Fréttablaðið - 04.10.2010, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 04.10.2010, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 4. október 2010 3 Húsgögnin hans Eggerts Más eru antikgripir. Til dæmis fal- legur skenkur og skúffuskápur með 36 skúffum. Hvort tveggja notar hann undir verkfæri til að hafa þau innan seilingar. Smíðatól prýða líka veggi, glugga og borð á heimilinu. Skyldi hann þurfa á þeim öllum að halda við hljóðfæra- smíðina? „Já, ég hef þurft að grípa til þeirra flestra einhvern tíma,“ svarar Eggert en segir söfnun þeirra líka stórt áhugamál. „Ég hef safnað verkfærum frá því ég man eftir mér,“ segir hann. „Keypt þau á fornsölum hér á landi, mörkuð- um erlendis og á Netinu. Svo fékk ég mörg frá föður mínum.“ Eggert kveðst alltaf hafa verið að smíða. Hann lærði húsgagna- smíði við Iðnskólann í Reykjavík en gítarsmíði og fiðlusmíði við virta skóla í Englandi. Nú er hann með tvo gítara á smíðaborðinu, einn á lokastigi og annan sem hann er búinn að setja saman. „Í fyrra sérsmíðaði ég gítar fyrir mann sem er nú búinn að panta hjá mér kassabassa. Það hljóðfæri er eins og gítar nema með stærri búk,“ útskýrir hann. Skyldu menn ekki þurfa að vera með tóninn á hreinu þegar menn smíða hljóðfæri? „Það hefur aldrei neinn sett út á hljóð- færin frá mér,“ svarar Eggert með hægð. „Strákur sem á sérsmíðað- an gítar eftir mig frá því í fyrra fór til útlanda í sex vikur og skildi gítarinn eftir hjá Þorvaldi Bjarna sem var í Todmobil. Þorvaldur sagðist aldrei hafa spilað á betri gítar. Það þótti mér góður vitnis- burður.“ gun@frettabladid.is „Ég nota húsgögnin mín sem vinnuborð, til dæmis þennan skenk í fínvinnuna,“ segir Eggert. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL RÚNARSSON Sjálfur spilar Eggert á gítar og banjó. Glugginn er vel nýttur undir verkfæri og hirslur. Arkitektafélag Íslands mun í samvinnu við skipulags- og byggingasvið Reykjavíkur, taka þátt í alþjóðlegum degi arkitektúrs sem haldinn er árlega á fyrsta mánudegi októbermánaðar. Í tilefni dagsins verður haldið málþing í sal ráðhússins í dag milli 16.30 og 19. Þema dagsins er Betri borg, betra líf - sjálfbærni í krafti hönnunar. Meðal erinda á málþinginu eru: Bábiljur og borgarbragur sem Páll Gunn- laugsson flytur, Vistvæn hverfi og byggingar sem Björn Axelsson, umhverfis- stjóri skipulagssviðs Reykjavíkur heldur, Hverfaskipulag – sjálfbærari hverfi í flutningi Ólafar Örvarsdóttur, skipulagsstjóra Reykjavíkur, og Rewind – orka framtíðarinnar, sem nemendur LHÍ og HR standa fyrir. Nokkrir aðilar frá Reykjavíkurborg munu síðan tjá sig um framtíðarsýn og vistbyggðaráð mun fjalla um vistvæn vinnubrögð í byggingaiðnaði. Að lokum flytur Steinþór Kárason, prófessor í arkitektúr við LHÍ, erindið Húsið og borgin. Betri borg – betra líf ALÞJÓÐLEGUR DAGUR ARKITEKTÚRS ER HALDINN HÁTÍÐLEGUR VÍÐA UM HEIM. Málþing verður í Ráðhúsinu í dag í tilefni af alþjóðlegum degi arkitektúrs. Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU Vertu vinur Vandaðir skór fyrir veturinn! Sérlega þægilegir herraskór úr mjúku leðri og með góða breidd. Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10-18. Laug. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Teg: 48096 Litir: svart og brúnt Stærðir: 40 - 47 Verð: 19.885.- „aircomfort´´ YFIRHAFNADAGAR 20% AFSLÁTTUR AF YFIRHÖFNUM GILDIR TIL 19.OKTÓBER Framhald af forsíðu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.