Fréttablaðið - 02.10.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 02.10.2010, Blaðsíða 32
32 2. október 2010 LAUGARDAGUR 1996 DJÖFLAEYJAN LEIKSTJÓRN: FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON Þessi niðurstaða kemur mér nokkuð á óvart, því Sódóma hefur ekki beinlínis verið talin mjög listræn mynd í gegnum tíð- ina. Við gerð hennar var höfuð- áherslan lögð á skemmtanagild- ið. En mér þykir vænt um þessa mynd og hef alltaf haft mikla trú á henni,“ segir Óskar Jónas- son, leikstjóri kvikmyndarinnar sem kom best út í könnun Frétta- blaðsins, og bætir við að vin- sældir Sódómu meðal almenn- ings hafi ekki farið fram hjá honum síðustu átján ár. „Ég get óvíða farið án þess að fólk vitni í samtöl úr myndinni eða gauki að mér frösum, en það er bara skemmtilegt.“ Sódóma Reykjavík fjallar um lúðann Axel og leit hans að sjón- varpsfjarstýringu móður sinnar, sem leiðir hann um undirheima Reykjavíkur með kostulegum afleiðingum. Óskar segir hand- rit myndarinnar að hluta byggt á atvikum sem hann sjálfur lenti í og húmornum sem mynd- aðist meðal fólksins sem hann umgekkst á þessum tíma. „Ég var í hljómsveit og stund- aði næturlífið og upplifði ýmis- legt í svipuðum dúr og það sem gerist í myndinni. Hugmyndin var alltaf að fylgja Axel eftir í eina nótt, en það var ekki fyrr en á lokastigum að fjarstýring- in kom inn í dæmið. Mér þótti ákveðið tilgangsleysi í þessu ferðalagi aðalpersónunnar og datt í hug að fjarstýringin yrði gulrótin sem væri sniðugt að elta,“ segir Óskar, en téð fjar- stýring varð nokkuð ráðandi afl í söguþræði myndarinnar og varð meðal annars til þess að Sódóma hlaut titilinn Remote Control erlendis. Þar fékk myndin víðast hvar góða dóma, og nefna má að Entertainment Weekly gaf henni hæstu einkunn. Í dómi tímarits- ins sagði að Ísland, sem hingað til hefði verið best þekkt í heimi alþýðumenningarinnar fyrir tilgerðarlegar rokkhljómsveit- ir, reki af sér slyðruorðið með Remote Control. Óskar segir góðan anda hafa ríkt við gerð myndarinnar sum- arið 1991. „Það var mikið fjör og ég man eftir einu tilfelli þar sem seinka þurfti æfingu vegna þess að einhver var að sofa úr sér í Hverfissteininum. Ég nefni engin nöfn en sá aðili er vel þekktur í þjóðfélaginu í dag,“ segir Óskar. Af öllum litríkum persónum í Sódómu segir Óskar að sér þyki vænst um brjálæðinginn Brjánsa sýru, sem Stefán Sturla Sigur- jónsson túlkaði eftirminnilega. „Brjánsi var byggður á nokkrum kakterum sem ég hafði kynnst á skuggalegum börum borgarinn- ar. Við fórum í pílagrímsferðir til að hitta þessa aðila, hittum til dæmis þann sem Brjánsi er helst byggður á á Hlemmi. Hann var á spítti, veifandi hnífi og nýbúinn að brjóta bjórglas í andliti vinar síns, sem vildi ekki fara á slysa- varðsstofuna þrátt fyrir brot- ið kinnbein og innfallið auga. Á köflum leið manni ekki allt of vel í þessum vettvangskönnunum,“ segir Óskar og skellir upp úr. ÓSKAR JÓNASSON HEF ALLTAF HAFT MIKLA TRÚ Á SÓDÓMU7 8 9 10 1992 SÓDÓMA REYKJAVÍK LEIKSTJÓRN: ÓSKAR JÓNASSON 1983 NÝTT LÍF LEIKSTJÓRN: ÞRÁINN BERTELSSON 2010 MAMMA GÓGÓ LEIKSTJÓRN: FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON SÓDÓMA Leikstjórinn Óskar Jónasson með frummyndina af fuglinum sem síðar prýddi plakatið fyrir Sódómu Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Meira í leiðinniWWW.N1.IS / SÍMI 440 1000 Keppni í fyrstu umferð N1 deildar kvenna heldur áfram í dag. Við óskum stelpunum og stuðningsfólki þeirra góðrar skemmt- unar í vetur. Megi besta liðið vinna! Fram – Haukar Framheimili kl. 13:30 Fylkir – ÍBV Fylkishöll kl. 13:00 FH – HK Kaplakrika kl. 16:00 Grótta – Valur Seltjarnarnesi kl. 16:00 VELKOMIN TIL LEIKS!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.