Fréttablaðið - 02.10.2010, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 02.10.2010, Blaðsíða 86
38 2. október 2010 LAUGARDAGUR Margir eyða lunganum úr deginum í vinnunni, við skrifborðið og fyrir framan tölvuna. Sigríður Björg Tómasdóttir leit í heimsókn á vinnustaði fjögurra einstaklinga sem fást við ólíka hluti og hafa allir skipulagt umhverfi sitt eftir sínu höfði. Hitt heimilið ENDURSPEGLAR HUGANN „Ég veit hvar allt er hérna, en það gæti líklega enginn annar gert það,“ segir Goddur, prófessor við Lista- háskóla Íslands. „Ég hef sankað að mér bókum og þær eru hér í hillunni fyrir aftan mig, mér finnst gott að grípa í þær. Einnig til dæmis bækur um leturgerð, þó að ég noti netið líka. Umhverfi mitt endurspeglar algjörlega hvernig ég hugsa, og þannig er innihaldið í tölvunni minni einnig skipulagt. Enda held ég að enginn myndi rata hér eins og ég.“ Myndir prýða veggi vinnustofunnar og styttum héðan og þaðan er raðað á hillu. „Þær hafa sumar bara endað þarna,“ segir Goddur, sem vinnur ekki alltaf á vinnustofunni sinni – en þó oftast. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HUGMYNDIR KVIKNA Í HEIMILISLEGU UMHVERFI „Við vildum gera húsnæði fyrirtækisins heimilislegt, þannig væri það ekki dæmigert skrifstofuhúsnæði. Við innréttuðum einnig mikið með notuðum húsgögn- um, sem við fundum til dæmis í Góða hirðinum,“ segir Svanhildur Sigurðardóttir hjá Auði Capital. Svan- hildur vann mikið með innanhússhönnuði fyrirtækisins, Hönnu Stínu. „Það er alveg magnað hvað fundir í litla fundarherberginu verða til dæmis öðruvísi en hefðbundnir fundir, það kvikna öðruvísi hugmyndir í svona heimilislegu umhverfi,“ segir Svanhildur, sem situr ásamt Guðlaugu Kristínu Pálsdóttur og Þórönnu Jónsdóttur í heimilislegu afdrepi fyrirtækisins. Til að undirstrika heimilislegan anda á skrifstofunni hefur myndum af börnum og barnabörnum starfsmanna fyrirtækisins verið komið fyrir í móttökunni, gestum og gangandi til ánægju. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HELDUR UPP Á HANDBÆKUR „Þetta er gömul skrifstofa eins og sést,“ segir Eiríkur Blöndal, framkvæmda- stjóri Bændasamtakanna. „Hér eru margir munir sem fylgt hafa samtökunum um skeið, til dæmis brjóstmynd af Sigurði Sigurðarsyni, fyrrverandi búnaðarmálastjóra, og Sleipnisbikarinn sem veittur hefur verið fyrir besta íslenska kynbótahrossið síðan 1947. Þessir hlutir fara vel hér ásamt listaverkum dóttur minnar og ýmsu öðru. Gögnin sem ég nota eru nú aðallega í tölvunni, en ég vinn líka með málsskjöl og gögn sem ég raða í möppur og hef við hendina. Ég held líka upp á handbækur og er með talsvert af þeim,“ segir Eiríkur, sem kveðst ekki vera alveg jafn mikill snyrtipinni og myndin gefur til kynna, yfirleitt sé borðið hans þakið gögnum í litlum bunkum. „En ég finn alltaf það sem ég þarf.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÚTSÝNI YFIR ARNARHÓL „Það er frábært að fylgjast með mannlífinu á Arnarhóli,“ segir Regína Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands, sem getur ekki kvartað yfir útsýninu úr skrifstofunni sinni. „Áður sá ég yfir tónlistarhúsið og fylgdist með því í hruninu þegar framkvæmdir nær stöðvuðust. Nú horfi ég yfir hólinn og get vottað að hann er mikið notaður.“ Skrifstofa Regínu er snyrtileg og skipulögð, er það venjan? „Ég er skipulögð en yfirleitt þekja nú staflar af skjölum borðið,“ segir Regína, sem er að fara að vinda sér í vinnu við næstu peningamál Seðlabankans. „Gögnin sem ég vinn með eru flest í tölvunni,“ segir Regína, sem safnar aðallega í hillur hagfræðiritum, gömlum Peningamálum Seðlabankans og á veggi listaverkum dætranna. Á skrifstofunni er líka að finna minjagrip frá veru Regínu í Gvæjana. „Samuel Hinds, forsætis- ráðherra Gvæjana, gaf mér þennan platta þegar ég lauk störfum fyrir Sameinuðu þjóðirnar þar í landi.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI LAGERHREINS UNA ðeins í BYKO Breidd Lýkur á sunn udag!afsláttur Mikill Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.