Fréttablaðið - 29.09.2010, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 29.09.2010, Blaðsíða 39
MIÐVIKUDAGUR 29. september 2010 27 Tónleikar ★★★★★ Sinfóníuhljómsveit Íslands lék verk eftir Dvorák, Stravinsky og Ravel. Einleikari: Isabelle Faust Stjórnandi: Pietari Inkinen. Maður tengir Fást við myrkra- höfðingjann. Fást, eða Faust, kom fram á sinfóníutónleikum í Háskólabíói á fimmtudagskvöldið. Ekki sögu- persónan fræga, galdramaður- inn og alkemistinn, heldur fiðlu- leikari. Þetta var Isabelle Faust, sem spilaði einleik í fiðlukonsert í D-dúr eftir Stravinsky. Það var ekkert skuggalegt við þá spila- mennsku. Þótt tónlist Stravinskys teljist engan veginn til framúrstefnu (hvað svo sem það nú er), eru verk hans óaðgengilegri en flest á dagskrá Sinfóníunnar. Hljóm- sveitin hefur stundum verið gagnrýnd fyrir stöðnun og í því samhengi var fiðlukonsertinn eins og ferskur andblær. Hann kom stöðugt á óvart. Tónmálið hafði á sér klassískt yfirbragð, en allar klisjurnar í eldri tón- list voru ýmist víðs fjarri, eða skopskældar. Kannski hefur einhverjum fundist þetta óaðgengilegt. En það var ekki upplifun mín. Faust spil- aði eins og engill; túlkun henn- ar var fyllilega í anda verksins. Það var ekkert banalt við spila- mennskuna. Tæknilega séð var leikurinn vandaður og nákvæm- ur. Framsetningin var stílhrein, túlkunin markviss og grípandi. Faust kom öllum skemmtilegu tilþrifunum í tónlistinni prýði- lega til skila; manni leiddist aldrei. Útkoman var frumleg, þarna voru óvæntar uppákom- ur, spennandi framvinda, litrík- ur söguþráður – engin yfirborðs- mennska eða ódýr trix. Sem aukalag spilaði Faust Past- orale eftir Stravinsky, lítið stykki sem er til í nokkrum útgáfum. Fjórir tréblásarar fluttu það með henni. Hún gerði þetta svo fallega, af svo miklum þokka og innlifun að unaður var á að hlýða. Tré- blásararnir léku líka sína rullu af notalegri mýkt og fágun. Stjórnandinn, hinn finnski Pietari Inkinen, var með allt sitt á hreinu. Strax í byrjun fyrsta verksins á dagskránni, Le tomb- eau de Couperin eftir Ravel, var ljóst að hann er með músíkalsk- ari mönnum. Hljómsveitin spilaði af tæknilegu öryggi, og litirnir í tónlistinni voru tærir og í réttum fókus. Hver tónahending sagði heila sögu. Maður dáðist sér- staklega að safaríkum strengja- hljómnum, hann var óvanalega munúðarfullur og djúsí. Einmitt svona eiga strengir að hljóma. Sömu sögu er að segja um sjö- undu sinfóníu Dvoráks, sem var síðust á dagskránni. Strengja- hljómurinn var flottur og aðrir hljóðfærahópar voru líka pott- þéttir. Styrkleikajafnvægið á milli þessara hópa var eins og best verður á kosið. Túlkunin var óvanalega skáldleg, uppbygging verksins var sérlega sannfærandi og undiraldan ótrúlega mögnuð. Stemningin greip mann strax frá byrjun og þráðurinn slitnaði aldrei. Það verður varla betra en þetta. Jónas Sen Niðurstaða: Frábær fiðluleikur og frábær hljómsveitarstjórn. Með skemmtilegustu sinfóníutónleikum á árinu. Djúsí strengir Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ. Sími 480-0030 · www.burstagerdin.is - Í öll anddyri - Hvaða stærð sem er - Afgreidd á 2 dögum • •B U R S TA G E R Ð I N ÍS L E N S K U R I Ð N A Ð U R Hilmar Örn Hilmarsson Allsherjargoði Gakktu með í klukkustund laugardaginn 2. október Landssöfnun Rauða kross Íslands gerir félaginu kleift að byggja athvörf í Malaví fyrir börn sem eiga um sárt að binda vegna alnæmis, gefa þeim eina heita máltíð á dag og veita þeim fræðslu. Í Síerra Leóne aðstoðar Rauði krossinn stríðshrjáð börn, endurhæfir barnahermenn og veitir þeim tækifæri til að losna úr viðjum borgarastyrjaldar. Okkur vantar 3000 sjálfboðaliða til að ganga í klukkustund og ná þannig til allra heimila á landinu. Mættu á söfnunarstöð í þínu hverfi á laugardaginn Taktu einhvern með þér – það er miklu skemmtilegra! Þar færðu bauk og götu til að ganga í Gerðu ráð fyrir u.þ.b. klukkutíma Þú skilar bauknum á söfnunarstöðina – og líður miklu betur eftir góðverk dagsins! Skrefin til góðs eru einföld: „Ég tek Goðheima“ Hvar ætlar þú að ganga til góðs? Skráðu þig á raudikrossinn.is ISABELLE FAUST ROKKTÓBER FEST 2010 Á SÓDÓMU 30.9 – 2.10

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.