Fréttablaðið - 02.10.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 02.10.2010, Blaðsíða 20
20 2. október 2010 LAUGARDAGUR Þ eir Bjarni og Pétur hjá bókaútgáfunni Veröld buðu mér í hádegis- verð og sögðust vilja ræða um bókaskrift- ir. Ég hélt fyrst að þeir vildu fá mig til að skrifa bók um eitthvað allt annað og ætlaði aldrei að fatta að bókin ætti að vera um mig. Það hvarflaði hreinlega ekki að mér og ég var alveg í þess- um „Ég, ef mig skyldi kalla“-gír. En svo kom rökstuðningurinn, að saga mín og uppeldi gerðu það að verkum að ég væri í raun gangandi dæmi um ákveðna tegund af lífi í Reykjavík, hvort sem litið væri til stjórnmála, tíðaranda eða bara alls sem í kringum mig er, og á endan- um náðu þeir að selja mér hug- myndina,“ segir Guðrún Ögmunds- dóttir þegar blaða maður sest niður með henni og Höllu Gunnars dóttur á hinu gamalgróna kaffihúsi Mokka við Skólavörðustíg. Síðar í mánuðinum, nánar til- tekið á sextugsafmælisdegi Guð- rúnar hinn 22. október, kemur út bókin Hjartað ræður för, þar sem Halla gerir litríkum æviminning- um Guðrúnar skil. „Um leið og nafn Höllu var nefnt sem hugsanlegs höfundar bókar- innar hugsaði ég með mér að hún væri einmitt rétta konan í starf- ið,“ segir Guðrún og Halla tekur í sama streng. „Það eru svo mikil líkindi með okkur tveimur og á svo margan hátt. Til að mynda mæt- ast hér í raun önnur og þriðja kyn- slóð íslenskra femínista og ég hef trú á því að það skíni í gegn í bók- inni. Vinnan við bókina hefur verið mjög lærdómsrík, í það minnsta fyrir mig og örugglega fyrir Guð- rúnu líka,“ segir Halla og Guðrún samsinnir því. Mokka leikur stórt hlutverk Upp úr dúrnum kemur að kaffi- húsið neðst á Skólavörðustíg hefur leikið nokkuð þýðingarmikið hlut- verk, bæði í vinnsluferli bókarinn- ar og lífi viðfangsefnisins Guð- rúnar. Allt frá því í febrúar hafa stöllurnar hist þar á hverjum ein- asta föstudegi, stundvíslega klukk- an tíu, og Halla rakið garnirnar úr Guðrúnu í þeim tilgangi að viða að sér efni, en auk þess hefur höfund- urinn átt fjöldamörg samtöl við vini og vandamenn Guðrúnar til að næla sér í frekara kjöt á beinin. „Mokka var upplagður staður fyrir þessa fundi okkar því í bók- inni kemur fram að hingað kom Guðrún oft á sínum yngri árum. til dæmis að loknum starfsdegi í Ríkisútvarpinu í kringum 1970, og drap tímann þar til hún þurfti að mæta í hina vinnuna sína, sem „proppsari“ í Þjóðleikhúsinu. Þar var hún gjarnan kölluð mýsla, því hún fór svo hratt yfir,“ segir Halla og hlær. „Hingað komu allir,“ bætir Guð- rún við og augun flökta um nostalg- íska húsmuni staðarins. „Hér var heimavöllur allrar listaelítunnar. Þetta var staður- inn, með ákveðnum greini, og þú getur rétt ímyndað þér hversu miklu máli það skipti unga stúlku að vera í innstu klíku alls staðar. Þetta var ótrúlega skemmtileg- ur tími og alltaf gaman. Oftast var tjúttað sleitulaust frá fimmtu- degi til sunnudags, en brennivíns- drykkja þótti ekki nauðsynlegur fylgihlutur þess. Það var alveg nógu mikið fjör án drykkjunnar,“ segir Guðrún. Fæddist félagsráðgjafi Guðrún hefur aðhafst margt á þessum tæpu sextíu árum og seg- ist Halla á köflum hafa átt fullt í fangi með að henda reiður á mis- munandi störfum og stöðum sem söguhetjan hefur gegnt í gegnum tíðina. Félagshyggjufræjunum var fyrst sáð á æskuheimili Guðrún- ar, en hún segist hafa verið alin upp meðal krata sem trúðu því til að mynda statt og stöðugt að ungar konur ættu að ganga menntaveg- inn. „Frá kratismanum var leiðin greið yfir í femínismann,“ segir Guðrún og tiltekur Kvennafrídag- inn árið 1975 sem ákveðinn vendi- punkt í lífi sínu. „Þá varð ég vitni að kraftinum og mikilvæginu sem felst í samstöðunni. En svo vakn- aði ég líka til lífsins á ákveð- inn hátt þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn, Ögmund Viðar, árið 1977. Barneignir kalla ósjálfrátt á vangaveltur varðandi hvað maður ætlar að verða þegar maður er orð- inn stór. Ég var líka að vinna með fötluðum börnum á þessum tíma og samhliða því tók ég virkan þátt í Rauðsokkahreyfingunni, svo segja má að allt þetta hafi hjálp- ast að og ýtt mér af stað til Dan- merkur, þar sem ég stundaði nám í félagsráðgjöf.“ Halla nefnir líka að sú skoðun sé algeng hjá þeim sem þekkja Guð- rúnu að hún hafi í raun fæðst sem félagsráðgjafi. Menntunin hafi í raun einungis verið formleg stað- festing þess efnis. „Þegar ég spurði fólk um helstu eiginleika Guðrúnar nefndu allir hversu næm hún er, hversu vel hún tekur fólki og hve ríka áherslu hún leggur á að skilja fólk, en alls ekki dæma það.“ Í borgarstjórn og á þingi Að lokinni sex ára langri búsetu í Kaupmannahöfn, þar sem Guð- rún tók virkan þátt í félagsstarfi stúdenta, fylgdist spennt með fram þróun kvennabaráttunnar á Íslandi úr fjarlægð og kynntist eiginmanni sínum, Gísla Víkings- syni hvalasérfræðingi hjá Haf- rannsóknastofnun, sneri hún aftur heim árið 1985. Fljótlega hóf hún störf sem félagsráðgjafi á kvennadeild Landspítalans og kunni vel sig í því starfi þar til hún var kosin í borgarstjórn á vegum R-listans vorið 1994. Fimm árum síðar var svo komið að annarri sameiningu flokka á vinstri vængnum, þegar Guðrún settist á Alþingi fyrir hönd Samfylkingarinnar. Halla var ein þeirra sem kaus Samfylkinguna vorið 1999, þótt ekki hafi hún kosið Guðrúnu beint inn á þing vegna kjördæmaskip- unar. „Ég var nýorðin átján ára og þetta voru mínar fyrstu kosning- ar,“ segir Halla. Á þessum tíma vaknaði ég til vitundar um pólit- ík. Guðrúnu tengdi ég við þá bar- áttu sem hún var mest áberandi fyrir á þingi, það er í þágu sam- kynhneigðra og fleiri hópa sem áttu undir högg að sækja. Þannig kom hún mér fyrst fyrir sjónir en ekki endilega sem þessi mikla kvenréttindabaráttukona, sem ég átti eftir að læra um síðar. Nú hef ég fræðst mikið um hennar þátt- töku í Rauðsokkahreyfingunni og upplifi mikil líkindi með þeirri baráttu og starfi mínu í Femínista- félagi Íslands mörgum árum síðar. Allt þetta álag, en samt svo mikill húmor og gleði. Að sjálfsögðu hafði ég lesið mig til um rauðsokkurnar, en það er allt annað að spjalla af einlægni við manneskju sem var á staðnum. Og sú manneskja segir bara: „Það þýðir ekkert að væla. Svona var þetta bara!,“ segir Halla og skellir upp úr. „Það kostar einfaldlega slag, gusur og óhróður að bjóða sig fram til framvarðarsveitar í þung- um málaflokki. Við eigum það sameigin legt, ég og Halla, að hafa gengið í gegnum þetta allt,“ bætir Guðrún við. Hef unnið í fortíðinni Fjölskyldan er óhjákvæmilega einn stærsti áhrifavaldur í lífi hvers einstaklings og fara efnistök bókar Höllu ekki varhluta af því. Guð- rún gengst fúslega við því að fjöl- skyldutengsl hennar á flesta kanta séu ögn ruglingslegri en gengur og gerist, en hún var tekin í fóst- ur sem barn og síðar tóku hún og Gísli dótturina Ingibjörgu Helgu, sem nú er átján ára, einnig í fóstur, svo dæmi séu nefnd. „Ég kalla þetta teygjufjölskyldu eða flækjufamilíu,“ segir Guðrún og glottir, en í bókinni segir meðal annars frá sambandi hennar og blóðmóður hennar, Huldu, og einn- ig sambandi Guðrúnar við Jóhönnu kjörmóður hennar, sem var oft og tíðum stormasamt. Aðspurð segir Guðrún ekki hafa átt í erfiðleikum með tilhugsunina um að opinbera svo persónulega hluti fyrir alþjóð. „Ég hef unnið vel í mínum málum, í minni fortíð og reynslu, og ég hef fyrir löngu farið í gegnum allan sársaukann og komið heilli út fyrir vikið. Auð- vitað er harkalegt að uppgötva að foreldrar manns eru bara venju- legar manneskjur með öllum sínum kostum og göllum, en það er nauðsynlegur hluti lífsins. Ég velti því oft fyrir mér hvernig mínum börnum verður við að lesa sögu mömmu sinnar, og auðvitað hlýt- ur það að vera sérstakt. Ég hugsa kannski með mér að ákveðna hluti hefði ég átt að vera búin að segja Mikilvægt að skilja án þess að d FEMÍNISTAR Á MOKKA „Ég er mjög stolt yfir því að hafa tilheyrt hópum og hreyfingum sem fengið hafa breytingum áorkað til hins betra,“ segir Guðrún Ögmundsdóttir, sem situr hér á Mokka ásamt ævisagnaritara sínum, Höllu Gunnarsdóttur. Á sextugsafmælisdegi félagsráðgjafans og fyrrum Alþingismanns- ins Guðrúnar Ög- munds dóttur koma út æviminningar hennar sem skráðar eru af Höllu Gunnarsdóttur, kollega Guðrúnar í baráttunni fyrir aukn- um réttindum kvenna. Kjartan Guðmundsson hitti stöllurnar á Mokka og spjallaði við þær um efnistökin, fjölskyldu sem teygist og litríkt lífshlaup innanlands sem utan. Ég velti því oft fyrir mér hvernig mínum börnum verður við að lesa sögu mömmu sinnar, og auð- vitað hlýtur það að vera sérstakt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.