Fréttablaðið - 04.10.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 04.10.2010, Blaðsíða 6
6 4. október 2010 MÁNUDAGUR Hafðu samband Fræðsla fyrir þig Reykjavík – 5. okt. Verðtrygging og sparnaður Borgartún 19 Fyrirlesari Breki Karlsson Reykjavík – 6. okt. Lífeyrismál á mannamáli Borgartún 19 Fyrirlesari Theódór Friðbertsson Skráðu þig á arionbanki.is. Allir velkomnir - Ókeypis aðgangur. ERTU MEÐ VIÐKVÆMA HÚÐ? Finnur þú fyrir þurrki í leggöngum, kláða, sveppasýkingu eða færðu sár við notkun dömubinda? Prófaðu þá Natracare lífrænar hreinlætisvörur, án klórs, ilm- og plastefna. www.natracare.is LÍFRÆNAR HREINLÆTISVÖRUR Nàttúruleg vellíðan Á að halda friðsamlegum mót- mælum við Alþingi áfram? Já 84,3% Nei 15,7% SPURNING DAGSINS Í DAG: Óttast þú að hryðjuverk verði framin hér á landi? Segðu þína skoðun á vísir.is Hringdu í síma ef blaðið berst ekki HEILBRIGÐISMÁL Fæðingarorlof styttist og hámarksgreiðslur lækka samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Draga á úr útgjöldum sjóðsins um einn milljarð króna. Lagt er til að foreldrar sem eru utan vinnumarkaðs, eða í minna en 25 prósent starfi, fái hærra fram- lag en nú er greitt út til þeirra. Guðlaug Einarsdóttir, formað- ur Ljósmæðrafélags Íslands, segir að nú þegar séu Íslendingar með stysta fæðingarorlof af íbúum Norðurlanda. Styttra fæðingaror- lof samræmist engan veginn til- mælum heilbrigðisyfirvalda um brjóstagjöf og umönnun ungbarna. Skerðing á greiðslum úr orlofs- sjóði er einnig talin geta haft skað- leg áhrif á jafnréttismál. Nýlega greindi fréttastofa Stöðvar 2 frá því að mun færri feður taka orlof eftir að greiðslur lækkuðu síðustu áramót. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í félags- og tryggingamálanefnd, telur hæpið að hægt sé að skera niður meira á þessu sviði. Hún segir mikilvægt að engar ákvað- anir séu teknar fyrr en búið er að kanna hvaða áhrif niðurskurður á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði hefur haft á þátttöku feðra. - kdk Milljarður sparaður með styttingu orlofs og lækkuðum hámarksgreiðslum: Fæðingarorlof skorið niður KVENNADEILDIN Fæðingarorlof á Íslandi er nú þegar styttra en á öðrum Norður- löndum segir formaður Ljósmæðrafé- lagsins. Steingrímur J. Sigfússon mun mæla fyrir því sem hann kallar erfiðustu fjár- lög fyrr og síðar á morgun. Skera þarf verulega niður í rekstri ríkisins og segir Steingrímur margar afar þungbærar ákvarðanir um niðurskurð liggja fyrir. Boðaður hefur verið 33 milljarða króna niðurskurður á fjárlögum ríkisins á næsta ári. Þrátt fyrir það er áætlað að halli á ríkissjóði verði um 75 milljarðar króna. Stefnt er að því að fjárlög verði hallalaus árið 2012 og afgangur verði á fjár- lögum ársins 2013. Gagnrýnt hefur verið að ríkis- stjórnin ætli sér að skera of mikið niður, og ná fjárlögunum á núllið of hratt. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að það sé mat á heildarskuldaþróun ríkisins sem kalli á að farið sé í harkaleg- an niðurskurð. Stöðva verði skulda- söfnunina svo skuldabyrðin verði ekki of þung og skuldirnar verði sjálfbærar. „Hallarekstur af þeirri stærð- argráðu sem er búin að vera 2008, 2009 og 2010 þolum við ekki í mörg ár. Við eigum ekki val um annað en að ná hallanum umtalsvert niður. Þeim mun betur sem okkur geng- ur í því þeim mun frekar getum við látið það eftir okkur að endurmeta hvernig við klárum verkefni,“ segir Steingrímur. Hann segir að miðað sé við að vaxtakostnaður ríkisins verði ekki meiri en hann sé á þessu og næsta ári, um 15 til 16 prósent af heildar- útgjöldum ríkisins. Mikil óvissa í öllum spám Gagnrýnt hefur verið að fjárlög- in byggi á þjóðhagsspá frá því í júní, þar sem gert er ráð fyrir því að fyrsti áfangi álvers í Helguvík verði kominn í notkun. Steingrímur segir að ný spá sé væntanleg í nóv- ember, og ekki sé annar kostur en að byggja á þeirri spá sem nú liggi fyrir. Ekki sé hægt að taka ákveðna þætti þar út. „Þó að vissulega hafi einstök stór verkefni eins og Helguvík visst vægi fer fjarri því að það sé það eina sem skipti máli varðandi þjóðhagshorfur,“ segir Steingrímur. Þannig hafi ekki verið reiknað með jafn miklum fjárfestingum í álver- inu í Straumsvík og nú sé stefnt að, og ýmis önnur meðalstór verkefni séu í pípunum. Aukning sé í ferða- þjónustunni og mikil verðmæta- sköpun í sjávarútvegi. Steingrímur bendir á að allar spár séu háðar mikilli óvissu um þessar mundir. Frekar ætti að horfa til óvissu vegna þess að kjarasamn- ingar séu lausir í haust en óvissu vegna Helguvíkur. Á mótmælafundi á Austurvelli við setningu Alþingis var meðal annars spurt um hina margfrægu skjaldborg um heimilin, en hennar sér vart stað í niðurskurðarfjárlög- unum sem kynnt voru á föstudag. Velja illskástu leiðirnar „Það er auðvelt að bera upp slík- ar spurningar, og við erum ekki að reyna að fela að þetta eru mjög erfið fjárlög, kannski þau erfiðustu fyrr og síðar, því þau bætast ofan á það sem á undan hefur gengið árin 2009 eða 2010. Nú sjáum við svart á hvítu hversu erfið þau eru. Þetta eru mjög sársaukafullir og þungbærir hlut- ir sem við verðum að gera ef við ætlum að ná tökum á ríkisfjármál- unum,“ segir Steingrímur. „Það er auðvelt að velja hvað sem er í þessu frumvarpi og segja að þetta sé vont og ósanngjarnt, en það er ekki hægt að slíta þetta úr samhengi við þann efnahagslega veruleika sem við erum að glíma við,“ segir Steingrímur. Ætli stjórn- völd að draga úr hallanum verði að skera niður, hækka skatta eða gera hvort tveggja. „Við erum að reyna að fara illskástu leiðirnar við okkar þröngu aðstæður. Ég held að þeir sem horfa heiðarlega á þetta hljóti að kom- ast að þeirri niðurstöðu að það séu fáir góðir kostir í boði,“ segir Stein- grímur. „Menn spyrja um velferðina og hvernig við getum lagt nafn okkar við þetta sem viljum starfa í anda norrænnar velferðarstjórnar. Þá segi ég á móti; væri það í þágu framtíðarvelferðar í landinu að ná ekki tökum á ríkisfjármálunum? Hvað þýðir það fyrir velferðina í framtíðinni ef við setjum ríkissjóð á hausinn?“ Steingrímur segir tillögur í fjár- lögum um endurskipulagningu sérhæfðu heilbrigðisþjónustunnar mjög róttækar. Draga á verulega úr sjúkrahússtarfsemi á smærri heil- brigðisstofnunum og færa hana á færri staði. Hann segir að núver- andi kerfi sé mjög dýrt. „Ég tel að í grunninn sé þessi stefna mjög skynsamleg. Við þurf- um að spara eins og við mögulega getum, en því fylgir auðvitað mik- ill fórnarkostnaður. Hvort hægt er að fara svona bratt í þetta verður að koma í ljós. Það er verið að fara yfir það í heilbrigðisráðuneytinu,“ segir Steingrímur. „Það er engin góð leið í þessu, og menn segja gjarnan líka að flat- ur niðurskurður á alla sé langt frá því að vera skynsamlegasta leið- in. Menn verða að hafa kjark til að forgangsraða og endurskipu- leggja. Það eru heilbrigðisyfirvöld að reyna að gera þarna.“ Bíða skýrslu um afskriftir Hagsmunasamtök heimilanna og fleiri hafa lagt til að vísitala neyslu- verðs verði færð niður til þess sem hún var fyrir hrun, og þak sett á verðtrygginguna. Steingrímur segir þetta vissulega skoðað, en eins og aðrar almennar aðgerðir geti þetta þýtt að mikill kostnað- ur leggist á ríkissjóð, og þar með skattgreiðendur. Engum lausnum sé hafnað, en sú stefna hafi verið mörkuð að vinna frekar á grund- velli sértækra lausna. Ítrekað hafa verið sagðar fréttur af stórfelldum afskriftum á skuld- um fyrirtækja, en minna fer fyrir afskriftum á skuldum einstaklinga. Steingrímur segir ekki á borðum ríkisstjórnarinnar hvernig bank- arnir hafi undið ofan af sínum málum. Auðvelt sé að gagnrýna allt sem gert sé, sama hvaða leið verði fyrir valinu. Von er á skýrslu eftirlitsnefndar sem fylgist með því hvernig bank- arnir vinna úr þessum málum, segir Steingrímur. Hún muni von- andi leiða betur í ljós hvernig þess- um afskriftum hafi verið háttað. Ekki norræn velferð að setja ríkissjóð á hausinn FRÉTTAVIÐTAL: Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra ÓVISSA Bent hefur verið á vankanta á þeirri þjóðhagsspá sem fjárlög ársins 2011 byggja á. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir mikla óvissu fylgja öllum spám, og fjárlögin verði uppfærð miðað við nýja spá í nóvember. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Brjánn Jónasson brjann@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Rannsókn sérstaks saksóknara á meintum innherja- svikum Baldurs Guðlaugsson- ar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, er lokið og hefur málið verið sent til ákærumeðferðar hjá ríkissak- sóknara. Ákvörðunar um saksókn er að vænta fljótlega. Rannsóknin hefur staðið yfir í rúmt ár. Baldur er grunaður um að hafa, í krafti stöðu sinnar sem nefndarmaður í samráðshópi um fjármálastöðug- leika, búið yfir vitneskju um stöðu Landsbankans sem markaðurinn hafði ekki. - þþ Grunaður um innherjasvik: Mál Baldurs til ríkissaksóknara KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.