Fréttablaðið - 04.10.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 04.10.2010, Blaðsíða 40
 4. október 2010 MÁNUDAGUR24 sport@frettabladid.is ÁSMUNDUR ARNARSSON hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Fjölnis og verður því þjálfari liðsins til ársins 2013. Ásmundur hefur þjálfað Fjölni undanfarin sex ár með góðum árangri. Meira í leiðinniWWW.N1.IS / SÍMI 440 1000N1 VERSLANIR Þráðlaus 9mm myndavél með barka og 3,5” LCD skjá Tilboðsverð 39.900 kr. 16108803AL SKOÐUNAR- MYNDAVÉL N1-deild kvenna: Fylkir-ÍBV 33-26 Mörk Fylkis: Sunna Jónsdóttir 9, Elín Helga Jónsdóttir 8, Sunna María Einarsdóttir 4, Arna Valgerður Erlingsdóttir 3, Áslaug Gunnarsdóttir 3, Natalý Valencia 2, Lilja Gylfadóttir 2, Sigríður Hauksdóttir 1, Tinna Soffía Traustadóttir 1. Mörk ÍBV: Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 8, Guðbjörg Guðmundsdóttir 5, Ester Óskarsdóttir 4, Renata Horvath 3, Sigríður Lára 2, Rakel Hlynsdóttir 2, Drífa Þorvaldsdóttir 1, Aníta Elíasdóttir 1. Fram-Haukar 38-11 Mörk Fram: Stella Sigurðardóttir 10, Karen Knútsdóttir 6, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 5, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 5, Marthe Sördal 4, Pavla Nevarilova 3, Ásta Birna Gunnarsdóttir 2, Hildur Þorgeirsdóttir 1, María Karlsdóttir 1, Anna Guðmundsdóttir 1. Mörk Hauka: Þórunn Friðriksdóttir 8, Sandra Sif Sigurjónsdóttir 2, Þórdís Helgadóttir 1. FH-HK 24-20 Mörk FH: Steinunn Snorradóttir 8, Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 4, Birna Íris Helgadóttir 3, Gunnur Sveinsdóttir 3, Arnheiður Guðmundsdótt- ir 3, Sigrún Gilsdóttir 2, Kristjana Þorradóttir 1. Mörk HK: Brynja Magnúsdóttir 5, Elísa Ósk Við- arsdóttir 4, Elín Anna Baldursdóttir 3, Elva Björg Arnarsdóttir 3, Harpa Baldursdóttir 2, Tinna Rögn- valdsdóttir 2, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 1. Valur-Grótta 43-17 Mörk Vals: Anna Úrsula Guðmundsdóttir 7, Hildigunnur Einarsdóttir 7, Kristín Guðmunds- dóttir 6, Arndís María Erlingsdóttir 6, Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 5, Karólína Gunnarsdóttir 4, Íris Ásta Pétursdóttir 4, Ágústa Edda Björnsdóttir 2, Kolbrún Franklín 2. ÚRSLIT HANDBOLTI Fram og Valur sýndu í gær að það er himinn og haf á milli þeirra og flestra annarra liða í N1-deild kvenna í gær. Bæði lið unnu stórsigra á and- stæðingum sínum og eiga eftir að vinna ófáa slíka ef að líkum lætur í vetur. Liðin sýndu enga miskunn í gær og keyrðu andstæðinginn í kaf allt til enda. Mesta spennan í leikjum helg- arinnar var í leik FH og HK þar sem FH-stúlkur höfðu góðan sigur að lokum. - hbg N1-deild kvenna: Fram og Valur með risasigra Í SÉRFLOKKI Fram og Valur verða á toppnum í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HANDBOLTI Íslendingaliðið Kiel tók á móti Barcelona í Meistara- deild Evrópu í dag. Leiknum lykt- aði með jafntefli, 28-28, en Aron Pálmarsson skoraði eitt mark fyrir Kiel í leiknum. Í sama riðli vann annað Íslend- ingalið, Rhein-Neckar Löwen, góðan útisigur á Celje Lasko í Sló- veníu. Ólafur Stefánsson skoraði tvö mörk fyrir Löwen í leiknum. Lið Ingimundar Ingimundar- sonar, Aab, og lið Björgvins Páls Gústavssonar, Kadetten, mættust síðan í Danmörku og þeim leik lyktaði með jafntefli, 30-30. Aab var með pálmann í hönd- unum en ótrúlegur lokakafli Kadetten skilaði þeim stigi og markvarsla Björgvins hafði þar mikið að segja. - hbg Meistaradeildin í handbolta: Jafntefli hjá Kiel og Barca Í BYRJUNARLIÐINU Aron stýrði leik Kiel vel í gær. NORDIC PHOTOS/BONGARTS FÓTBOLTI Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, gekk um helgina frá nýjum samningi við félagið. Nýr samningur hans er til 2015 en ekki er algengt hér á landi að samningar séu svo lang- ir. Tilkynnt var um þetta á upp- skeruhátíð Blika sem haldin var á laugardagskvöld. Ólafur stýrði Breiðabliksliðinu til síns fyrsta Íslandsmeistara- titils í sumar en í fyrra hampaði það bikarmeistaratitlinum. Ólaf- ur hefur verið þjálfari Breiða- bliks síðan 2006 en hann var áður við stjórnvölinn hjá Fram og var aðstoðarþjálfari AGF í Dan- mörku. - egm Ólafur Kristjánsson áfram: Samdi til 2015 SIGURREIFUR Ólafur fagnar hér Íslands- meistaratitlinum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Evrópukeppni félagsliða: Haukar-Conversano 40-27 (17-14) Mörk Hauka (skot): Guðmundur Árni Ólafsson 12/2 (16/2), Þórður Rafn Guðmundsson 5 (7), Stefán Rafn Sigurmannsson 5 (8), Freyr Brynj- arsson 4 (6), Björgvin Hólmgeirsson 3 (4), Tjörvi Þorgeirsson 3 (5), Heimir Óli Heimisson 3 (6), Einar Örn Jónsson 2 (2), Einar Pétur Pétursson 2 (3), Jónatan Ingi Jónsson 1 (1). Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 9, Birkir Ívar Guðmundsson 8. Fiskuð víti: 2 (Heimir Óli, Freyr). Utan vallar: 6 mínútur. FYRRI LEIKUR LIÐANNA: Conversano-Haukar 30-33 ÚRSLIT HANDBOLTI Haukar voru í góðri stöðu fyrir seinni leik sinn gegn ítalska liðinu Conversano í gær eftir að hafa unnið fyrri leikinn með þriggja marka mun á laugar- dag. Báðir leikirnir voru leiknir á Ásvöllum. Framan af leik var útlit fyrir einhverja spennu . Hraðaupphlaup- in voru ekki að nást hjá Haukum og Conversano var með forystuna um tíma. Svo komust Haukarnir í gang og höfðu þriggja marka for- skot í hálfleik. Gestirnir lögðu svo árar í bát þegar þeir sáu fram á að markmið þeirra var ekki að fara að nást. Haukar gátu gefið ungum strák- um tækifæri í lokin og unnu seinni leikinn á endanum með þrettán marka mun. Hraða skorti í ítalska liðið og viljinn virtist mun meiri hjá Hafnarfjarðarliðinu. „Við komum ákveðnir til leiks því við vissum að ef við myndum gefa þeim tækifæri hefðu þeir nýtt sér það. Þeir kunna alveg hand- bolta,“ sagði Freyr Brynjarsson, leikmaður Hauka, eftir leikinn. Haukar sýndu í þessum tveim- ur leikjum að liðið býr yfir góðri breidd. „Það voru ungir strákar að koma við sögu sem munu fá mörg tækifæri í vetur. Við rúllum þess- um hóp vel svo allir fá að spila nóg, það er alveg klárt,“ sagði Freyr. „Það gefur okkur mikið að taka þátt í þessu Evrópuverkefni. Við fáum sterk lið til að keppa á móti, þetta ítalska lið væri í toppbarátt- unni hérna heima. Svo fáum við væntanlega enn sterkara lið næst og það hefur gefið okkur mikið undanfarin ár að taka þátt í Evr- ópukeppninni,“ sagði Freyr. Stefán Rafn Sigurmannsson átti góðan leik fyrir Haukana í gær. „Þetta gekk mjög vel upp hjá okkur. Það vantaði smá baráttu í vörnina í fyrri hálfleikurinn en sóknarleikurinn var að virka vel. Svo í seinni hálfleik ákváðum við að byrja að keyra á þá því þeir eru þungir,“ sagði Stefán. „Birkir fór að verja mjög vel þegar við fórum út og mættum þeim tveir og tveir saman. Þeir eru mun sterkari en við og við áttum lítinn möguleika þegar við vorum að mæta þeim einn á einn. Vörn- in þéttist í seinni hálfleik og menn fóru að nýta tækifærin. Hraðaupp- hlaupin eru okkar sterki leikur.“ Stefán segir að Evrópukeppnin sé mikið krydd í tímabilið. „Það er gott að fá að sýna sig á þessu sviði. Við græðum mikið á þessu, bæði varðandi reynslu og einnig bara skemmtunina. Við ætlum okkur að gera góða hluti, það gekk vel í fyrra og við ætlum að reyna að gera enn betur núna,“ sagði Stef- án. „Við stefnum eins langt og við getum.“ elvargeir@frettabladid.is Gefur okkur mikið að taka þátt í Evrópukeppninni Haukar komust í gær örugglega áfram í sextán liða úrslit EHF-bikarsins. Þeir unnu Conversano frá Ítalíu örugglega í tveimur leikjum heima um helgina. ÖFLUGUR Hinn ungi og efnilegi Heimir Óli Heimisson spilaði vel líkt og flestir leik- menn Haukanna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KÖRFUBOLTI Íslandsmeistaraliðin Snæfell og KR undirstrikuðu styrk sinn í gær er þau urðu meistarar meistaranna. Snæfell lagði KR í karlaflokki, 101-93, og KR vann Hauka, 72-58, í kvennaflokki. Báðir leikirnir fóru fram í Stykk- ishólmi þannig að fólkið þar fékk körfuboltaveislu. Leikur Snæfells og Grindavík- ur var lengstum jafn og spennandi en Íslandsmeistararnir rifu sig frá Grindjánum undir lokin og lönd- uðu góðum sigri. Pálmi Freyr Sig- urgeirsson fór mikinn með 26 stig og Ryan Amaroso skoraði 22. Jón Ólafur Jónsson var einnig öflugur með 21 stig. Hjá Grindavík var Andre Smith með 23 stig og 10 stoðsendingar. Páll Axel Vilbergsson skoraði 19 stig og tók 9 fráköst. Margrét Kara Sturludóttir fór mikinn í liði KR og skoraði 25 stig í sigrinum á Haukum. Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir var einnig öflug með 14 stig. Ragna Brynjarsdóttir var langbest í Haukaliðinu með 16 stig og 17 fráköst. - hbg Meistarakeppni KKÍ fór fram í Stykkishólmi í gær og heppnaðist vel: Snæfell og KR meistarar meistaranna MEISTARAR Snæfell tekur hér á móti bikarnum á heimavelli sínum í gær.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.