Fréttablaðið - 02.10.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 02.10.2010, Blaðsíða 38
2 FERÐALÖG Bókin Borða, biðja, elska hefur notið mikilla vinsælda um allan heim und- anfarið og kvikmynd byggð á bókinni, með Juliu Roberts í aðalhlutverki, ætlar sömuleiðis að slá í gegn. Úrval Útsýn kynnir um þessar mundir sérstaka ellefu daga ævintýra- ferð til Indlands en ferðin er hugsuð í anda bókarinnar, fyrir konur sem vilja njóta lífsins og kynnast sjálfum sér og öðrum betur. Brott- farardagur er 27. janúar og farar- stjórar eru Bjargey Aðalsteinsdótt- ir og Þóra Guðmundsdóttir. Ég og eiginmaðurinn höfum ákveðið að segja kreppunni stríð á hendur og panta borgarferð sem er fyrirhuguð um miðjan mánuðinn. Við, eins og eflaust fleiri, erum komin með leiða á eilífu aðhaldi í fjármál- um og ákváðum að skrapa saman sparikrónunum og lyfta okkur aðeins upp. Ferðinni er heitið til Stokkhólms og kom aldrei annað til greina. Ég bjó þar í grenndinni sem barn og langar í raun ekki annað. Það skýrist þó ekki eingöngu af nostalgískri fortíðarþrá heldur líka af því að ég er að jafnaði nokkuð laus við það sem kallast útþrá og líður langbest heima hjá mér eða í það minnsta þar sem ég þekki til. Þá finnst mér satt best að segja alger óráðsía að láta sér detta það í hug að setjast upp í risavaxna áldós með vængjum og þeytast eitthvert út í buskann. Ég hef í raun aldrei skilið hvernig svona flugvélaferlíki virka og skvetti oftast duglega í mig til að komast í gegnum ferða- lagið, þá sjaldan ég læt mig hafa það að fljúga. Þessi hræðsla er engin ný bóla og hefur fylgt mér allt frá barnæsku. Eftir að ég varð mamma og hef fyrir eigin fjölskyldu að sjá hefur ástandið síður en svo batnað. En hvað um það! Við hjónin ætlum að gerast svo djörf að fljúga yfir hafið og hlökkum hvað sem öðru líður mikið til. Við ætlum að rölta um gamla bæinn, skoða konungshöllina, spóka okkur í lystigörðum, fara á Vasa-safnið, kíkja á bóhemana á Söder og borða eins og við getum í okkur látið. Þá er næsta víst að við heimsækjum H & M og ekki veitir af enda eru sokka- og nærfataskúffurnar orðnar heldur tómlegar eftir nokkurra ára einangrun á Íslandi. Stokkhólmur er án efa borgin mín enda kann ég því vel að þekkja til og geta gert mig skiljanlega. Vissu- lega hef ég séð örlítið meira af heiminum en hann heillar ekki á sama hátt. Ef ég tek upp á því að bregða mér út fyrir landsteinana á ný er ekki ólíklegt að Sví- þjóð verði enn og aftur fyrir valinu. Hugmyndaflug mitt nær ekki mikið lengra og það truflar mig ekki neitt. Það er þó aldrei að vita nema ég skelli mér ein- hvern tímann á flughræðslunámskeið og fari að kanna ókunn lönd og heimsálfur. Slík plön eru þó ekki komin á dagskrá. Vera Einarsdóttir skrifar HRÆÐSLUPÚKI Á FERÐ BORÐA, BIÐJA, ELSKA MEÐ ÚRVAL ÚTSÝN ferðalög kemur út mánaðarlega með helgarblaði Fréttablaðsins. Ritstjóri Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is Roald Viðar Eyvindsson roald@frettabaldid.is Útlit Arnór Bogason og Kristín Agnarsdóttir Forsíðumynd Nordicphotos/getty Pennar Emilía Örlygsdóttir, Júlía Margrét Alexanders- dóttir, Ragnheiður Tryggvadóttir, Vera Einarsdóttir, Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, Ljósmyndir Fréttablaðið Auglýsingar Bjarni Þór Sigurðsson bjarnithor@365.is [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ] ferðalög OKTÓBER 2010 S egja má að eldskírn allra fjallamanna sé að taka ver-tíð í Alpaklifri og þá er markið oftast sett á Mont Blanc, sem er hæsta fjall Vestur-Evrópu (4.810 m). Þar hafa Íslend-ingar síst verið eftirbátar annarra þjóða síðan um 1980, en oftast hafa ferðir þangað verið farnar í tengslum við Íslenska Alpaklúbbinn. Töluvert hefur færst í aukana að hinn almenni íslenski göngumaður fari í Alpana en það er tilkomið vegna hnúkatískunn-ar svokölluðu, því æ fleiri Íslendingar sækjast eftir að ganga á Hvannadals-hnúk,“ segir Jökull Bergmann, sem einn íslenskra fjallaleiðsögumanna hefur starfsleyfi og réttindi til að klífa fjöll með Íslendinga í Ölpunum. ÍSLENDINGAR HARÐASTIR AF SÉR FRAMHALD Á SÍÐU 6 Fjallgönguæði hefur gripið Íslendinga undan- farin misseri og æ fl eiri sem vilja spreyta sig á hrikalegustu fjöllum Alpanna, þar sem Mont Blanc hefur mest aðdráttarafl í upphafi . Jökull Bergmann fjallaleiðsögumaður fór með marg- an víkinginn á toppinn í sumar sem leið. París í nýju ljósi Sigríð-ur Björg Tómasdóttir kynnti sér hjólreiðamenninguna í höfuðborg Frakklands.SÍÐA 8 Veisla fyrir augu og eyru Hljómsveitin Hjaltalín heldur tónleika í Teater Grob leikhúsinu í Kaupmanna- höfn. SÍÐA 2 HITAKÚTAR OG OFNA H ljómsveitin Hjaltalín heldur tónleika í Kaupmannahöfn hinn 14. nóvember. Tónleik- arnir eru haldnir í tengslum við heimildarmyndahátíðina CPH:DOX sem fer fram dagana 4. til 14. nóvember og er sú stærsta sinnar tegundar í Skand- inavíu. Tónleikarnir fara fram í Teater Grob sem er lítið leikhús neðarlega á Nørre- brogade. Leikhúsið hefur verið starf- rækt í tíu ár en hefur ekkert fast hús- næði undir starfsemi sína og hefur því nokkrum sinnum flutt sig um set frá stofnun þess. Á meðal þeirra heimildarmynda sem sýndar verða á hátíðinni er íslenska myndin Backyard, en Hjaltalín er einmitt á meðal þeirra hljómsveita sem koma fram í myndinni. Tónleikar Hjaltalín verða á lokakvöldi hátíðarinnar og verð- ur vídeóverk eftir Sögu Sigurðardótt- ur og Hildi Yeoman frumsýnt við sama tækifæri. „Þar sem hljómsveitin kemur fram á kvikmyndahátíð eiga tónleikarn- ir að vera svolítið sjónrænir líka og þess vegna verður vídeóverk sýnt á tónleik- unum,“ segir Steinþór Helgi Arnsteins- son, umboðsmaður Hjaltalín. Leikhúsið er lítið og notalegt en er að sögn Stein- þórs sjaldan nýtt undir tónleikahald. Aðspurður segir Steinþór Dani vera gott fólk en viðurkennir að þeir geti verið erfiðir áhorfendur því illa gangi að fá þá til að sleppa fram af sér beislinu. „Það getur verið erfitt að koma Dönum í stuð. Ég veit ekki af hverju það er, ætli það liggi ekki í rótunum.“ Hjaltalín hefur áður haldið tónleika í Danmörku og segir Steinþór Kaup- mannahöfn skemmtilega borg þar sem nóg sé fyrir stafni að hafa. Hann segir hljómsveitarmeðlimi oftast nýta tæki- færið þegar þeir dvelji í landinu og heim- sækja vini og vandamenn sem búi þar. „Ég veit ekki hvort við munum hafa tíma til að skoða okkur mikið um í þetta sinn. Við verðum í Bretlandi deginum fyrir tónleikana þar sem hljómsveitin tekur upp tónlist fyrir útvarpsstöðina BBC 4 þannig þetta verður stutt stopp,“ segir Steinþór að lokum. Hægt er að kynna sér dagsskrá hátíðarinnar nánar á heimasíðu hennar www.cphdox.dk. - sm SPILA Í LITLU LEIKHÚSI Hljómsveitin Hjaltalín kemur fram á lokakvöldi kvikmyndahátíðarinnar CPH:DOX í Kaup- mannahöfn: Meðlimir nýta tækifærið og heimsækja vini og vandamenn. Kann vel við Dani Steinþór Helgi Arnsteinsson, umboðsmaður Hjaltalín, viðurkennir að erfitt sé að koma Dönum í stuð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Kaupmannahöfn er falleg borg þar sem nóg er fyrir stafni að hafa. NORDICPHOTOS/GETTY flugfelag.is Netið Þú færð alltaf hagstæðasta verðið á www.flugfelag.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.