Fréttablaðið - 02.10.2010, Blaðsíða 75

Fréttablaðið - 02.10.2010, Blaðsíða 75
5vín&veisla Salat hússins með heitreyktri villigæsabringu V illibráð býður upp á enda-lausa möguleika og bara spurning um að opna hug- ann og leika sér með hráefnið. Við erum svolítið föst í því sem við höfum alltaf gert, en villibráð er ekki bara forréttur eða aðalrétt- ur, heldur frábær kostur í salat, samlokur og tortillur. Þá er gott að nota sætt mangósalat með á móti reyknum í kjötinu, segir Jóhann Jónsson eigandi Ostabúðarinnar sem að þessu sinni gefur lesend- um uppskrift að lostætum forrétti sem smakkast unaðslega með góðu rauðvíni. Jóhann er veiðimaður af Guðs náð, en segist ekki mundu gera annað en að skjóta ef í hans hlut kæmi að afla matar í búð sína; slík sé eftirspurnin. „Á sumrin koma til mín útlend- ingar og biðja um villibráð á sam- lokurnar sínar, en það er vissu- lega dýrara hráefni en salami. Þeir láta verðið þó ekki stoppa sig í þeirri bragðupplifun, en Íslending- ar hafa ekki enn komist á bragð- ið og spurning hvort þeir viti nógu vel af þessum óvæntu útfærslum á lokurnar sínar,“ segir Jóhann sem einnig er farinn að grilla gæsa- bringur með ljúffengum árangri. „Það er dálítil kúnst, en algjört sælgæti ef það er rétt gert og þess gætt að grilla á vægum hita þar sem kjötið er nánast fitusnautt.“ Hann segist sjálfur hafa alist upp á fjölbreyttri villibráð í for- eldrahúsum í Borgarnesi. „Þar fórum við bræðurnir ungir á veiðar með pabba og fyrsta fugl- inn skaut ég tólf ára með byssu sem var lengri en ég. Þetta þótti sjálfsagt í þá daga, þótt ég kærði mig ekki um að láta tólf ára son minn skjóta sér bráð í dag. Hins vegar felst mikil forvörn í því að leyfa börnum að koma með á veið- ar, þar sem þau læra að umgangast þetta og gera betur í framtíðinni,“ segir Jóhann sem er einn þriggja bræðra í sjö systkina hópi. „Ég smitaðist strax af veiðibakteríunni og fór með pabba á rjúpu, gæs, önd, svartfugl og allan pakkann. Bráðin var svo borðuð heima og á haustin undantekningarlaust fyllt, sviðin gæs á sunnudögum, en það er matur sem mamma þolir ekki í dag, enda hálfgerður viðbjóður, sviðin með olíulömpum. Þarna var bara allt nýtt úr náttúrunni, enda sjö svanga barnsmunna að metta og þá veitt til matar í búrið,“ segir Jóhann sem enn veiðir mest á Vest- urlandi, þar sem hann þekkir fjöll- in vel. Veitt til að seðja sjö svanga barnsmunna Um þessar mundir koma veiðimenn færandi hendi með dýrindis villibráð úr íslenskri náttúru. SKAPANDI Jóhann nýtir villibráð á nýstárlegan máta. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI UHMMM! Ein af lífsnautnum tilverunnar er að njóta góðs matar og prófa eitthvað nýtt. SMÁRÉTTA NOTIÐ MEÐ VÍNI Antipasto er upprunalegur forréttur ítalskrar máltíðar en orðið má þýða sem „á undan máltíð“. Hans er notið með drykk áður en borðhald hefst, oft áður en gestir setjast. Antipasto getur innihaldið ýmislegt en þó oftast þunnt skorna hráskinku, kryddpylsur, oft reyktar eins og pepperoni, osta og ólífur og saltar flögur. Marinerað grænmeti, svo sem tómata, er að finna á diskinum og er ólífuolíu gjarnan hellt yfir. Ekki er ætlast til að gestir borði sig sadda af antipasto, réttinum er ætlað að vekja bragðlaukana og rétt seðja sárasta hungrið áður en sest er til borðs. FR É TT A B LA Ð IÐ /V A LL I Blandað salat Niðursneidd villi- gæsabringa Ristuð graskersfræ Parmesan-ostur Basilolía Salt og pipar Hindberjavinagrette Að heitreykja gæs, er dáltíð flókið, að sögn Jóhanns, en það er gert í sértilgerðum reykkassa sem knúinn er af gasspíssum. Þá eru hreinar gæsa- bringur látnar liggja í grófu salti í klukkutíma, en síðan skolaðar og kryddaðar eftir smekk hvers og eins. Jóhann mælir með timian, ör- litlu rósmarín, fennel og sykri til móts við saltið. Bringurnar eru þá settar í reykkassa í 12- 20 mínútur, en í raun þarf hver og einn að finna út rétta tímann, þar sem reykkassar eru mismunandi í stærð og vinnslu. Dalahringur er nýr og bragðmildur hvítmygluostur. Lögun ostsins gerir það að verkum að hann þroskast hraðar en aðrir sambærilegir mygluostar á markaðnum. Gríptu með þér Dalahring í næstu verslun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.