Fréttablaðið - 02.10.2010, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 02.10.2010, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 2. október 2010 5 Pakkhúsið Í Pakkhúsinu eru að öllu jöfnu þrjár sýningar í gangi í einu, fastasýning um sögu bæjar- ins, leikfangasýning og þema- sýning. Á sýningunni „Þannig var...“ er saga Hafnarfjarðar og nágrennis rakin frá landnámi til okkar daga með aðstoð sagn- fræðilegra texta, ljósmynda, teikninga, kvikmynda og fjölda muna sem glæða söguna lífi. Bungalowið Bungalowið var byggt sem íbúðar hús fyrir skosku bræð- urna Harry og Douglas Bookless árið 1918 en þeir ráku umfangs- mikla útgerð frá Hafnar firði á fyrri hluta 20. aldar. Eftir daga Bookless-bræðra tók Hellyer Bros Ltd. frá Hull við eignum fyrirtækisins og rak útgerð. Húsið var opnað eftir endurbæt- ur árið 2008 og er þar að finna sýningu um tímabil erlendu útgerðanna í Hafnarfirði. Sívertsenshúsið Sívertsenshúsið er elsta hús Hafnarfjarðar, byggt á árun- um 1803-1805 af Bjarna Sívertsen. Hann var mikill athafnamaður í Hafnarfirði á árunum 1794-1830 og rak þá útgerð, verslun og skipa- smíðastöð í bænum. Húsið hefur verið gert upp í upp- runalegri mynd og er þar sýnt hvernig yfirstéttar fjölskylda í Hafnarfirði bjó í byrjun 19. aldar, auk þess sem varpað er ljósi á merkilega sögu Bjarna Sívertsens og fjölskyldu hans. Beggubúð Í Beggubúð er verslunarminja- safn Byggðasafns Hafnar- fjarðar. Húsið,sem byggt var árið 1906, stóð áður við aðal- verslunargötu bæjarins en var flutt á lóð safnsins, gert upp og opnað sem sýningarhús árið 2008. Siggubær Erlendur Marteinsson sjó- maður byggði Siggubæ árið 1902. Dóttir hans, Sigríður Erlendsdóttir, var tíu ára gömul þegar hún flutti í húsið og bjó þar allt til ársins 1978, þegar hún fluttist á elli- og hjúkrunar- heimilið Sólvang. Bær hennar er varðveittur sem sýnishorn af heimili verkamanns og sjó- manns í Hafnarfirði frá fyrri hluta 20. aldar. Góðtemplarahúsið Góðtemplarahúsið, sem í dag- legu tali er kallað Gúttó, var byggt 1886 og þótti stórt, rúm- aði um 300 manns en þá bjuggu um 400 manns í Hafnarfirði. Góðtemplarahúsið var fyrsta eiginlega samkomuhús Hafn- firðinga og var lengi miðstöð allrar menningar í bænum. Í Góðtemplarahúsinu er að finna sýningar er snúa að íþrótta- og félagssögu Hafnarfjarðar. Strandstígurinn Á strandstígnum meðfram höfninni í Hafnarfirði er Byggðasafn Hafnarfjarðar með sýningaraðstöðu fyrir ljósmyndasafn sitt. Þar eru settar upp ljósmynda sýningar er varpa ljósi á dagleg störf og sögu fólksins sem bæinn byggði. Hafnarborg Hafnarborg varðveitir lista- verkasafn Hafnarfjarðar og er rekin af Hafnarfjarðarbæ. Í safninu eru þrír sýningarsal- ir auk sýningaraðstöðu í kaffi- stofu og í anddyri. Ár hvert eru um tuttugu myndlistarsýningar settar upp ísafninu. Tónleika- hald er stór liður í starfsemi Hafnarborgar og aðstaða er til ráðstefnu og fundarhalds. Upplýsingar um opnunar- tíma safnanna má finna á www.visithafnarfjordur.is Söfnin í firðinum Byggðasafn Hafnarfjarðar er minja- og ljósmyndasafn Hafnarfjarðarbæjar. Byggðasafn Hafnarfjarðar er með sýningaraðstöðu í nokkrum húsum. Hér eru taldar upp helstu bygg- ingarnar sem hýsa menningararf Hafnfirðinga. Pakkhúsið til vinstri og Sívertsenshúsið til hægri. Hafnarborg varðveitir listaverkasafn Hafnarfjarðar. Siggubær var byggður árið 1902.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.