Fréttablaðið - 29.09.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 29.09.2010, Blaðsíða 36
24 29. september 2010 MIÐVIKUDAGUR24 menning@frettabladid.is „Ég er fyrst og fremst hrærð og þakklát,“ segir Þórdís Gísladóttir, eins og sönnum bókmenntaverð- launahafa sæmir. Hún átti að mati dómnefndar besta ljóðahandritið í samkeppninni um Bókmennta- verðlaun Tómasar Guðmundsson- ar, sem afhent voru í Höfða í gær. Þórdís Gísladóttir er íslensku- og bókmenntafræðingur og hefur undanfarin ár starfað við verk- efnastjórnun, kennslu, greina- skrif, þýðingar og dagskrárgerð, auk þess sem hún ritstýrir tímarit- inu Börnum og menningu. Bókin samanstendur af eldri og yngri textum, sem Þórdís hefur safnað í sarpinn í gegnum tíðina. „Þeir elstu eru sjálfsagt um það bil sex ára gamlir en þeir yngstu eru glænýir. Ég tók handritið saman gagngert fyrir samkeppn- ina. Það minnti mig einhver á hana og mér fannst kjörið að prófa að senda inn þá texta sem ég hafði verið að dunda mér við undanfar- in ár.“ Þórdís segir titil bókarinnar, Leyndarmál annarra, vera lýsandi fyrir yrkisefnin, sem séu henni mjög hugleikin. „Ég hef alltaf haft áhuga á hversdagslífi annars fólks. Það er sífellt verið að segja okkur hvern- ig við eigum að vera; lífsstílsráð- in dynja á okkur úr öllum áttum, en það er enginn eins og hann á að vera samkvæmt öllum þessum góðu ráðleggingum.“ Jón Gnarr borgarstjóri afhenti Þórdísi verðlaunin í gær en dóm- nefnd skipuðu Kolbrún Bergþórs- dóttir, Jón Óttar Ragnarsson og Ingibjörg Haraldsdóttir. Verð- launaféð nemur 600 þúsund krón- um en Bjartur gefur ljóðabókina út. Aðspurð hvort hún telji að verð- launin verði til þess að hún skrifi fleiri bækur segir Þórdís það verða að ráðast síðar meir. „Það er aldrei að vita, ég er allt- af að skrifa eitthvað og á sjálf- sagt eftir að halda því áfram. Það á síðan eftir að koma í ljós hvort einhver kann að meta þetta.“ bergsteinn@frettabladid.is Af hversdagslífi annars fólks Rithöfundar Rithöfundar eru aðdáunarverðir en njóta oft ekki nægrar virðingar. Þeir skrifa bækur sem fólk vill kaupa og lesa. Þeir vinna hægt og yfirvegað og margir þeirra kunna að tala um sjálfa sig og ljúga því eins og leikarar að þeir séu feimnir, auðmjúkir og hvorki sjálfhverfir né fáfengilegir. ÚR LEYNDARMÁLUM ANNARRA ÚR UMSÖGN DÓMNEFNDAR: Það er hispursleysi og hressileiki í ljóðunum sem eru rík af skemmti- legri og skarpri hugsun. Ljóðin eru samin fyrir þá sem langar að hnýsast í leyndarmál annarra, gægjast á bak við gluggatjöld nágrannans, hlera það sem fram fer í skriftastólnum og þiggja um leið gagnleg lífstílsráð konu sem kann að bregðast við óvæntum uppákomum hvunndagsins.” TEKIÐ VIÐ VERÐLAUNUNUM Þórdís Gísladóttir tekur við verðlaununum úr hendi Jóns Gnarr borgarstjóra í Höfða í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR Þórdís Gísladóttir hlaut í gær Bókmenntaverðlaun Tóm- asar Guðmundssonar fyrir handrit að ljóðabókinni Leynd- armál annarra, þar sem gægst er á bakvið gluggatjöld nágrannans. ROKKTÓBER FEST 2010 Á SÓDÓMU 30.9 – 2.10 AUÐNIN TIL DANMERKUR Danska bókaútgáfan Lindhardt og Ringhof hefur tryggt sér útgáfuréttinn á Auðninni eftir Yrsu Sigurðardóttur. Þetta er fjórða bók Yrsu sem forlagið tekur til útgáfu en áður hafa komið út hjá því Þriðja táknið, Sér grefur gröf og Aska. LAUGARDAGS- KVÖLDUNUM BJARGAÐ! SPAUGSTOFAN HEFST 9. OKTÓBER ÞAÐ ER AUÐVELTAÐ KAUPA ÁSKRIFT Á STOD2.IS F í t o n / S Í A Sýningar í fullum gangi Sýningardagar Lau. 2/10 kl. 14 Up pselt Sun. 3/10 kl. 14 Up pselt Lau. 9/10 kl. 13 ör fá sæti Sun. 10/10 kl. 14 ör fá sæti Lau. 16/10 kl. 13 ör fá sæti Sun. 17/10 kl. 14 ör fá sæti

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.