Alþýðublaðið - 23.08.1923, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 23.08.1923, Blaðsíða 1
G-efið tSf: aff AlþýGnflokknum 1923 Fimtudagicrj 23 ágúst. 191. tölublað. Steieolíiieinkasalan. Hoimsmnrkaðurinn. Steinolíuverzlunin úti í heimi hefir síðasta aldarhelminginn eins og verzlun með ýmsar aðrar vörur fario úr samkep'pnishammim yfir í verzlunar- og framleiðsluhringa, sem eru að verða einráðlr á markaonum. Pyrstu sporin verða rakin til sambræðslufélags Rocke- feilers Standard Oil Co. 1872 og 1882. Þessum mikla olíuhring tókst fyrst að leggja undir sig steinolíuverzlunina í Vesturhéimi,, svo að 1904 hafði hann 85% af veltunni og var því einráður þar. Síðan flutti hann valdsvið sitt yfir til Norðurálfu og kúgar á árunum 1896, 1906 og 1912 öll helztu félög þar undir sig eða til þess að láta þau , lönd atskiftalaus, er hann verzlaðí við. Fyrir stríðið var olíuverzlunin í heiminum því um það bil að komást á þrjár hendur, Standard Oil í Ameríku og Evrópu, utan Rússlands, Royal Dutch Shell, ensk-hollenzkt fólag, sem bafði mest alia Kyrrahafs- verzlunina, og E. P. U." sem hafði riíssneskar og riímenskar olíulindir, en öll þessi fólög veizluðu þá hvert á sinu svæði. Ehn fremur má nefna Burmah Oil Co. sem var æðistórt félag, en óháð. í striðinu breyttist þetta þannig að Shéllfélagiö, sem þá var aðal- iega enskt, komst yfir mjög miklar olíulindir víða og tók að færa sig til Norðurálfunnar. Standard Oil stóð svo að segja í stað. Rúss- nesku oiíulíndimar komust undir Sovjetstjórnina, og afurðir þeirra, urðu ekki til sölu utan Rússlands. Aftur á móti tók enska stjórnin í kyrþey að mynda stórfelt stein- olíufélag, Anglo-Persian 60., og lagði til 2/3 hlutafjái. Þetta félag er sameign stjórnarinnarogBurrnah Oil og svo einstakra hlutafjáreig- enda. Hefir það lagt undir sig L ö g t a k. Öii ógreidd erfðafestugjöld, sem féllu í gjalddaga 1. október eg 31. dezsmber 1922, verða tekin Iögtaki að 8 dögum liðnum frá birt- ingu þessarar auglýsingar, et ekki eru gerð skil innan þess tíraa. Bæjarfógetinn í Reykjavík'21. ágúst 1923. Lárus Jóhannesson settur. Frí kirk jan. Safnaðargjoid til Fríkirkjunnar eru fallin í gjalddaga; eru þvi safnaðarmenn héi með beðnir að greiða þau sem fyrst. Stjdrnin. mestan hluta olíulindanna í Pereíu, Litlu-Asíu, Macedoníu og miklar lindir í Rúmeníu, Columbíu, Ar- gentínu, Mexico og víðar. Hefir Það verið rekið af svo miklum dugnaði, að nu má telja það hafa ótákmarkaðar olíulindir og fjárafl og vera einn hinna þriggja miklu steinolíuhringa, sem öliu ráða um olíuframleiðslu og olíuverð á heims* markaðnum. Starfa vib það sjálft 60 — 80 þús. manns og undirfélðg þess eru víðs vegar um heim. Nýjasta oliuhreinsunarstöð þess í Llandarcy , á Englandi getur íull- nægt helmingi olíuþarfar Englands og kostaði hún 90 milij. kr;, en auk hennar eru hreinsunarstöÖvar víða annars staðar, og jafnvel helmingi stærri, einB og í Abadan. Standard Oil og Shellfélagiö eru fjárhagslega óháð hvort öðru, en samband er talið að vera milli þeirra. Anglo-Persian er aft- ur á móti beint gegn þessum hringum með það fyrir^ugum, að það geti fullnægt þörfum Breta- veldis og haldið verðinu niðri. Bardagaaðferð Standard Oil á Sðngæfing barnaskólabarna verður föstu- dag 24. þ. m. í barnaskól- anum kl. 6 síðdegis. móti minni félögum var sú að lækka verðið í bili tii þess - að kúga þau, en við Bterkari félögin kaupa upp hlutina. Hvorugu þessu getur það beitt gegn Anglo-Persian, sem er jafnoki þess. Yonin um að steinoliuverð geti haldist skaplegt í heiminum er því undir þrí komiu að Anglo-Persian nái sem víö- ast til. (Frh.) Eéðinn Valdimarsson. Þjbðnýtt skipulag á framleiðslu og verelun í stað frjálsrar og sJcipúlagsluusrar fratnleiðslu qg verdunar í höndum abyrgðarlausra einstaklinga.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.