má ekki sjá. Nei! Ég meina já! Æiii, þú munt aldrei skilja mig! Við ættum að geta verið sammála um það. Gullfi skar Bullfis kar Gjörðu svo vel Lóa. Skildirðu þetta? Auðvitað, þú ekki? Ætli maður tapi ekki bara niður tungumálinu þegar maður eldist?GGRROOPPDDUUUMO Fiskabúrið BORGARTÚNI 12-14 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 1111 - MYNDSENDIR 411 3071 Auglýsing um breytingar á deiliskipulagi Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar tillögur að breytingum á deiliskipulagi í Reykjavík. Hólmvað 54 - 70 Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóðarinnar að Hólmvaði 54-70. Í breytingunni felst að lóð er stækkuð um ca. 100 m² til suð-austur í átt að opnu svæði. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna Starengi 50, 52, 80, 82, 106 og 108 Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Engjahverfis vegna stækkunar á lóðum við Starengi 50, 52, 80, 82, 106 og 108. Í breytingunni felst að lóðir ofangreindra húsa stækka um tvo metra til austurs. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Vesturgata 5B - flutningshús Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Grjótaþorps vegna lóðarinnar númer 5B við Vesturgötu. Í breytingunni felst að „Gröndalshús“ sem áður stóð á Vesturgötu 16B er flutt á staðinn. Húsið er hæð og ris, en norðurhluti rishæðar er portbyggður. Byggður verður kjallari undir húsið. Húsinu verður afmörkuð lóð og gert er ráð fyrir svæði fyrir almenning kringum húsið. Stefnt er að því að húsið nýtist fyrir menningarstarfsemi. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Slippa-Ellingsenreitur - flutningshús á reit R 16. Tillaga að breytingu deiliskipulags Slippa- Ellingsenreits á reit R16. Gert verður ráð fyrir aðfluttu húsi, fiskþurrkunarhúsinu Sólfelli, sem áður stóð á Kirkjusandi, á núverandi bílastæði vestan verbúðanna nr. 3 og 3A við Geirsgötu. Húsið er tvílyft, en við norðurhlið þess verður gert ráð fyrir einlyftri viðbyggingu. Húsið verður gert upp í samræmi við upprunalegt útlit þess. Engin bílastæði verða á reitnum. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillögurnar liggja frammi í þjónustuveri Reykjavíkur- borgar að Borgartúni 12-14, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 29. september 2010 til og með 10. nóvember 2010. Einnig má sjá tillögurnar á heimasíðu sviðsins, www.skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar skal skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags- og byggingarsviðs eigi síðar en 10. nóvember 2010. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 29. september 2010 Skipulagsstjóri Reykjavíkur Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.