Fréttablaðið - 02.10.2010, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 02.10.2010, Blaðsíða 62
 2. október 2010 LAUGARDAGUR10 Aðalskipulag Grindavíkur 2000 -2020 Bæjarstjórn Grindavíkur samþykkti þann 10. mars 2010 eftirtaldar tillögur að breytingum á aðalskipulagi Grinda- víkur 2000-2020: • Suðurstrandarvegur • Suðvesturlínur • Hesthúsahverfi við Dagmálaholt Tillögurnar voru auglýstar frá 19. nóvember til 24. desem- ber, með athugasemdarfresti til 30. desember 2009. Á þeim tíma bárust umsagnir og athugasemdir og hefur bæjarstjórn afgreitt athugasemdirnar og sent þeim sem þær gerðu umsögn sína. Samantekt athugasemda og niðurstöðu bæjarstjórnar má fi nna á heimasíðu Grindavíkurbæjar á slóðinni http://www.grindavik.is/v/6220 Aðalskiplagið hefur verið sent Skipulagsstofnun, sem hefur gert tillögu til umhverfi sráðherra um lokaafgreiðslu. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar Auglýsing um ráðuneytisstjóra nýs velferðarráðuneytis Auglýst er laust til umsóknar embætti ráðuneytis- stjóra nýs velferðarráðuneytis. Velferðarráðuneytið verður til við sameiningu heilbrigðisráðuneytisins og félags- og tryggingamálaráðuneytisins hinn 1. janúar 2011, sbr. lög nr. 121/2010, um breytingu á lögum um Stjórnarráð Íslands, nr. 73/1969, með síðari breytingum. Helstu verkefni nýs velferðarráðuneytis varða al- mannatryggingar, barnavernd, félagslega aðstoð, félagsþjónustu sveitarfélaga, heilbrigðisþjónustu á sjúkrahúsum og hjúkrunarheimilum, heilsugæslu, húsnæðismál, jafnréttismál, lyfjamál, lýðheilsumál, málefni aldraðra, fatlaðra, fjölskyldna og innflytjenda, skuldamál heimilanna og vinnumarkaðsmál. Þá heyra undir ráðuneytið stofnanir velferðarráðuneytisins og undirbúningur og gerð lagafrumvarpa og reglugerða í fyrrgreindum málaflokkum. Gerð er krafa um háskólamenntun sem nýtist í starfi ásamt þekkingu og reynslu á verkefnasviði hins nýja velferðarráðuneytis. Áhersla er lögð á stjórnunar- reynslu ásamt færni í mannlegum samskiptum. Jafn- framt er gerð krafa um góða tungumálakunnáttu auk hæfni til að tjá sig í ræðu og riti. Einnig er mikilvægt að viðkomandi hafi þekkingu og reynslu á sviði opin- berrar stjórnsýslu. Skipað verður í starfið hið fyrsta og mun ráðuneytisstjórinn taka við embætti 1. janúar 2011. Fram til þess dags er nýtt ráðuneyti hefur starf- semi mun nýr ráðuneytisstjóri vinna að sameiningu ráðuneytanna með verkefnisstjórn. Um laun og önnur starfskjör fer samkvæmt ákvörðun kjararáðs, sbr. lög nr. 47/2006, með síðari breyting- um. Upplýsingar um starfið veita Böðvar Héðinsson, skrif- stofustjóri í félags- og tryggingamálaráðuneytinu (bodvar.hedinsson@fel.stjr.is) og Sigurjón Ingi Haraldsson, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu (sigurjon.ingi. haraldsson@hbr.stjr.is). Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfs- feril sendist á postur@vel.stjr.is eigi síðar en 13. október 2010. Reykjavík, 28. september 2010 Félags- og tryggingamálaráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið Sveitarfélagið Ölfus Óveruleg breyting á Aðalskipulagi Ölfuss, 2002-2014 frá 4. janúar 2005, við Arnarbæli. Auglýst er í samræmi við 2. mgr. 21. gr. skipulags- og bygging- arlaga nr. 73/1997. Breytingartillagan tekur á frístundasvæði, merkt F17, við Arnarbælistorfuna, á aðalskipulagi, er breytt í landbúnaðarsvæði. Skipulagsstofnun hefur yfi rfarið tillöguna og telur hana óverulega og hún falli að 2. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga. Umhverfi sráðherra hefur yfi rfarið gögnin og gerir ekki athugasemd að tillagan verði auglýst sem óveruleg breyting í 3 vikur. „Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss samþykkir að fara í óverulega breytingu á aðalskipulagi, 2002-2014, skv. 2. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m. sbr. á umræddu svæði. Rökin eru byggð á að aðliggjandi land er fl okkað sem landbúnaðarland og ekki er ástæða til að taka hluta af landinu og merkja það sérstaklega fyrir frístundabyggð. Heimilt verði að vera með frístundahús áfram á svæðinu og einnig að heimila lögheimili. Grenndarkynning hefur farið fram með eigendum landsins og hafa allir samþykkt breytingu á landnotkun, fella nið- ur merkinguna F17 og setja inn landbúnaðarland, enda skerðist ekki afnotaréttur þeirra sem fyrir eru, að landinu. Sveitarstjórn Ölfuss lýsir því yfi r að hún taki að sér að bæta það tjón sem einstakir aðilar kunna að verða fyrir við breyting- una og kemur sá texti inn á aðalskipulagsuppdráttinn“. Auglýsingin er til sýnis í Ráðhúsi Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn, á skrifstofutíma, frá 2. október 2010 til 23. október 2010. Þeim sem vilja gera athugasemd við breytinguna, skulu senda umsögn sína til skipulags- og byggingarfulltrúa, Ráðhúsi Ölfuss, með fresti til 23. október 2010. Sigurður Jónsson, skipulags- og byggingarfulltrúi Sveitarfélagsins Ölfuss. LÖGFRÆÐINGUR Iðnaðarráðuneytið auglýsir eftir lögfræðingi til starfa á skrifstofu orkumála. Skrifstofa orkumála hefur yfi rumsjón með framkvæmd laga og reglna á sviði orkumála. Undir skrifstofuna falla m.a. grunnrannsóknir á orkulindum, nýting orku og starfsemi orkufyrirtækja. Þá fer skrifstofan með málefni varðandi rannsóknir og nýtingu á jarðrænum auðlindum á landi og á hafsbotni. Málefni Orku- stofnunar, Íslenskra orkurannsókna og Orkusjóðs falla undir skrifstofuna. Jafnframt annast skrifstofan erlend samskipti á sviði orkumála. Helstu verkefni lögfræðings á skrifstofu orkumála eru stjórnsýsluverkefni tengd lögum og reglum á orku- og auðlindasviði auk þátttöku í stefnumótun og undirbún- ingi löggjafar á orku- og auðlindasviði. Í starfi nu felst m.a. þátttaka í alþjóðlegu samstarfi m.a. að því er varðar mótun og innleiðingu gerða er heyra undir EES-samninginn. Menntunar- og hæfniskröfur: • Embættis- eða meistarapróf í lögfræði. • Þekking og starfsreynsla í opinberri stjórnsýslu. Starfi ð krefst: • Færni og lipurðar í mannlegum samskiptum. • Góðrar íslensku- og enskukunnáttu og færni í að tjá sig í ræðu og riti. • Frumkvæðni, sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni. Um er að ræða fullt starf og eru launakjör samkvæmt kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins og fjármálaráðherra. Nauðsynlegt er að viðkomandi geti hafi ð störf sem fyrst. Karlar, jafnt sem konur, eru hvattir til að sækja um starfi ð. Nánari upplýsingar veita Kristján Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóri, og Guðjón Axel Guðjónsson, skrif- stofustjóri, í síma 545 8500. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu berast iðnaðarráðuneytinu, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, eða í tölvupósti á póstfangið postur@idn.stjr.is eigi síðar en 15. október nk. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Tilkynning Atvinna Tilkynning ÓSKAR EFTIR AÐ RÁÐA VERKEFNISSTJÓRA Starfið: • Umsjón með Vaxtarsamningi Austurlands • Verkefni er lúta að almennri framþróun í atvinnu- greinum og samstarfsverkefnum fyrirtækja, sveitarfélaga og stofnana • Þátttaka í samstarfsverkefnum á landsvísu og alþjóðavísu • Ráðgjöf við gerð viðskipaáætlana Hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsnám er kostur • Tungumálakunnátta; góð enskukunnátta, norður- landamál er kostur • Góð tölvukunnátta og reynsla í notkun Excel líkana • Góðir samskiptahæfileikar gagnvart samstarfsfólki og viðskiptavinum • Brennandi áhugi á starfsemi Þróunarfélags Austur- lands Um er að ræða krefjandi starf þar sem áhersla er lögð á skipulögð vinnubrögð og árangur í starfi. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúin að takast á við spennandi verkefni. Viðkomandi þarf að hafa frum- kvæði og geta unnið sjálfstætt. Í umsóknum þurfa að koma fram ítarlegar upplýsingar um menntun og fyrri störf. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum svarað. Nánari upplýsingar veitir Hafliði H. Hafliðason, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Austurlands í síma 899 9599 eða haflidi@austur.is Umsóknir berist Þróunarfélagi Austurlands, Miðvangi 2-4, 700 Egilsstöðum, merktar “Verkefnisstjóri - umsókn” fyrir 20. október nk. eða sendist í tölvupósti á haflidi@austur. is merkt “Verkefnisstjóri - umsókn”. Þróunarfélag Austurlands vinnur á breiðum grunni að framþróun í atvinnulífi og jákvæðri samfélagsþróun á Austurlandi. Megin viðfangsefnið er að vinna að eflingu atvinnulífs og samkeppnishæfni byggðarlaga á Austurlandi og standa í þeim tilgangi að víðtæku þróunarstarfi í landshlutanum. Starfsstöð- var Þróunarfélags Austurlands eru á Egilsstöðum og Reyðarfirði. Þá er það markmið Þróunarfélagsins að hafa ávallt innan sinna vébanda stóran hóp félagsmanna samsettan af fyrirtækjum, sveitarfélögum, stofnun- um og öðrum aðilum og leggja áherslu á að rækta við þá gott samstarf. Sjá nánar www.austur.is Þróunarfélag Austurlands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.