Fréttablaðið - 29.09.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 29.09.2010, Blaðsíða 38
26 29. september 2010 MIÐVIKUDAGUR Þorgrímur Þráinsson rithöfundur er handhafi Íslensku barnabóka- verðlaunanna í ár, en þau voru afhent í Laugalækjarskóla í gær. Þorgrímur hlaut verðlaunin fyrir bókina Ertu guð, afi? sem fjallar um samskipti ellefu ára stelpu við 77 ára afa sinn, sem hefur búið lengi erlendis og hún er að hitta í fyrsta skipti. Saga Þorgríms var hlutskörp- ust þeirra 25 handrita sem voru send í samkeppnina. Hann segir verðlaunin hafa komið sér þægi- lega á óvart. „Þegar ég rakst á auglýsingu fyrir Íslensku barnabókaverð- launin fletti ég í gömlum minnis- bókum og fann gamla hugmynd sem ég átti eftir að vinna úr og skrifaði söguna gagngert fyrir þessa keppni.“ Þorgrímur segist í raun hafa verið að skrifa þessa bók alla ævi. „Þetta er bók sem fjallar um samskipti elstu kynslóðarinnar og þeirrar yngstu og hún endurspegl- ar þau lífsviðhorf sem ég hef til- einkað mér gegnum árin.“ Það skiptir Þorgrím miklu máli að hafa unnið til verðlaunanna í skjóli nafnleyndar, en höfund- ar sendu inn handrit undir dul- nefni. „Það þýðir að persóna höfundar- ins þvælist ekki fyrir dómnefnd- inni heldur er sagan dæmd út frá eigin verðleikum. Ég hef fimm sinnum sent inn handrit í sam- keppni á sömu forsendum og fjór- um sinnum borið sigur úr býtum. Það er auðvitað mikil hvatning sem ég er ákaflega þakklátur fyrir.“ Þorgrímur er þekktari fyrir unglingabækur en barnabæk- ur og hefur alls ekki snúið baki við þeim markhópi. Í næsta mán- uði kemur úr bókin Þokan. Vaka -Helgafell gefur út Ertu guð, afi? sem er komin í verslanir. - bs Þorgrímur barnabókahöfundanna bestur ÞORGRÍMUR ÞRÁINSSON Þorgrímur tók við Íslensku barnabókaverðlaununum í Laugalækjarskóla í gær að viðstöddum fjölskyldu og nemendum. Fréttablaðið/GVA Dagana 29. september til 3. október halda Samtök listrænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík (S.L.Á.T.U.R.) hina árlegu tónlistarhátíð, Sláturtíð, í annað sinn. Um er að ræða hátíð fulla af ágengri, tilraunakenndri og uppátækjasamri tónlist sem margir bendla við framúrstefnu, hliðarstefnu eða jaðarstefnu. Á hátíðinni má heyra tónverk eftir ýmsa meðlimi samtakanna sem og sérvalin verk eftir erlend ágeng tónskáld. Á hátíðinni verða margir framúrskarandi flytjend- ur, þar á meðal finnski tónlistar- hópurinn Defun Ensemble sem sérhæfir sig í að flytja tónlist sem blandar hefðbundnum hljóð- færum við tölvutónlist. Einnig koma fram Skmendanikka sem spilar á sérsmíðuð hljóðfæri og hópurinn Fengjastrútur sem er sveigjanlegur og fjölþreifinn tón- listarhópur sem sérhæfir sig í að víkka fyrirfram gefnar hug- myndir um tónlistarflutning. Nánari upplýsingar má finna á Slátur.is. Sláturtíð að hefjast S.L.Á.T.U.R. Samtök listrænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík halda sína aðra tónlistarhátíð á næstu dögum. Um 250 manns eru nú skráðir á alþjóðlegu ráðstefnuna You Are In Control sem fer fram í Reykja- vík í fjórða sinn á föstudag og laugardag. Tíu erlendir blaða- menn koma til landsins í tengsl- um við ráðstefnuna, þar á meðal frá Wired, Design Week, Minnea- polis Star Tribune og Drowned In Sound. Aðalfyrirlesarar YAIC eru þau Ian Livingstone, forstjóri tölvu- leikjafyrirtækisins Eidos sem framleiðir meðal annars tölvu- leikinn Lara Croft, og Grammy- verðlaunahafinn Imogen Heap. Hægt er að skrá sig á ráðstefn- una á heimasíðunni Youarein- control.is. 250 manns á Control-hátíð IMOGEN HEAP 250 manns eru skráðir á alþjóðlegu ráðstefnuna You Are In Control. REAL MADRID–AC MILAN 19. OKTÓBER 19. okt. Spartak–Chelsea 19. okt. Real Madrid–AC Milan 19. okt. Arsenal–Shakhtar 20. okt. Man. Utd.–Bursaspor 20. okt. Barcelona–FC København Lundúnaslagur af stærstu gerð á Stamford Bridge. CHELSEA–ARSENAL 21. OKTÓBER NAPOLI–LIVERPOOL 3. okt. Chelsea–Arsenal 16. okt. Aston Villa–Chelsea 17. okt. Everton–Liverpool 24. okt. Man. City–Arsenal 24. okt. Stoke–Man. Utd. 30. okt. Arsenal–West Ham 30. okt. Man. Utd.–Tottenham Hörkuleikir í október VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT INNIHELDUR 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 RISALEIKUR Í SKOTLANDI CELTIC–RANGERS SPENNAN MAGNAST Í FORMÚLU 1 SILFURDRENGIRNIR Í ÞÝSKA HANDBOLTANUM Hvernig gengur strákunum okkar í þýska handboltanum í aðdraganda HM? HEIMSMEISTARARNIR FARA Á KOSTUM Í SPÆNSKA BOLTANUM SUPER SIX MÓTARÖÐIN Í BOXI ÞAÐ ER AUÐ VEL T AÐ K AUP A ÁS KRIF T Á STO D2.I S Það eru margir frábærir leikir framundan í Meistaradeild Evrópu. Heldur sigurganga Rauða hersins í Evrópudeildinni áfram? 3. OKTÓBER Hvað gerir Eiður Smári gegn Rooney og félögum? STOKE–MAN. UTD. 24. OKTÓBER STÖÐ 2 SPORT 2 FRÁ AÐEINS 142 KR Á DAG Í STÖÐ 2 VILD PLATINUM STÖÐ 2 SPORT FRÁ AÐEIN S 140 KR Á DAG Í STÖÐ 2 V ILD PLATIN UM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.