Fréttablaðið - 02.10.2010, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 02.10.2010, Blaðsíða 52
 2. október 2010 LAUG-6 „Það kæmi sér vel ef barnið hefði skilning á þessum samn- ingi, en vissulega er ég farin að finna fyrir því að barnið vilji út. Ég fór reyndar viku fram yfir áætlaðan fæðingartíma þegar ég átti son minn fyrir sex árum og er því vongóð um að þetta barn láti líka aðeins bíða eftir sér,“ segir Fanney, sem ól son sinn í Pek- ing þar sem hún þá starfaði hjá íslenska sendiráðinu. „Sú fæðing endaði með keis- ara en okkur þótti viðeigandi að eignast íslenskan keisara í Kína og fjölga mannkyninu í fjölmenn- asta ríki heims. Ég var því ekkert að drífa mig of mikið heim,“ segir Fanney og skellir upp úr. Hún segist hafa séð fram á dauð- an tíma í september og ákveðið að gefa kost á sér í sjálfboðastarf- ið. „Ég er vön að hafa nóg að gera og hef enga þörf fyrir að hvíla mig, enda full vellíðunar, hress og kraftmikil fram á síðasta með- göngudag. Mér var falið að búa til kynningarefni fyrir söfnunina og lagði áherslu á að efla þátttöku framhaldsskólanema í söfnunni í ár, en í því fólst líka að halda sjálf kynningar í sumum þeirra. Ég veit því að samstarfsfólk mitt hjá Rauða krossinum hefur beðið og vonað að ég missti ekki vatnið í miðjum klíðum, og reyni að halda í mér eins lengi og þarf,“ segir hún kát. Fanney er friðarstyrkþegi Rot- ary-hreyfingarinnar, en styrkur- inn er veittur til meistaranáms í alþjóðamálum með sérstaka áherslu á friðarfræði og átaka- lausnir. Og hvað gera friðarfræð- ingar? „Þeir reyna auðvitað að bjarga heiminum og það má gera með ýmsum hætti,“ segir Fanney, sem var framkvæmdastjóri Kópa- vogsdeildar Rauða krossins um ára- bil og var í starfsnámi hjá Samein- uðu þjóðunum í New York. „Vinna friðarfræðinga fer einmitt fram hjá slíkum stofnunum, en einnig í friðargæslu, hjá stjórnvöldum og í einkageiranum, og markmið- ið er alltaf að stuðla að heimsfriði og leysa átök,“ segir Fanney, og í sjálfboðastarfinu nú reynir einmitt á þann skóla Fanneyjar. „Með því að ganga til góðs reyn- ir Rauði krossinn að bæta heim- inn. Nú er safnað fyrir fátækustu ríki Afríku, eins og hjálparstarf- ið í Malaví og í Síerra Leóne fyrir endurhæfingu barnahermanna, og reynt að byggja upp betra samfé- lag eftir mikil átök,“ segir Fanney, sem þrátt fyrir mikið annríki hefur einnig dúllað sér við að gera allt til- búið heima fyrir nýjasta fjölskyldu- meðliminn. „Vaggan, fötin og taubleiurnar bíða klárar heima og mikil tilhlökk- un að takast á við móðurhlutverkið. Keisari er ekki fyrir fram ákveðinn nú og það er skemmtileg áskorun að fara sjálf af stað og koma barninu í heiminn.“ thordis@frettabladid.is „Það kæmi sér vel ef barnið hefði skilning á þessum samningi, en vissulega er ég farin að finna fyrir að barnið vilji út,“ segir Fanney. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Framhald af forsíðu Framfarafélag Borgfirðinga heldur í dag kynningarfund á ylrækt. Þór- hallur Bjarnason, garðyrkjubóndi á Laugalandi, segir frá ylrækt í héraðinu og vannýttum möguleikum innan sem utan húss. Fundurinn fer fram í Logalandi og hefst klukkan 14. Mannlegt friðarmerki verður myndað á Klambratúni í kvöld klukkan 20. Sams konar friðar- merki eru mynduð um allan heim á þessum degi, fæðingar- degi Mahatma Gandhi. Klambratún verður vettvangur mannlegs friðarmerkis í kvöld klukkan 20 en þá ætlar fjöldi fólks með kyndla að raða sér upp í frið- armerki. Að myndun friðarmerkisins stendur fjöldi samtaka, meðal ann- ars Kvenfélagasamband Íslands, Samtök hernaðarandstæðinga, UNIFEM, UNICEF og fleiri. Sendiherra Indlands flytur ræðu og hægt verður að kaupa kyndla á staðnum á 500 krónur. Á síðasta ári tóku um 400 manns þátt og héldu blysum á lofti sem merki um ósk sína um heim án ofbeldis. Í fréttatilkynningu frá samtök- unum sem að framtakinu standa segir meðal annars: „Ofbeldi er grundvallarvandamál okkar tíma. Það er ekki aðeins líkamlegt og birtist í stríði og barsmíðum - það birtist einnig sem efnahags- legt ofbeldi, sálrænt, trúarlegt, kynferðislegt og kynþáttabundið ofbeldi.“ - rat Friðarmerki á túni FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N 400 manns mynduðu friðarmerkið á Klambra- túni fyrir ári. Í kvöld á að endurtaka leikinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.