Fréttablaðið - 02.10.2010, Blaðsíða 118

Fréttablaðið - 02.10.2010, Blaðsíða 118
70 2. október 2010 LAUGARDAGUR Bandaríski leikstjórinn Jim Jarm- usch, heiðursgestur Riff-hátíðar- innar, var í miklu stuði er hann sat fyrir svörum í Háskólabíói á fimmtudagskvöld. Þar hermdi hann eftir ítalska leikaranum Roberto Benigni og bandaríska rapparanum RZA við mikil hlátra- sköll. Að því loknu fór Jarmusch á Kaffibarinn í rokkabillípartí og því næst lá leið hans á Boston. Með í för var fólk með ágæta reynslu úr íslensku skemmtanalífi: þau Krummi í Mínus, Kolfinna Bald- vinsdóttir og Friðrik Þór Friðriks- son leikstjóri. Einnig var með í för Wendy Mitchell, blaðamaður bandarísku kvikmyndasíðunnar Screendaily.com. Kvöldið endaði svo á Bakkusi, þar sem meðlim- ir Sigur Rósar skemmtu sér með Jarmusch langt fram á nótt. Áður en spurninga- flóðið í Háskólabíói hófst hittust erlendir kvikmyndagerð- armenn og blaða- menn í Sjóminjasafninu þar sem plokkfiskur var í boði sem Jarmusch fúlsaði við, enda grænmetis æta. Í stað- inn saddi hann sárasta hungrið með hnausþykkum Guinness-bjór síðar um kvöldið. Leikstjórinn ræddi næsta verkefni sitt, heim- ildarmynd um hljómsveit- ina The Stooges, sem spilaði einmitt í Hafn- arhúsinu fyrir fjór- um árum. Jarmusch er búinn að taka upp sjö klukkutíma af viðtölum við forsprakkann Iggy Pop en sveitin er í miklu uppáhaldi hjá honum. - fb PERSÓNAN Finnur Ragnarsson Aldur: 29 ára. Starf: Hljóð- maður. Fjölskylda: Kærastan heitir Harpa Dögg Kjartansdóttir og þau eiga glænýja tvíbura. Foreldrar: Ragnar Hólmarsson leiktjaldasmiður og María Finns- dóttir leikskólakennari. Búseta: Laugardalurinn í Reykja- vík. Stjörnumerki: Hrútur. Finnur Ragnarsson var hljóðmaður á tónleikaferð bresku hljómsveitarinnar Placebo um heiminn. Jarmusch djammaði með Íslendingum FÖNGULEGUR HÓPUR Jim Jarmusch kynntist reykvísku næturlífi með aðstoð valinkunnra einstaklinga á borð við Friðrik Þór Friðriksson og Kolfinnu Baldvins- dóttur. Fjölmiðlakonan Brynja Dögg Frið- riksdóttir er tilnefnd til bresku Royal Television Society verðlaun- anna í nóvember fyrir útskriftar- verkefni sitt. Brynja Dögg og sam- starfskonur hennar eru tilnefndar í flokknum Best Current Affairs Programme og keppa þar við risa á borð við sjónvarpsstöðvarnar BBC og ITV. „Þetta er gríðarleg viðurkenn- ing mundi ég segja, sérstaklega þar sem þetta er verkefni sem við unnum fyrir skólann og höfðum úr litlu fjármagni að moða á meðan þeir sem við keppum við höfðu bæði úr meira fjármagni og mann- skap að spila,“ segir Brynja Dögg sem stundar meistaranám í heim- ildarmyndagerð við University of Salford í Manchester. Myndin fjallar um fátækt í borginni og segir Brynja Dögg hugmyndina komna frá samstarfs- konu sinni. „Hugmyndin að mynd- inni kemur einna helst til þannig að leikstjórinn komst að því að til eru samtök í borginni sem hafa staðið fyrir matargjöfum til fátækra allt frá því í lok 19. aldar. Þessi samtök eru í hjarta borgar- innar innan um fínar verslanir og banka. Þannig að það eru gríðar- legar andstæður þarna,“ segir Brynja Dögg, sem vonar að mynd- in veki fólk til umhugsunar. Brynja Dögg starfar á RÚV og segist þegar vera búin að fá frí í vinnunni til að geta verið viðstödd verðlaunaafhendinguna. „Ég veit ekki hversu oft maður fær slíkar tilnefningar á lífsleiðinni þannig ég ætla að skella mér,“ segir hún að lokum. - sm Brynja Dögg keppir við BBC MIKILL HEIÐUR Heimildarmynd eftir Brynju Dögg Friðriksdóttur er tilnefnd til sjónvarpsverðlauna í Bretlandi. Hún keppir við risa á borð við BBC og ITV. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR „Ég sá mann í svona jakka niðri í bæ og stoppaði hann, vildi fá að vita hvar hann hefði fengið hann því þetta væri flottasti jakki sem ég hefði séð,“ segir Jón Gnarr, borgar- stjóri Reykjavíkur. Jakki sem Jón Gnarr hefur klæðst við opinberar athafnir og blaðamannafundi síðan hann tók við lyklavöldum í Ráðhús- inu hefur vakið mikla athygli. Jón upplýsir reyndar strax að um sé að ræða tvo jakka; annar sé svartur og hinn grár. „Þetta eru jakkar sem eru hannað- ir og saumaðir á Íslandi af fyrirtæki sem heitir Private Label. Ég held að það séu einhverjir krakkar sem kaupa upp lager af efni og sauma svona jakka. Það eru því engir tveir jakkar eins,“ útskýrir Jón en hvít- ur saumur og marglitir ermahnapp- ar hafa skorið sig sérstaklega úr. „Þetta er jakki á sparitrúð og ég er svona sparitrúður og er þar af leið- andi í sparitrúðajakka,“ útskýrir Jón en jakkarnir fást í versluninni Kúltúr og kosta litlar þrjátíu þúsund krónur. „Ég á líka vetrarfrakka frá þessu sama merki en það skipti mig nokkru máli að þetta væri algjör- lega íslensk framleiðsla og sauma- skapur. Það er einhver skapandi og gefandi hugsun í jakkanum og það er hreinlega bara gaman að vera í honum,“ útskýrir Jón, sem hefur komið fram í jakkanum bæði í evr- ópskum og bandarískum fjölmiðlum en þeir hafa sýnt borgarstjóranum nýja mikinn áhuga. Haft hefur verið á orði hversu miklum stakkaskiptum fatasmekk- ur Jóns hafi tekið. Ólíkt því sem flestir kynnu að halda þá segist Jón alltaf hafa verið frekar ákveð- inn í fatamálum. „Ég hef alltaf haft miklar skoðanir á því í hverju ég er,“ segir Jón. Og ef fólk heldur að jakkinn sé toppurinn á fatavali Jóns Gnarr skjátlast hinum sömu hrapal- lega. „Ég er nefnilega að láta prjóna á mig alvöru lopapeysu með íslenska anarkímerkinu á.“ freyrgigja@frettabladid.is JÓN GNARR: ÉG HEF ALLTAF HAFT ÁKVEÐINN FATASMEKK Borgarstjóri tekur ástfóstri við íslenskan hátískujakka JÓN GNARR OG JAKKARNIR TVEIR Jón klæddist gráa jakkanum þegar sumar- ið stóð sem hæst. Hann kynnti dagskrá menningarnætur í honum og hlustaði á kröfur sjúkraflutningamanna. Þegar tók að hausta fór að bera meira á svarta jakkanum en hvíti saumurinn nýtur sín betur á honum. Á sumum myndum má sjá glitta í hina marglitu ermahnappa sem vakið hafa mikla athygli. Það er fatahönnunarfyrirtækið Private Label sem á heiðurinn af þessum jökkum. Leikstjórinn Gunnar Björn Guð- mundsson og teymið sem skrifaði síðasta áramótaskaup er byrjað að skrifa það næsta, enda styttist í frumsýningu. Hópurinn hefur sést á Hótel Borg að snæða morgunverð áður en hann heldur inn í harðlæst herbergi þar sem skrifin fara fram. Spennandi verður að sjá útkomuna og spurning er hvort tilviljun ráði því að væntanlegt skaup er skrifað á sama stað og það síð- asta byrjaði ... Grínistinn Pablo Francisco kemur til landsins í dag og kemur fram á Broadway á morgun. Krist- inn Bjarnason, skipuleggjandi uppistandsins, hefur fengið ströng fyrirmæli frá umboðsmanni grínistans um að allt verði að vera eins og best sé á kosið. Francisco vill þó engan lúxusmat, lætur sér nægja að panta þrjá sterka ítalska Subway-báta og nóg af vatni sem má alls ekki vera kolsýrt. Þá er lögð mikil áhersla á að ljósið á sviðinu lýsi ekki á neinn annan þegar Francisco er á sviðinu. - - afb FRÉTTIR AF FÓLKI Fös 15/10 kl. 20:00 frums Lau 16/10 kl. 20:00 2.sýn Fös 22.10. Kl. 20:00 aukas. Lau 23/10 kl. 20:00 3.sýn Lau 30/10 kl. 20:00 4.sýn Sun 31/10 kl. 20:00 5.sýn Fös 5/11 kl. 20:00 6.sýn Lau 6/11 kl. 20:00 7.sýn Fim 11/11 kl. 20:00 8.sýn Fös 12/11 kl. 20:00 9.sýn Lau 2.10. Kl. 13:00 Lau 2.10. Kl. 15:00 Sun 3.10. Kl. 13:00 Sun 3.10. Kl. 15:00 Lau 9.10. Kl. 13:00 Lau 9.10. Kl. 15:00 Lau 16.10. Kl. 13:00 Lau 16.10. Kl. 15:00 Sun 17.10. Kl. 13:00 Sun 17.10. Kl. 15:00 Lau 23.10. Kl. 13:00 Lau 23.10. Kl. 15:00 Sun 24.10. Kl. 13:00 Sun 24.10. Kl. 15:00 Lau 2.10. Kl. 20:00 Fös 8.10. Kl. 20:00 Lau 9.10. Kl. 20:00 Fös 15.10. Kl. 20:00 Lau 16.10. Kl. 20:00 Fim 21.10. Kl. 20:00 aukas. Fös 22.10. Kl. 20:00 Lau 23.10. Kl. 20:00 Fös 29.10. Kl. 20:00 Lau 30.10. Kl. 20:00 Sun 31.10. Kl. 20:00 Fim 4.11. Kl. 20:00 Fös 5.11. Kl. 20:00 Lau 6.11. Kl. 20:00 Fim 11.11. Kl. 20:00 Fös 12.11. Kl. 20:00 Lau 13.11. Kl. 20:00 Lau 2.10. Kl. 19:00 Sun 3.10. Kl. 15:00 Fös 8.10. Kl. 19:00 Sun 17.10. Kl. 19:00 Sun 24.10. Kl. 19:00 Þri 26.10. Kl. 19:00 Mið 27.10. Kl. 19:00 Fim 28.10. Kl. 19:00 Mið 3.11. Kl. 19:00 aukas. Sun 7.11. Kl. 19:00 Mið 10.11. Kl. 19:00 Sun 14.11. Kl. 19:00 Mið 24.11. Kl. 19:00 aukas. Fim 25.11. Kl. 19:00 aukas. Lau 11.12. Kl. 19:00 aukas. Sun 12.12. Kl. 19:00 aukas. Fim 21.10. Kl. 20:00 Fös 29.10. Kl. 20:00 Fim 4.11. Kl. 20:00 Lau 13.11. Kl. 20:00 Fös 26.11. Kl. 20:00 Ö U Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö U Ö Ö Ö U Ö U U Finnski hesturinn (Stóra sviðið) Fíasól (Kúlan) Hænuungarnir (Kassinn) Íslandsklukkan (Stóra sviðið) Gerpla (Stóra sviðið) Gildir ágúst 2010 til jún í 2011 hús kor tið 1 OPIÐ KORT Gildir á Leik hús kor tið 201 0/2 011 ÁSK ikhus id.is I mida sala@ le Leikhúsk ort 4 miðar á aðeins 9.900 kr. U Ö U U U U U Ö Ö Ö U U Ö Ö Ö Ö U Ö U Ö U Ö Ö Ö U U U
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.