Fréttablaðið - 02.10.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 02.10.2010, Blaðsíða 16
16 2. október 2010 LAUGARDAGUR Að undanförnu hefur talsvert verið rætt í fjölmiðlum um athyglisbrest og ofvirkni (ADHD) og mögulega misnotkun á lyfjunum sem notuð eru til þess að meðhöndla geðröskunina. Umræðan hefur fyrst og fremst snúist um að gagnrýna of mikla ávísun ADHD-lyfja eða verja ágæti lyfjanna til þess að bæta líf þeirra fjölmörgu einstaklinga sem þau nota. Við þurfum að opna þessa umræðu enn frekar og spyrja tveggja mikilvægra spurninga: 1) Í samanburði við hvað er ávísun ADHD-lyfja mikil hér á landi? 2) Er ADHD mögulega ofgreint? 1. Í grein eftir Helgu Zoëga, Matthías Halldórsson, fyrrver- andi aðstoðarlandlækni, og fleiri, sem birtist á síðasta ári í Journal of Child and Adolescent Psycho- pharmacology, koma fram sláandi upplýsingar um geðlyfjaneyslu barna og unglinga hér á landi. Ávís- un geðlyfja til þessa aldurshóps er sú mesta sem þekkist í Evrópu, en er að einhverju leyti sambærileg við það sem tíðkast í Bandaríkjunum. Eins og bent er á í greininni eigum við heimsmet í ávísun þunglyndis- lyfja til barna og unglinga. Ávís- un geðrofslyfja hér á landi er einn- ig langt umfram það sem tíðkast í Evrópu, sem er varasöm þróun vegna alvarlegra aukaverkana geð- rofslyfja. Samkvæmt greininni hefur ávís- un ADHD-lyfja aukist gríðarlega á undanförnum tveimur áratugum. Ef Ísland er borið saman við hin Norðurlöndin koma fram athygl- isverðar tölur. Í samanburði við Finna nota Danir, skv. grein sem kom út í finnska læknablaðinu árið 2006, tvisvar sinnum meira af þess- um lyfjum, Svíar þrisvar, Norð- menn átta en Íslendingar 22 sinnum meira. Þrátt fyrir áhyggjur sumra lækna og vísindamanna af lang- tímaáhrifum þessara lyfja kemur fram í skýrslu lyfjaframleiðend- anna, sem opinberuð var í upphafi mars, að fyrirtækin sjá ekki ástæðu til þess að kanna málið nánar. 2. Í ljósi mögulegra neikvæðra afleiðinga af langvarandi neyslu ADHD-lyfja er mikilvægt að ein- ungis þeir sem þurfa nauðsynlega á meðferðinni að halda fái hana. Það hlýtur því að vera talsvert áhyggju- efni þegar einn af höfundum skil- greiningarinnar á ADHD, banda- ríski geðlæknirinn Allen Frances, viðurkenndi ítrekað fyrr á þessu ári í bandarískum fjölmiðlum að hún hefði stuðlað að „fölskum far- aldri“. Frances segir ADHD-netið hafa of þrönga möskva. Það hafi „fangað marga ‚sjúklinga‘ sem hefði líklega vegnað mun betur utan geð- heilbrigðiskerfisins“. Ástæða þess að Frances getur haldið þessu fram er að við greiningu á ADHD, eða öðrum geðröskunum, er stuðst við huglæga spurningalista en ekki hlutlæg líffræðileg próf. Eins og Allen Frances gefur í skyn fylgja ýmis vandamál flokkun og greiningu geðraskana og rista þau raunar svo djúpt að Frances og Steven E. Hyman, fyrrverandi forstjóri bandarísku geðheilbrigði sstofnunarinnar, hafa líkt þeim við ástand líffræðinnar áður en Dar- win setti fram þróunarkenningu sína árið 1859. Má líkja sumum þeirra við þá staðreynd að fyrir daga Darwins var hægt að flokka höfrunga með fiskum og leður- blökur með fuglum því oftast var horft á yfirborðseinkenni, eins og geðlæknisfræðin gerir í greining- um sínum, en ekki undirliggjandi skyldleika. Í septemberhefti Journal of Health Economics birtust tvær óháðar rannsóknir sem varpa skýru ljósi á þessa hættu. Í báðum rann- sóknunum var kannað hvort aldur innan árgangs hefði áhrif á hvort börn væru greind með ADHD. Þegar horft er á einstaklinga sem eru að hefja skólagöngu sína eru yngstu börnin innan árgangsins, skv. annarri rannsókninni, 60% lík- legri til þess að fá ADHD-greiningu en þau sem eldri eru. Þegar þess- ir einstaklingar eru komnir upp í 6. og 8. bekk er tvisvar sinnum lík- legra að þeir séu á ADHD-lyfjum en þeir sem eldri eru innan árgangs- ins. Höfundar beggja rannsóknanna telja þetta skýra vísbendingu um að „ADHD-einkennin“ endurspegli einungis tilfinninga- og vitsmuna- legan vanþroska yngstu nemend- anna. Niðurstaða beggja rannsókn- anna er því sú að u.þ.b. 20% þeirra barna og ungmenna í Bandaríkjun- um sem fá ADHD-greiningu séu ranglega greind. Ég tel brýnt að sambærileg rann- sókn verði gerð hér á landi því ef rétt reynist þurfa yngstu börnin í hverjum grunnskólaárgangi ekki lyf heldur þarf skólakerfið að koma til móts við þarfir þessara einstakl- inga. Einnig tel ég heilbrigðiskerfið skulda almenningi skýringu á því af hverju ávísun geðlyfja til barna og unglinga hér á landi er jafn mikil og raun ber vitni. Það er kominn tími til að við sem samfélag horfum upp úr pilluglösunum og út fyrir grein- ingarprófin og spyrjum okkur hvort við séum á réttri leið. AF NETINU Er ADHD ofgreint? ADHD Steindór J. Erlingsson vísindasagnfræðingur Það sem hefði getað orðið Kannski var það blessun að íslenska efna- hagskerfið hrundi árið 2008 áður en nýfrjálshyggju- mönnum tókst að koma orkuauðlindunum, mennta- kerfinu og heilbrigðis kerfinu í einkahendur (eða einkavina- hendur) – eins og hafði áður verið gert við kvótann og bankana. Á Íslandi hefur verið nokkuð almennt samkomulag um að menntun og heilbrigðisþjónusta eigi ekki að vera ofurseld gróða- fíkn, að samfélagsleg markmið liggi þar að baki. En á því eru undantekningar. Ýmsir voru farnir að sjá mennta- mál sem féþúfu. Menntaskólinn Hraðbraut er kannski dæmi um það sem hefði getað orðið – skóli þessi naut sérstakrar velvildar hjá menntamálaráðuneytinu, þurfti ekki að endurgreiða ofgreidd gjöld frá ríkinu, en á sama tíma var eigandi skólans að dæla arði út úr skólanum í eigin vasa. silfuregils.eyjan.is Egill Helgason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.