Fréttablaðið - 29.09.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 29.09.2010, Blaðsíða 46
34 29. september 2010 MIÐVIKUDAGURFÉSBÓKIN „Þetta verður ógeðs- lega erfitt. Þetta er eitt stærsta almannatengslafyrir- tæki heims og það eru mörg hundruð manns að keppa um hverja stöðu.” Eins og ný skoðanakönnun Frétta- blaðsins leiðir í ljós er mikill fjöldi kjósenda óákveðinn í afstöðu sinni til stjórnmálaflokka. Spekingar leiða að því líkur að pláss sé fyrir nýtt framboð á Alþingi, rétt eins og í borginni í vor. Bubbi Morthens lýsti yfir í útvarpsþætti sínum, Færibandinu, á mánudagskvöld að hann íhugaði framboð. Það veltir upp spurning- unni hvaða Bubbi íhugi framboð. Er það harðskeytt- ur baráttumaður litla mannsins eða stuðningsmaður auð- valdsins? Fáum við kannski Besta Bubba, sem vill „allskonar“ fyrir Reykjavík? Það styttist óðum í að almenningur fái að sjá spennumyndina Inhale eftir Baltasar Kormák, fyrstu kvikmyndina sem leikstjórinn gerir í Amer- íku. Diane Kruger, Sam Shepard og Dermot Mulroney leika aðalhlut- verkin í þessari mynd sem verður sýnd á Wood- stock-kvikmynda- hátíðinni á næstunni auk þess sem hún verður lokapunkturinn á Anaheim-kvikmyndahátíðinni í Los Angeles í næsta mánuði. Þar verður Hector Elizondo heiðraður en hann lék einmitt ráðsmanninn í gamanmyndinni Pretty Woman frá árinu 1990. Nokkrir mánuðir eru liðnir síðan Elsa María Jakobsdóttir hætti störfum í Kastljósinu á RÚV en hún hefur síður en svo setið með hendur í skauti. Elsa hefur tekið að sér kynningarstörf fyrir kvikmynda- fyrirtækið ZikZak í tengslum við kvikmyndirnar Gauragang og Brim en hún er einmitt unnusta Þóris Snæs Sigurjónssonar, annars stofn- anda ZikZaks. Undanfarið hefur Elsa María verið ötul við að kynna vinnufatabúðina Vír sem Sigurjón Sighvatsson er að opna um þess- ar mundir. Sigurjón er einmitt tengdapabbi Elsu svo ljóst má vera að henni lætur vel að vinna með sínum nánustu. - afb, fgg, hdm FRÉTTIR AF FÓLKI Stundum þarf að stökkva! Tobba Marinós sagði upp störfum hjá Séð & heyrt eftir að ritstjóra blaðsins, Eiríki Jónssyni, var sagt upp störfum. „Mér finnst þetta frábært verkefni þannig að ég var til í að vera með frá upphafi. Ég fékk tölvupóst frá Ragga og Gunnari [Hanssonum] og var búinn að svara sam- dægurs,“ segir André Wickström, vinsæl- asti grínisti Finna. Wickström kom til landsins á mánu- dag og kemur fram ásamt hinum danska Frank Hvam og úrvali skemmtikrafta á Kvöldskemmtun Frímanns Gunnarssonar í Háskólabíói í kvöld. Eins og hinir grín- istarnir er Wickström einn af þeim sem Frímann heimsækir í þáttunum Mér er gamanmál sem hófu nýlega göngu sína á Stöð 2. Wickström segist aldrei hafa unnið í jafn afslappandi umhverfi og leikaranum Gunnari Hanssyni og Ragnari, leikstjóra og bróður Gunnars, tókst að skapa. En hvernig var að vinna með Frímanni? „Söguþráður þáttarins var svo góður að það var ekki erfitt að vinna með Frímanni. En hann er mjög sérvitur,“ segir Wick- ström og vefst tunga um tönn í leit að fleiri orðum til að lýsa þessum sérstaka karakter. Wickström kom í fyrstu heimsókn sína til landsins í nóvember á síðasta ári og seg- ist því ekki þurfa að ferðast um landið. „Þá fór ég gullna hringinn og gerði allt þannig að ég þarf ekki að vera svona mikill túr- isti í þetta skipti,“ segir hann léttur. „Ég get einbeitt mér að því að drekka ótæpilega sem er kjarni þess að heimsækja Ísland. Ég verð ekki litinn hornauga fyrir að drekka bjór í hádeginu.“ - afb Getur einbeitt sér að drykkju á Íslandi MÆTTUR Á SVÆÐIÐ Finnski grínistinn André Wickström kemur fram á Kvöldskemmtun Frímanns Gunnarssonar í Háskólabíói í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Ég er búin að skrifa undir tveggja ára samning. Ég flýg svo út á sunnu- daginn og byrja á mánudaginn,“ segir markaðssérfræðingurinn Líney Inga Arnórsdóttir. Líney, sem varð 25 ára gömul í júní, hefur þegið starfstilboð hjá Ketchum, sem er eitt stærsta almannatengslafyrirtæki heims. Allt benti til þess að hertar innflytj- endareglur í Bandaríkjunum myndu hindra að hún gæti þegið starfið, en yfirmönnum fyrirtækisins tókst að sannfæra bandarísk stjórnvöld um að enginn væri hæfari í starfið. „Það gekk upp í þetta skipti. Þeir buðu mér yfirmannsstarf þannig að ég fæ sérstakt landvistarleyfi,“ segir Líney. „Ég er mjög góð í töl- fræði, þó að það hljómi fáránlega. Þannig að þeir sögðu að ég væri ein- hvers konar tölfræðisnillingur.“ Líney starfaði í sumar við skipu- lagningu You Are in Control-tón- listarráðstefnunnar sem fer fram í Reykjavík um helgina. Hún heldur svo á vit ævintýranna í New York að henni lokinni. Hún útskrifaðist á síðasta ári frá Miami-háskóla í Bandaríkjunum með hæstu einkunn á MA-prófi í almannatengslum. Líney og átta aðrir útskriftarnemar voru valdir úr hópi 700 umsækjenda í starfsnám hjá Ketchum og að því loknu var henni einni boðið áfram- haldandi starf. „Ég lít á þetta sem fjárfestingu í starfsferli mínum,“ segir Líney. „Þetta verður ógeðslega erfitt. Þetta er eitt stærsta almannatengsla- fyrirtæki heims og það eru mörg hundruð manns að keppa um hverja stöðu. Ég þurfti að fórna öllu til að fá stöðuna.“ Líney er ekki að ýkja enda eru viðskiptavinir fyrirtækisins risar á borð við Kodak, FedEx, IKEA, Nokia og Rússland. „Ég er í alvörunni að fara að vinna með pressuvél Pútíns, sem er svolítið klikkað,“ segir Líney að lokum í laufléttum dúr. atlifannar@frettabladid.is LÍNEY ARNÓRSDÓTTIR: ÞETTA ER EITT STÆRSTA PR-FYRIRTÆKI HEIMS Fórnar öllu fyrir drauma- starfið í Bandaríkjunum „Þetta er stuttmynd, tekin upp í Cornwall og það er reiknað með sjö dögum í tökum. Ég hef ekki sinnt stuttmyndaforminu nægjanlega vel en það er góður leikari í aðal- hlutverkinu og það skiptir miklu máli,“ segir kvikmyndatökumað- urinn Karl Óskarsson. Hann er á leiðinni til Bretlands eftir tvo daga til að gera stuttmynd með enska stórleikaranum John Hurt. Hurt hefur tvívegis verið tilnefndur til Óskarsverðlauna og hlaut Bafta- verðlaunin fyrir leik sinn í Fíla- manninum, kvikmynd sem líður flestum seint úr minni. Þar að auki hefur Hurt leikið í stórmynd- um á borð við Alien og Midnight Express frá 1978. Karl kemur reyndar við sögu í kvikmynd sem sýnd er á RIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Hún er tékknesk og heitir Þrjár árstíðir í helvíti (3 sezony v pekle) en Karl fékk kvik- myndaverðlaun Tékklands fyrir kvikmyndatöku. „Ég hafði vitað af leikstjóranum, Tomás Masín, í dágóðan tíma. Svo hringdi fram- leiðandi myndarinnar og bauð mér verkið. Ég hringdi í umboðsmann- inn minn og hann sagði mér að handritið hefði legið inni á borði hjá þremur breskum tökumönn- um sem vildu ekki fá það af því að myndin væri á tékknesku. En ég sló bara til,“ segir Karl. Tékkland er gamalt stórveldi í Evrópu og myndin fjallar um nið- urbrot þess, fyrst undir stjórn nasista og svo kommúnista eftir lok seinna stríðs. Karl segist hafa upplifað sérkennilega tilfinningu á meðan á tökum myndarinnar stóð því þær fóru fram á sama tíma og bankakerfið á Íslandi hrundi eins og spilaborg. „Þetta var mjög svip- að, að sjá heilt samfélag hrynja smám saman og molna.“ - fgg Gerir mynd með John Hurt Á FERÐ OG FLUGI Karl Óskarsson er nýkominn heim frá London þar sem hann tók upp auglýsingu fyrir Ólympíu- leika fatlaðra sem fram fara í London 2012. Og svo er hann að fara að taka upp stuttmynd með John Hurt. Vættir, álfar, goð fornaldar ... sagnir eða veruleiki? Fyrirlesarinn og höfundurinn Christopher Vasey frá Sviss kynnir nýja bók sína (í íslenskri þýðingu) Erindi (flutt á ensku) fimmtudaginn, 30. september 2010 kl. 20:00 á Radisson Blu Hótel Sögu v/Hagatorg í Reykjavík Aðgangseyrir er 500 kr. Skipuleggjandi: Christof Leuze Sími: +354 821 1607 Netfang: Christof.Leuze@leuze.de Pósthúsið | Suðurhraun 1 | S: 585 8300 | www.posthusid.is Nú þegar farið er að dimma úti viljum við vinsamlega minna íbúa á að hafa kveikt á útiljósum við heimili sín á næturnar til að auðvelda blaðberum Pósthússins aðgengi að póstlúgu. Með fyrirfram þökk, Pósthúsið dreifingaraðili Fréttablaðsins og annarra dreifinga Blöð og tímarit Bréfasendingar Markpóstur Fjölpóstur Vörudreifing Plöstun blaða og nafnamerking Munum eftir að kveikja útiljósin! Við látum það berast FR ÉTTA B LA Ð IÐ /STEFÁ N NEW YORK! NEW YORK! Líney heldur til New York í lok vikunnar og hefur störf á mánudaginn hjá einu stærsta almannatengslafyrirtæki heims.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.