Fréttablaðið - 04.10.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 04.10.2010, Blaðsíða 42
26 4. október 2010 MÁNUDAGUR Enska úrvalsdeildin: BIRMINGHAM CITY - EVERTON 0-2 0-1 Roger Johnson, sjm (16.), 0-2 Tim Cahill (92.). STOKE CITY - BLACKBURN ROVERS 1-0 1-0 Jonathan Walters (47.). TOTTENHAM HOTSPUR - ASTON VILLA 2-1 0-1 Marc Albrighton (15.), 1-1 Rafael van der Vaart (47.), 1-1 Rafael van der Vaart (47.), 2-1 Rafael van der Vaart (74.). WEST BROMWICH ALBION - BOLTON 1-1 0-1 Johan Elmander (63.), 1-1 James Morrison (77.). WEST HAM UNITED - FULHAM 1-1 0-1 Clint Dempsey (32.), 1-1 Frederic Piquionne (50.). WIGAN ATHLETIC - WOLVES 2-0 1-0 Jordi Gomez (64.), 2-0 Hugo Rodallega (84.), 2-0 Hugo Rodallega (85.) MAN CITY - NEWCASTLE 2-1 1-0 Carlos Tevez, víti (18.), 1-1 Jonas Gutierrez (24.), 2-1 Adam Johnson (75.). LIVERPOOL - BLACKPOOL 1-2 0-1 Charlie Adam, víti (29.), 0-2 Luke Varney (45.), 1-2 Sotirios Kyrgiakos (53.). CHELSEA - ARSENAL 2-0 1-0 Didier Drogba (39.), 2-0 Alex (85.). STAÐAN: Chelsea 7 6 0 1 23-2 18 Man. City 7 4 2 1 9-3 14 Man.United 7 3 4 0 16-9 13 Arsenal 7 3 2 2 16-9 11 Tottenham 7 3 2 2 8-6 11 WBA 7 3 2 2 9-12 11 Stoke City 7 3 1 3 8-9 10 Aston Villa 7 3 1 3 9-12 10 Blackpool 7 3 1 3 11-15 10 Fulham 7 1 6 0 8-7 9 Sunderland 7 1 5 1 7-7 8 Bolton 7 1 5 1 10-11 8 Blackburn 7 2 2 3 7-8 8 Wigan Athletic 7 2 2 3 4-13 8 Newcastle 7 2 1 4 10-10 7 Birmingham 7 1 4 2 7-10 7 Everton 7 1 3 3 6-7 6 Liverpool 7 1 3 3 7-11 6 Wolves 7 1 2 4 7-12 5 West Ham 7 1 2 4 5-14 5 ÚRSLIT FÓTBOLTI Neil Warnock, stjóri QPR, segir að skallamark Heið- ars Helgusonar gegn Crystal Pal- ace um helgina sé eitt flottasta skallamark sem hann hafi séð. Heiðar skoraði sigurmark QPR gegn Crystal Palace á þriðju mín- útu í uppbótartíma leiksins en Palace hafði jafnað leikinn á 89. mínútu. „Heiðar var frábær í þessum leik og þetta skallamark er eitt það flottasta sem ég hef séð í háa herrans tíð,“ sagði Warnock afar ánægður með Dalvíkinginn. Heiðar hefur verið iðinn við kolann í vetur og á stóran þátt í því að QPR situr í efsta sæti ensku B-deildarinnar. Liðið hefur ekki enn tapað leik þó svo tíu umferðir séu búnar og fátt sem bendir til þess í augnablikinu að liðið sé að fara að slaka á. „Þessi byrjun hjá okkur er frá- bær og við verðum að njóta þess yfir landsleikjahléið.“ - hbg Heiðar enn á skotskónum: Stórskotlegt skallamark GRIMMUR Heiðar er hér í baráttunni í leiknum gegn Palace um helgina. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Ungu strákarnir í Evr- ópuboltanum halda áfram að gera það gott og um helgina skoruðu bæði Gylfi Þór Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson. Gylfi Þór skoraði aftur beint úr aukaspyrnu fyrir þýska liðið Hoffenheim. Þetta var annað aukaspyrnumark hans fyrir félagið og talsvert flottara en fyrra markið. Markið dugði þó ekki til sigurs því Hoffenheim tapaði, 4-2, fyrir toppliði Mainz. Kolbeinn skoraði í sínum öðrum leik í röð fyrir hollenska liðið AZ Alkmaar en hann skoraði í Evrópudeildinni á dögunum og nú gegn Heracles í deildinni í leik sem AZ vann, 2-1. - hbg Evrópski boltinn: Kolbeinn og Gylfi skoruðu Á GÓÐU SKRIÐI Kolbeinn hefur skorað í tveimur leikjum í röð fyrir AZ Alkmaar. NORDIC PHOTOS7AFP FÓTBOLTI Man. Utd gengur afar illa að ganga frá leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og er hrein- lega ekki að spila nógu vel þessa dagana. Liðið mátti þakka fyrir stig- ið gegn Sunderland um helgina enda var United heillum horfið og gat ekkert. Michael Owen fékk tækifæri í byrjunarliðinu og nýtti það ekki vel frekar en Federico Macheda sem sagður er vera á leið frá félaginu í janúar. Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, reyndi að horfa á jákvæðu hliðarnar eftir leikinn þó svo hann væri augljóslega mjög pirraður. Hann rauk meðal annars beint inn göngin og þurfti að snúa til baka því hann gleymdi að þakka Steve Bruce fyrir leikinn. „Sunderland fékk betri færi í leiknum. Þrátt fyrir það var ég mjög ánægður með varnarleik- inn. Við höfum verið að hleypa inn mörkum og því var sterkt að halda hreinu í þessum leik,“ sagði Ferguson. „Ég get ekki stimplað þennan leik sem sérstök vonbrigði því við máttum hafa fyrir stiginu. Það er samt vissulega áhyggjuefni að við séum ekki enn búnir að vinna úti- leik í vetur,“ sagði Ferguson en United hefur ekki enn tapað leik en öll þessi jafntefli kosta sitt. - hbg Manchester United gerði sitt fjórða jafntefli í sjö leikjum er liðið sótti Sunderland heim og sýndi lítið: Alex Ferguson sáttur við að halda hreinu MACHEDA Á FÖRUM? Macheda fann sig ekki í gær. Hermt er að hann verði lánaður frá félaginu í janúar og svo hugsanlega seldur næsta sumar. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Svíinn Sven-Göran Eriksson er aftur í enska bolt- ann en þessi fyrrverandi lands- liðsþjálfari Englands var ráðinn þjálfari B-deildarliðsins Leicest- er City í gær. Eriksson skrifaði undir tveggja ára samning og segist ætla að vera lengi hjá félaginu. Ekki eru allir að kaupa það þar sem Eriks- son hefur staldrað stutt við hjá síðustu félögum. „Ég verð að lágmarki hér í tvö ár. Auðvitað ætla ég mér að virða samninginn og vera lengi. Þetta er stórt og metnaðarfullt verk- efni sem bíður mín,“ sagði Svíinn sem ætlar með Leicester í hæstu hæðir. - hbg Sven-Göran Eriksson: Tekinn við Leicester City FÓTBOLTI Lengi getur vont versn- að og það á svo sannarlega við í tilfelli Liverpool. Liðið var með aðeins sex stig eftir sex leiki og Black- pool kom í heim- sókn í gær. Full- kominn leikur til þess að koma sér aftur af stað. Dagurinn snerist upp í martröð fyrir stuðn- ingsmenn Liverpool. Eftir aðeins tíu mínútur var Fernando Torres farinn meiddur af velli. Áður en fyrri hálfleikur var allir hafði Blackpool síðan skorað tvívegis. 0-2 fyrir strákana sem tóku myndir af sjálfum sér á vellinum fyrir leik því þeir áttu líklega ekki von á því að koma þangað aftur. Kyrgiakos klóraði í bakk- ann í síðari hálfleik en það dugði ekki til. Roy Hodg- son, stjóri Liverpool, má þakka fyrir ef hann heldur starfi sínu mikið lengur enda er Liverpool í fallsæti í deild- inni. „ Þetta er skelfileg byrj- un á tímabil- inu. Það sá eng- inn fyrir að við myndum byrja svona illa. Það eru allir ósáttir við þessa byrjun en við verðum að lifa með henni. Þetta tíma- bil hefur verið mjög furðulegt,“ sagði stein- runninn Hodgson eftir leik. „Að vera aðeins með sex stig eftir fjóra heimaleiki og þrjá úti- leiki er ekki ásættanlegt. Það er mikil vinna fram undan að snúa þessu gengi við,” sagði Hodgson en stóra spurningin er sú hvort hann- fái tækifæri til þess að leiða liðið úr þessum ógöngum. - hbg Staða Roy Hodgson hjá Liverpool orðin erfið þar sem liðið er í fallsæti í ensku deildinni eftir sjö leiki: Blackpool fullkomnaði niðurlægingu Liverpool SVEKKTUR Roy Hodgson gæti fengið að fjúka fljótlega frá Liverpool. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES TRÚIR EKKI EIGIN AUGUM Framherjinn David Ngog hefur ekkert getað hjá Liverpool í vetur og hann svekkir sig hér í leiknum í gær. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Það ætlar að reynast þrautin þyngri hjá Arsenal að taka stig af bestu liðunum í ensku úrvalsdeildinni en sveinar Arsene Wenger féllu enn einu sinni á stóra prófinu í gær er þeir sóttu Chel- sea heim. Chelsea vann leikinn 2-0 og er komið með fínt forskot á toppi deildarinnar. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, reyndi að líta á björtu hlið- arnar eftir leikinn. „Þessi leikur hefði átt að klárast strax í upp- hafi. Við fengum tvö dauðafæri sem var auð- velt að klára. Það var ótrú- legt að við skyldum ekki skora úr þessum færum,“ sagði Wenger eftir leikinn. „Þessi úrslit eru mikil von- brigði því við buðum upp á fína liðsframmistöðu. Við vorum samt oft að flýta okkur of mikið á lokaþriðjungi vall- arins. Við enduðum síðan með því að taka of erfið skot. Liðið mitt barðist samt vel í leikn- um og við sýnd- um mikil gæði í okkar leik. Við verðum að taka það jákvæða úr leiknum þó svo úrslitin séu gríð- arleg vonbrigði fyrir okkur. Ég get með sanni sagt að við áttum meira skilið úr þessum leik en við feng- um.“ Þetta hefur verið erfið vika fyrir Chelsea enda missti stjóri liðsins, Carlo Ancelotti, föður sinn og hann sendi aðstoðarmann sinn, Ray Wilkins, til þess að ræða við blaðamenn. „Þetta hefur verið afar erfið vika og Carlo vill þakka öllum þeim sem hafa sent honum góðar kveðjur. Hann fékk meðal annars falleg skilaboð frá Sir Alex Fergu- son og hann vildi að ég minntist á það,“ sagði Wilkins. „Leikmenn reyndu að undirbúa sig vel við þessar erfiðu aðstöð- ur. Það var dimmt yfir öllum eftir andlátið en æfingarnar síðustu tvo dagana voru mjög fínar. Það var ánægjulegt að ná þessum sigri gegn Arsenal.“ henry@frettabladid.is Ekkert stöðvar Chelsea Chelsea vann stórslag helgarinnar gegn nágrönnum sínum í Arsenal. Chelsea er komið með fjögurra stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. HEITIR Alex og Drogba skoruðu báðir falleg mörk í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.