Fréttablaðið - 05.10.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 05.10.2010, Blaðsíða 2
2 5. október 2010 ÞRIÐJUDAGUR NEYTENDUR Sala á erlendri tónlist hefur dregist saman um meira en helming á síðustu árum. Rúmlega 820 þúsund eintök af hljómplötum seldust hér á landi árið 2005 og dróst salan saman um helming á næstu árum en um 420 þúsund ein- tök seldust á síðasta ári. Ástæðan er ólöglegt niðurhal. Mikill samdráttur var einnig í tekjum af plötunum, en árið 2005 var veltan um 750 milljónir en um 590 milljónir árið 2009. Veltan hefur að sama skapi dregist saman um nærri helming, en erlend tón- list velti hér á landi um 350 millj- ónum árið 2005 en 182 milljónum fjórum árum seinna. Árið 2002 voru 26 prósent landsmanna með ADSL eða aðra háhraða nettengingu og árið 2008 var hlutfallið 94 prósent. Gunnar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Sambands flytj- enda og hljómplötuframleiðenda, segir ólöglegt niðurhal gríðarlegt vandamál. „Við sjáum það bara á sölutölun- um að það er sérstaklega erlend tónlist sem verður fyrir barðinu á ólöglegu niðurhali,“ segir Gunnar. „Þetta er alveg skelfilegt ástand og við verðum að fá umræðu í gang um ósanngirnina sem fylgir því að listamenn fái ekki greitt fyrir sína vinnu.“ Gunnar segir að erfitt sé að segja til um hvað hægt sé að gera í málinu. Fólk verði fyrst og fremst að skilja að framleiðsla á nýrri tón- list er ekki möguleg nema lista- mennirnir fái borgað fyrir hana. „Þetta háir öllum ungum tón- listarmönnum og allri þróun á tón- list,“ segir hann. Það sé nauðsyn- legt að fá stjórnvöld og aðra aðila sem koma að dreifingu á tónlist til þess að skilja að það sé ekki hægt að halda starfsemi sem þessari uppi ef ekkert verður að gert. Björn Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Senu, tekur undir orð Gunn- ars en segir vandamálið liggja mest í sölu á erlendri tónlist. „Íslensk tónlist er að aukast í sölu á milli ára, en það eru óveru- legar breytingar,“ segir hann. „Hins vegar er erlend sala að falla gríðarlega mikið og ástæðan fyrir því er þjófnaður.“ Á síðustu tíu árum dróst salan á erlendri tónlist saman um 58 prósent og segir Björn það mikið áhyggjuefni. Þó íslensk tónlist sé ekki jafn aðgengileg á deilisíðun- um og sú erlenda séu einnig fjöl- mörg dæmi um stuld á henni. „Það er því miður þannig að nú eru heilu kynslóðirnar sem kunna ekki að nálgast tónlist nema hún sé ólögleg,“ segir Björn. sunna@frettabladid.is 1.000 800 600 400 200 0 Sala hljóðrita í eintökum 2002 - 2010 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 100% 80% 60% 40% 20% 0% Eintök í þúsundum ADSL- eða önnur xDSL-tenging (hlutfall heimila %) Sala á tónlist dregst saman um helming Sala á erlendri tónlist hefur dregist saman um rúmlega helming á síðustu árum vegna ólöglegs niðurhals. Velta dregst saman hér á landi um 200 milljónir síðan árið 2005. Nær öll heimili hér á landi eru tengd með ADSL-internettengingu. SALA Á GEISLADISKUM Ólöglegt niðurhal á tónlist bitnar verulega á íslenskum tónlistarmarkaði. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Slasaðist á fjórhjóli Ung kona slasaðist þegar hún missti stjórn á fjórhjóli á Úlfarsfellsvegi í gær með þeim afleiðingum að það valt. Konan var flutt með sjúkrabíl á slysa- deild. Tildrög slyssins eru ókunn. LÖGREGLUFRÉTTIR Eldur kviknaði í sendibíl Eldur kom upp í sendibíl á Nýbýlavegi í Kópavogi síðdegis í gær. Slökkvi- lið var kvatt á vettvang og gekk vel að slökkva eldinn. Bíllinn, sem var mannlaus, er töluvert skemmdur. „Viktoría, eru Vestfirðir þá algjör paradís?“ „Já, nema hér bera menn sund- klæði en ekki laufblöð.“ Viktoría Rán Ólafsdóttir er verkefna- stjóri Vatnavina Vestfjarða sem hlutu ásamt áfangastaðnum Vestfjörðum hin evrópsku Eden-ferðamálaverðlaun við hátíðlega athöfn í Brussel á dögunum. VERSLUN Múrbúðin selur ekki spreybrúsa til barna og ungl- inga. Baldur Björnsson fram- kvæmdastjóri segir ástæðuna vera skemmdarverk á almanna- eignum. „Það var mikil og þung umræða um þetta fyrir nokkrum árum og við ákváðum að banna börnum og unglingum að kaupa spreybrúsa,“ segir Baldur. Að sögn Baldurs eru viðskipta- vinir ekki beðnir um skilríki held- ur meti starfsmenn verslunarinn- ar sjálfir hverjum skal selja og hverjum ekki. - sv Aldurstakmark í Múrbúðinni: Selja unglingum ekki spreybrúsa MANNSLÁT Maður sem saknað hefur verið frá 24. september fannst látinn í bíl sínum í Kleif- arvatni klukkan fjögur í gærdag. Fram kemur í tilkynningu lög- reglunnar á höfuðborgarsvæð- inu að þyrla Landhelgisgæsl- unnar hafi fundið bíl mannsins í vatninu. Maðurinn hét Andrés Tómas- son og var til heimilis í Reykja- vík. Hann var 41 árs gamall. Umfangsmikil leit hefur stað- ið yfir síðustu daga að honum og Suzuki-bifreið sem hann hafði yfir að ráða. „Lögregla vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem hafa aðstoðað við leit- ina að Andrési,“ segir í tilkynn- ingunni. Að sögn lögreglu eru engar grunsemdir um að dauða Andr- ésar hafi borið að með saknæm- um hætti. - óká VIÐ KLEIFARVATN Umfangsmikil leit hefur staðið yfir að Andrési Tómassyni síðustu daga, en auk lögreglu hafa tekið þátt í henni björgunarsveitir og Landhelgisgæslan. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Lík manns sem leitað hefur verið fannst í Kleifarvatni í gærkvöldi: Fannst látinn í bílnum í Kleifarvatni SPURNING DAGSINS Kínversk fræði við HÁSKÓLA ÍSLANDS konfusius@hi.is | www.konfusius.hi.is Konfúsíusarstofnunin Norðurljós í tengslum við hátíðina Ljóðarými sýnir: Gyðjan 神女 Shennü, kínversk stórmynd frá 1934 Norræna húsið, miðvikudagur 6. október, kl: 20:00 Kínverska gullaldarmyndin Gyðjan (Shennü) frá árinu 1934, leikstýrt af Wu Yonggang 吳永剛 og með Ruan Lingyu 阮玲玉 í aðalhlutverki, fjallar með kaldranalegum hætti um afdrif nafnlausrar konu í Shanghai sem neyðist til að sjá sér og ungum syni sínum farborða með ástundun vændis. Nánar á www.konfusius.is Hljóðlaus og með myndtexta sem þýddur er á ensku. Sýnd í Norræna húsinu, miðvikudaginn 6. október, kl. 20:00. Myndin er 85 mínútur að lengd. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Sex sitja áfram inni Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að sex einstaklingar sem sæta nú rannsókn vegna umfangsmikilla fjársvika skuli sitja í gæsluvarðhaldi til 8. október. Rannsókn málsins heldur áfram. DÓMSMÁL SAO PAULO, AP Enginn frambjóð- andi náði 50 prósentum atkvæða í forsetakosningunum í Brasilíu sem fram fóru á sunnudag. Framan af degi leit út fyrir að Dilma Rousseff, frambjóðandi hins ríkjandi Verkamannaflokks, næði meirihluta atkvæða en þegar leið á kvöldið varð ljóst að hún hefði ekki nægilegt fylgi. Lokatölur voru þær að Rouss- eff fékk 46,9 prósent atkvæða en Jose Serra, frambjóðandi sósíal- demókrata, fékk 32,6 prósent. Kosið verður aftur milli efstu tveggja frambjóðendanna eftir fjórar vikur. - mþl Kosið aftur eftir mánuð: Náði ekki meiri- hluta atkvæða DILMA ROUSSEFF Rousseff hefur notið góðs af stuðningi fráfarandi forseta, Luiz Inacio Lula da Silva, en hann valdi hana sjálfur sem frambjóðanda flokks þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DANMÖRK Búist er við mótmælaað- gerðum við setningu danska þjóð- þingsins í Kaupmannahöfn í dag. Æskulýðssamtök sem nefnast Ungt fólk til ábyrgðar ætla að mótmæla því að sparnaður stjórn- valda í menntamálum bitnar á 8.500 ungmennum í starfsnámi sem hafa verið svipt möguleikum á starfsþjálfun. Auk þess að mótmæla við þing- setninguna ætla samtökin að standa fyrir aðgerðum við nokkra framhaldsskóla í Kaupmannahöfn í dag, segir á vef Politiken. - pg Danska þjóðþingið sett í dag: Búist við mót- mælaaðgerðum EFNAHAGSMÁL Kaupmáttur ráð- stöfunartekna hvers einstakl- ings dróst saman um 15,5 prósent árið 2009 samanborið við árið á undan, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Ráðstöfunartekjur á mann voru að meðaltali um 203 þúsund krónur á mánuði í fyrra, en voru ríflega 214 þúsund árið 2008. Samdrátturinn er 5,3 prósent. Af þessu leiðir að ráðstöfunar- tekjur hvers heimilis hafa einnig dregist saman. Samdrátturinn þar er þó minni, eða um 5,4 pró- sent samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. - bj Kaupmáttur tekna minnkar: Samdráttur um 15,5% á einu ári Varaþingmenn taka sæti Baldvin Jónsson, varaþingmaður Birgittu Jónsdóttur í Hreyfingunni, tók sæti á Alþingi í gær. Þá settust þau Ólafur Þór Gunnarsson og Jórunn Einarsdóttir á Alþingi á föstudag en þau eru varamenn Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur og Atla Gíslasonar, þingmanna VG. ALÞINGI STJÓRNMÁL Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir það mikla einföldun hjá forsætis- ráðherra að benda bara á bankana þegar kemur að meintu aðgerðar- leysi í skuldavanda heimilanna. Í stefnuræði sinni á Alþingi í gærkvöldi gagnrýndi Jóhanna Sig- urðardóttir forsætisráðherra nýju bankana fyrir að hafa ekki gert nóg í skuldaaðlögun fólks og fyr- irtækja. Sagði hún bankana hafa dregið lappirnar í þessum málum og að við það yrði ekki unað. „Úrlausnarefnin eru gríðarlega flókin og erfið og mikilvægt að hafa í huga að við erum að vinna úr málum venjulegs fólks í afar óvenju- legum aðstæð- u m ,“ s a g ð i Birna aðspurð um þessa gagn- rýni og bætti við að það væri ekki rétt að bank- arnir hefðu setið auðum hönd- um, Íslandsbanki hefði til dæmis breytt vel yfir tíu þúsund lána- samningum einstaklinga. Jóhanna sagði í ræðu sinni að hinir nýju bankar hefðu vald- ið sér vonbrigðum hvað varðar skuldaaðlögun. Samið hefði verið við fjármálastofnanir um að þær kæmu til móts við viðskiptavini sína með sértækri skuldaaðlög- un en ný skýrsla eftirlitsnefndar með framkvæmd slíkrar aðlögun- ar sýndi fram á að fáir hefðu farið í gegnum slíkt ferli. Stjórnvöld hlytu að fara fram á skýringar og úrbætur. - mþl / sjá síðu 6 Forsætisráðherra gagnrýndi aðgerðaleysi nýju bankanna í skuldamálum: Bankastjóri vísar gagnrýni á bug BIRNA EINARSDÓTTIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.