Fréttablaðið - 02.10.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 02.10.2010, Blaðsíða 40
4 FERÐALÖG „Mér þykja margar borgir æðislegar en um þessar mundir stendur Miami á Flórída upp úr þeim öllum. Þar finnst mér ómissandi að vakna á sólríkum morgni og fara út að hlaupa, en hoppa svo í bikiníið og beint út á strönd og fara því næst í ljúffengan hádegismat á SushiZamba.“ BIKINÍ OG SUSHI Á MIAMI Jóhanna Vala Jónsdóttir fegurðardrottning „Litla borgin Montpellier í Suður- Frakklandi er mér mjög kær en þar bjó ég frá 2004 til 2005 og lærði frönsku mér til gamans í háskólanum,“ segir Valgerður Guðnadóttir sópransöngkona. „Það var skyndihug- detta að fara út og prófa eitthvað nýtt og eftir smá dvöl á litlu, skrýtnu og skemmtilegu hóteli fengum við íbúð með mörgum svölum og herbergjum. Þar bjuggum við saman í eins konar kommúnu, ég, syst- ir mín og kærasti og dóttir mín kom líka til mín.“ Montpellier er háskólabær, með litlum þröngum götum, sérhæfðum verslunum í miðaldastíl, mörk- uðum og miðbæ sem er skemmtilegur í laginu, eins og skjöldur. „Það er stutt niður á strönd og alltaf gott veður enda borgin í Suður-Frakklandi. Það er mjög gaman að vera ungur háskólanemi þarna eða eins og ég, að skreppa út til að láta gamla drauma rætast.“ ÆVINTÝRI Í MONTPELLIER Valgerður Guðnadóttir sópransöngkona Leik-, söng- og útvarpskonan Heiða Ólafs- dóttir er ekki í nokkrum vafa þegar hún er spurð að því hver uppáhaldsborgin hennar sé. „Það er án efa New York enda er borg- in engu lík,“ segir Heiða, sem bjó þar frá 2007 til 2009 og lærði leik- list í Circle in the Square Theatre School. Fjölbreytnin er það sem heill- ar Heiðu hvað mest. „Maður fer kannski sömu leið í lestinni á hverjum degi en sér alltaf nýtt og áhugavert fólk til að fylgjast með. Þá er hægt að fá allt sem hugur- inn girnist og borða hollt á öllum götuhornum eða verða sér úti um amerískan hamborgararass ef maður vill það frekar.“ Heiða bjó í fyrstu í Brooklyn innan um mikinn fjölda blökku- manna og var kölluð „snowflake“ enda skar hún sig úr með sitt ljósa síða hár. „Síðan flutti ég til Span- ish Harlem sem var mikil upplif- un en fékk svo tækifæri til að búa miðsvæðis á Manhattan, sem var tvímælalaust toppurinn. Heiða segir að sér hafi þótt gaman að kynnast fólkinu í borg- inni öðruvísi en sem túristi og fær reglulega heimþrá. „Ég hef einu sinni farið í heimsókn síðan ég flutti heim og ligg satt að segja á Netinu og skoða flug.“ Heiða á þó ekki heimangengt um sinn enda að fara að frumsýna Buddy Holly í Austurbæ í næstu viku. MEÐ HEIMÞRÁ TIL NEW YORK Heiða Ólafsdóttir leik- og söngkona Anna Kristjáns- dóttir vélstjóri bjó í nokkur ár í Stokkhólmi og heldur mikið upp á þá borg. Uppáhaldsborgin henn- ar er samt sem áður Hamborg í Þýskalandi. „Þangað er skemmti- legast að koma sem gestur,“ segir Anna sem hefur komið til Ham- borgar í nærri óteljandi skipti enda sigldi hún þangað aðra hverja viku í nokkur ár, og hefur auk þess einnig ferðast þangað á eigin vegum. Og hvað er það sem heillar? „Það er til dæmis skemmtanalífið og höfnin auk þess sem mikil saga fylgir borginni,“ svarar Anna. Hún viðurkennir að kannski sé fátt um að vera fyrir ferðamenn sem komi í miðri viku en þeir sem stoppi leng- ur geti til að mynda kíkt á fisk- markaðinn á sunnudagsmorgnum og farið út á lífið en skemmtanalíf- ið í borginni er fjölskrúðugt. „Þá er fjöldinn allur af skemmti- legum söfnum í borginni en borgar- minjasafnið er í uppáhaldi.“ Anna hefur ekki komið til Ham- borgar í nokkur ár en gæti vel hugsað sér að fara þangað aftur, sérstaklega í Gay Pride-gönguna. „Hún á að vera sér á parti í borg- inni. Þeir eru ekki með þetta teknó- dót sem er alls staðar annars staðar og fer í mínar fínustu,“ segir hún glettin. FISKMARKAÐUR Á SUNNUDAGSMORGNUM Anna Kristjánsdóttir vélstjóri TÍMI TIL AÐ LEYNAST, LIFA OG LEIKA Það er draumi líkast að geta horfi ð á vit ævintýra í ókunnri stórborg og fela sig meðal heimsborgara sem líða um framandi stræti, forvitnilegar byggingar og sýnishorn af útlenskri náttúru. Andrúmsloftið er áfengt af kitlandi forvitni og endalaus tækifæri til nýrra og spennandi upplifana. Ferðalög komust á snoðir um nokkrar af eftirlætisborgum valinkunnra ferðalanga. einn barnaís eða Stöð 2, Stöð 2 Bíó og Stöð 2 Extra kosta aðeins 229 krónur á dag í Stöð 2 Vild. Tryggðu þér áskrift í dag! FYRIR 229 KRÓNUR FÆRÐ ÞÚ: frábæra skemmtun í heilan sólarhring fyrir alla fjölskylduna 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 Auglýsingasími
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.