Fréttablaðið - 05.10.2010, Side 1

Fréttablaðið - 05.10.2010, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 Þriðjudagur skoðun 16 5. október 2010 ÞRIÐJUDAGUR 1 Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Vilhjálmur Þór Davíðsson, Herra hinsegin, æfir fyrir Mr. Gay Europe. Vilhjálmur er frá Ólafsfirði og heimsóti heimabæinn um helgina til að taka þátt í fagnaðarlátunum þegar Héðinsfjarðargöngin voru opnuð. „Þetta var mjög gaman og margir mættir til að samfagna,“ segir Vilhjálmur, sem hljóp í gegnum göngin af því tilefni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Líður best undir berum himniÉ g tók því rólega í sumaraft á Nærgingargildi fæðunnar er verðugt umhugsunarefni fyrir fólk sem vill hugsa um heilsuna. Hvítt brauð, pasta, sætindi, kaffi, te og gosdrykkir eru ekkert annað en falskir orkugjafar og magafylling. Kjöt, fiskur, grænmeti, ávextir og ber eru á hinn bóginn bitastæðar fæðuteg- undir sem innihalda þau næringarefni sem þarf til að lifa góðu lífi. Árvekni gegn streitu og verkjum Björgvin Ingimarssonsálfræðingur Sími: 571 2681 Árangursrík aðferð gegn síþreytu, krónískum verkjum og vefjagigt. Námskeið hefst 12. október Nánari upplýsingar: www.salfraedingur.is Patti.isLandsins mesta úrval af sófasettum Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opið : Mánud. - Föstud. frá 9 til 18 - Laugard. frá 11 til 16 327.900 kr Basel 2H 2 Verð frá Áklæði að eigin vali 12.900 kr Borðsto fustólar í úrvali verð frá SÉRBLAÐ í Fréttablaðinu Allt veðrið í dag 5. október 2010 233. tölublað 10. árgangur Í þriðja skipti á Íslandi Svíinn José González segir Íslendinga hugsa um lítið annað en tónlist og partí. fólk 34 Gullöld húsmæðra Margrét Helgadóttir sagnfræðingur flytur fyrirlestur í Þjóðminjasafni Íslands í dag. tímamót 20 Helgihald og slökun Fyrirbænaþjónusta og jógaslökun er nýjung sem boðið er upp á í Vídalínskirkju. allt 2 HVASST NV-TIL Í dag verða norð- austan 13-20 m/s norðvestan til en annars víða 8-13. Rigning einkum N-lands en úrkomulítið syðra. Hiti 7-15 stig. VEÐUR 4 8 10 10 11 7 Ólafur heldur áfram Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari er ósáttur en mun hlíta ákvörðun stjórnar KSÍ. sport 30 ELDUR Á AUSTURVELLI Á áttunda þúsund manns voru við Alþingishúsið í gærkvöldi og viðruðu andúð sína á stjórnmálum og stjórnmálamönnum. Lögregla fjarlægði nokkra ófriðarseggi í hópi mótmælenda. Innandyra flutti forsætisráðherra stefnuræðu sína. EFNAHAGSMÁL Skort hefur á að stjórnvöld kynni fólki í skulda- vanda nægilega úrræði sem í boði eru, að mati Marks Flanag- ans, yfirmanns sendinefndar AGS á Íslandi. Í umfjöllun stjórnar AGS um þriðju endurskoðun efnahags- áætlunar stjórnvalda segir að nauðsynlegt sé að ýta undir að skuldugir nýti sér úrræðin með því að slá á væntingar um frek- ari niðurfellingu. Ríkisstjórnin útilokar flatar afskriftir í vilja- yfirlýsingu sinni. - óká / sjá síðu 4 Flatar afskriftir útilokaðar: Stjórnin á að slá á væntingar STJÓRNMÁL Talið er að á milli sjö og átta þúsund manns hafi verið á Austurvelli í gærkvöldi á meðan for- sætisráðherra flutti þinginu stefnu- ræðu sína. „Andrúmsloftið er allt annað held- ur en það var í janúar 2009. Hér á vellinum er ekki ofbeldisfólk. Það vill aðeins láta málstað sinn heyr- ast,“ sagði Geir Jón Þórisson yfir- lögregluþjónn á tíunda tímanum. Þá höfðu nokkrir mótmælenda verið fjarlægðir af vettvangi en enginn verið handtekinn. Nokkrar rúður í Alþingishúsinu voru brotn- ar og húsið sjálft var þakið eggj- um, skyri og öðru sem mótmælend- ur létu rigna yfir það. Lögreglan var með mikinn viðbúnað og hafði girt þinghúsið af með járngirðingu. Fjöldi lögreglumanna sinnti öryggis- gæslu. Jóhanna Sigurðardóttir var harð- orð í garð bankanna í ræðu sinni. Sagði hún þá hafa dregið lappirnar þegar kæmi að því að leysa úr stöðu einstaklinga sem væru að komast í þrot. „Auðvitað hefði ég viljað sjá þessi mál ganga hraðar fyrir sig en það er afar mikil einföldun hjá forsæt- isráðherra að benda bara á bank- ana,“ sagði Birna Einarsdóttir, for- stjóri Íslandsbanka, við Fréttablaðið í gærkvöldi. Bönkunum væri ætlað að vinna að málum innan ákveð- ins ramma og tryggja jafnræði í afgreiðslu mála. „Það tekur oft lengri tíma,“ sagði hún. Jóhanna sagði að fólki verði áfram tryggður réttur til að geta fengið frest á nauðungarsölu á meðan unnið er að málum þess. Þá sagði hún fimm ráðherrum hafa verið falið að fara sérstaklega yfir húsnæðis- og skuldamálin. Talsmenn stjórnarandstöðunn- ar í umræðunum gáfu ríkisstjórn- inni falleinkun. Bjarni Benedikts- son, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði stjórninni hafa mistekist að leysa vanda þjóðarinnar og að hún þyrfti að átta sig á að tími hennar væri liðinn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði ranga stefnu hafa orðið ofan á. Enn væri hægt að bregðast við en til þess þyrfti að breyta um stefnu. Þór Saari, Hreyfingunni, sagði ríkisstjórnina uppiskroppa með lausnir. Boða þyrfti til kosninga nú þegar. - þj, sv, bþs, sh / sjá síður 2, 6, 12 Þúsundir mótmæltu við víggirt Alþingi Fjölmenn mótmæli við þinghúsið voru að mestu leyti friðsöm. Nokkrar rúður brotnar. Forsætisráðherra heitir aðgerðum til handa skuldugum. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir stjórninni hafa mistekist að leysa vanda þjóðarinnar. Hér á vellinum er ekki ofbeldisfólk. Það vill aðeins láta málstað sinn heyrast. GEIR JÓN ÞÓRISSON YFIRLÖGREGLUÞJÓNN FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.