Fréttablaðið - 02.10.2010, Blaðsíða 105

Fréttablaðið - 02.10.2010, Blaðsíða 105
LAUGARDAGUR 2. október 2010 57 Yoko Ono, ekkja Bítilsins Johns Lennon, ákvað að búa áfram í Dakota-byggingunni í New York vegna þess að hún telur anda hans vera þar á sveimi. Lennon var myrtur fyrir utan bygg- inguna árið 1980 af brjáluðum aðdáanda. „John er enn þá hér. Straumarnir sem hann skildi eftir sig, staðirnir sem hann snerti. Skoðið bara DNA-leifarn- ar. Það er allt til staðar,“ sagði Ono. Hún var gagnrýnd harð- lega fyrir að halda áfram að búa þarna eftir að hann dó. „Þetta voru kynþátta- og kynjafor- dómar: „Við hvíta fólkið gætum aldrei gert þetta – búið á staðnum þar sem einhver nákominn dó,“ sagði hún um ummælin sem hún heyrði. Andi Lennon enn á sveimi ONO OG LENNON Yoko Ono ásamt John Lennon skömmu áður en hann var myrtur. „Við erum bara ótrúlega glöð og þakklát,“ segir Víkingur Kristjánsson, meðlimur í Vesturporti sem ásamt Borgarleikhúsinu hlaut Evrópsku leiklistarverðlaunin í gær fyrir leiksýninguna Faust. Evrópsku leik- listarverðlaunin eru með þeim virtari í bransanum. Í hópi fyrri verðlaunahafa má nefna Peter Brook, Tinu Bausch og Harold Pinter. Víkingur var staddur í London í gær þar sem hann hefur verið Gísla Erni Garðars- syni til halds og trausts vegna frumsýn- ingar Faust í Young Vic-leikhúsinu í gær- kvöldi. Hann segir að verðlaunin hafi komið aðstandendum sýningarinnar algjörlega á óvart. „Við höfðum ekki hugmynd um þetta fyrr en daginn sem við fengum símtalið um að sýningin hefði unnið til þessara verð- launa.“ Víkingur telur líklegt að verðlaunin komi til með að opna fleiri dyr fyrir Vestur port úti í heimi. „Okkur hefur gengið vel og finnum fyrir miklum áhuga og velvild, til dæmis í sambandi við frumsýningu Faust hér í London, og mér finnst líklegra en ekki að þessi verðlaun eigi bara eftir að kynda undir því.“ Víkingur flýgur heim í dag til að vera viðstaddur frumsýningu kvikmyndarinn- ar Brims í kvöld. „Það er feykinóg að gera hjá okkur um þessar mundir, en við gefum okkur væntanlega tíma til að fagna þessum árangri með því að skála í kampavíni við fínt fólk.“ - bs Vesturport skálar í kampavíni við fínt fólk ÚR FAUST Verðlaunauppfærsla Vesturports og Borgarleikhúss- ins var frumsýnd í London í gær. Söngvarinn og leikarinn Justin Timberlake hefur lýst því yfir að ný tónlist sé ekki á dagskrá hans á næstunni. Í nýlegu viðtali gríp- ur Timberlake í rándýra myndlík- ingu til að útskýra mál sitt. „Málar listamaður málverk vegna þess að hann verður að skila því 21. desember? Nei. Það gerir hann ekki. Það gerist þegar andinn kemur yfir hann,“ sagði Timberlake. „Ég hætti aldrei að gera tónlist. Ég veit ekki hvað ég á að segja þér – ég er ekki viss hversu mikið ég vil helga mig tón- listarbransanum. Í stuttu máli er ég að segja að ég veit ekki hvenær ég veit hvað ég vil gera. Og þang- að til veit ég ekkert.“ Timberlake þykir standa sig vel í hlutverki sínu í kvik- myndinni The Social Network, sem segir frá fyrstu árum samskipta- síðunnar Facebook. Ný tónlist ekki á dagskrá VEIT EKKERT Timberlake er ekki viss um hvort hann vilji gera mikið af tónlist í framtíðinni. Rapparinn Kanye West hefur gefið aðdáendum sínum eitt lag á hverj- um föstudegi að undanförnu. Hann hætti við það síðasta föstudag eftir að lag af væntanlegri plötu hans lak á Netið án hans samþykk- is. Hann er sérstaklega óánægð- ur því lagið sem lak út var ekki fullklárað. „Það er ömurlegt að vita til þess að einn hakkari geti eyðilagt fyrir öllum. Mér finnst frábært að eyða ári í að ljúka við lögin mín og bjóða ykkur upp á þau um leið og þau eru tilbúin,“ sagði West. „Fyrst ég gef lögin mín í hverri viku hefði ég haldið að enginn myndi leggjast svo lágt að leka ókláruðu lagi af plötunni minni á Netið.“ Platan er væntan- leg í nóvember en West hefur ekki enn ákveðið hvað hún á að heita. Síðasta plata hans, 808´s & Heartbreak, kom út fyrir tveimur árum. Óklárað lag á Netið KANYE WEST Rapparinn er brjálaður yfir því að lagi af plötunni hans var lekið á Netið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.