Fréttablaðið - 04.10.2010, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 04.10.2010, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 4. október 2010 13 kemur við sögu á hverjum degi! OG STYDDU INNLENT HJÁLPARSTARF RAUÐA KROSS ÍSLANDS Í LEIÐINNI 10 KRÓNUR AF HVERJUM SELDUM PAKKA RENNA TIL STARFSINS KAUPTU FRÓN MJÓLKURKEX Sjálfboðaliðar í 50 deildum um allt land halda uppi innanlandsaðstoð Rauða kross Íslands. Meðal helstu verkefna má nefna Hjálparsímann 1717, Rauðakrosshúsið, fataflokkun, heimsóknarvini, sjúkrabifreiðar, skyndihjálparfræðslu, þjónustu og aðstoð við innflytjendur, hælisleitendur, fólk með geðraskanir og ungmennastarf. Einnig má nefna að Rauði krossinn er hluti af almannavörnum og sinnir þar m.a. sálænum stuðningi þegar á reynir. EFNAHAGSMÁL Styrking gjaldeyris- forðans er forgangsmál í íslensku efnahagslífi að mati Murilo Port- ugal, varaframkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og formanns stjórnar sjóðs- ins. Þetta kom fram í umræðum stjórnar við þriðju endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands á mið- vikudag. Portugal segir styrkingu forð- ans forsendu afnáms gjaldeyr- ishafta og endurkomu Íslands á alþjóðlega fjármálamarkaði. „Varfærin stjórn peningamála hjá Seðlabankanum, ásamt nýtil- komnum gjaldeyriskaupum, skil- ar árangri og halda ætti áfram á sömu leið,“ er eftir honum haft í tilkynningu AGS. - óká Stjórnin ræddi stöðu Íslands: Forgangsmál að safna gjaldeyri SAMFÉLAGSMÁL Borgarafundir um endurskoðun stjórnarskrár- innar verða haldnir á sjö stöð- um á landinu á komandi vikum. Stjórnlaganefnd og landshluta- samtök sveitarfélaga standa fyrir þessum fundum þar sem rætt verður um stjórnlagaþing og Þjóðfund 2010 og kallað eftir sjónarmiðum íbúa í hverjum landshluta. Guðrún Pétursdóttir, formað- ur stjórnlaganefndar, segir í tilkynningu að tilgangurinn með fundinum sé að kynna end- urskoðun stjórnarskrárinnar fyrir fólki og hvetur alla lands- menn til að láta rödd sína heyr- ast. - þj Fundir um stjórnlagaþing: Borgarafundir um allt land VIÐSKIPTI Kristinn Már Gunnars- son kaupsýslumaður í Þýskalandi hefur keypt þriðjungshlut í Sportís ehf., framleiðanda Cintamani úti- vistarfatnaðarins. „Kaup Krist- ins felast í hlutafjáraukningu sem ætlað er að styðja sókn Cintamani á markaði í Þýskalandi,“ segir í til- kynningu. Kristinn biðst undan því að segja hversu stór fjárfestingin sé. „En fyrir mig persónulega er þetta risafjárfesting,“ segir hann og vísar bæði til kaupanna og fyr- irhugaðs vinnuframlags við að kynna Cintamani-vörumerkið í Þýskalandi þar sem hann hefur stundað viðskipti síðan 1994. Arc- tic Group, fyrirtæki Kristins í Düsseldorf, rekur 230 fataverslan- ir og verslunareiningar víðs vegar um Þýskaland, með vörumerkjum á borð við Oasis, Karen Millen og Coast. Í tilkynningunni um kaupin kemur fram að velta Arctic Group hafi verið 4,6 milljarðar króna árið 2009. Fram til þessa hafa aðaleigend- ur Sportíss verið Skúli Björnsson stofnandi fyrirtæksisns og Sindri Sindrason. Þeir eiga nú hvor sinn þriðjungshlut. Kristinn segist stefna að því að koma Cintamani inn í helstu úti- vistarverslanir Þýskalands. Til að byrja með er stefnt að því að opna níu Cintamani-verslunareiningar í verslunarmiðstöðvum víðs vegar um landið. Kristinn segir hlutafjáraukn- inguna og aðkomu hans að fyrir- tækinu hugsaða sem skref í útrás Cintamani, en hlutafjáraukning- una í Sportís á meðal annars að nýta til frekari vöruþróunar, bæði fyrir íslenskan og þýskan markað. - óká Sportís eykur hlutafé með því að Kristinn Már Gunnarsson kaupsýslumaður kaupir þriðjungshlut: Cintamani-fatnaður í sókn til Þýskalands KRISTINN MÁR GUNNARSSON Kristinn segir að með hlutafjáraukningu Sportíss eigi að nýta sérþekkingu hans og tengsl á þýskum markaði til útrásar Cintamani- merkisins. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR EVRÓPUMÁL Ógagnsæið í aðildar- viðræðum króatískra stjórnvalda við ESB veldur vonbrigðum, segir Darko Seperic, evrópumálafull- trúi verkalýðsfélaga þar í landi. Komið hafi í ljós að ríkisstjórn Króatíu noti aðildarviðræðurnar sem skjól óvinsælla aðgerða, án þess að þeirra hafi verið krafist af ESB. Allir flokkar í Króatíu stefna á inngöngu landsins. Samkvæmt skoðanakönnun í ágúst eru 31 pró- sent landsmanna á þeirri skoð- un að ESB-aðild verði slæm fyrir landið. - kóþ Verkalýðsfélög í Króatíu: Vilja gagnsæi í ESB-viðræður MIÐBORGIN Ekki gekk nægilega vel að manna og safna fyrir Rauða krossinn á svæði 101 í Reykjavík um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SAMFÉLAGSMÁL Talið er að um 80 prósent heimila í landinu hafi verið heimsótt á laugardag þegar gengið var til góðs fyrir Rauða krossinn. Sólveig Ólafsdóttir, deildar- stjóri útbreiðslusviðs Rauða krossins, segir söfnunina hafa gengið vel en þó hafi komið á óvart hversu illa gekk að manna miðborg Reykjavíkur og einungis hafi náðst að fara á 60 prósent af svæði 101. En þó komi á móti að stór hverfi eins og Árbærinn og Grafarvogur voru með nærri 100 prósenta mönnun. Lokatölur úr söfnuninni frá landinu öllu koma í vikunni. - sv Gengið til góðs um helgina: Miðborgin gekk óvenju erfiðlega

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.