Fréttablaðið - 05.10.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 05.10.2010, Blaðsíða 10
10 5. október 2010 ÞRIÐJUDAGUR Það er 800 4000 • siminn.is Sveigjanleg GSM áskrift með eitt mínútuverð óháð kerfi F Y R I R TÆ K I GSM Samband er sveigjanleg áskriftarlei› sem sameinar hagsmuni fyrirtækja og starfsfólks. Fyrirtæki› kaupir Grunnáskrift á 499 kr. á mánu›i* og bætir sí›an vi› mismunandi pökkum, allt eftir flörfum hvers og eins, sem anna›hvort fyrirtæki› e›a starfsmenn grei›a fyrir. Lægra mínútuver› og sveigjanlegar áskriftarlei›ir geta lækka› símakostna› fyrirtækisins og starfsfólks. GSM Samband fyrir fyrirtæki E N N E M M / S ÍA / N M 4 3 7 3 3 *U pp ha fs gj al d 6, 50 k r. HJÁLPARSTARF Alnæmissmituðum í Malaví hefur fækkað úr 14,4 pró- sentum landsmanna í tólf prósent frá árinu 2007. „Það er stórkostlegt fyrir okkur að vera partur af því sem er að gerast,“ segir Þórir Ólafs- son, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða kross Íslands. Rauði kross Íslands starfar með Rauða krossi Malaví í tveimur hér- uðum í landinu þar sem hlutfall alnæmissmit- aðra er með því hæsta sem ger- ist. Þar aðstoða samtökin um 3.600 börn sem flest eru mun- aðarlaus eftir að hafa misst foreldra sína úr alnæmi. „Þá þurfa yfirleitt afi og amma eða aðrir þorpsbúar að ala þau upp og það er gífurlegt álag á fólk sem rétt lifir milli uppskeru- tímabila. Við höfum meðal ann- ars komið upp athvörfum fyrir þessa krakka þar sem sjálfboðalið- ar hugsa um þau og þá fá þau eina máltíð á dag. Fyrir mörg þeirra er þetta eina máltíðin sem þau fá,“ segir Þórir. Liður í forvarnastarfinu er að leiklistarhópar, skipaðir heima- mönnum, fara á milli þorpa og setja upp leikþætti þar sem upp- lýsingum um smitleiðir alnæmis er komið á framfæri. „Það er geysilega skemmtilegt og mikil tilbreyting fyrir fátæka bændur í þorpunum þegar það kemur svona leiklist- arhópur og setur upp eins konar Spaugstofuskets sem síðan inniheld- ur líka skilaboð. Nú vill maður ekk- ert segja að það sé beint samhengi á milli þess að við höfum verið með þessa fræðslu í tveimur héruðum og það að alnæmissmituðum sé að fækka,“ segir Þórir. Þórir segir að heimamönnum sé einnig hjálpað að rækta grænmeti. „Nú er svo komið að fólk kemst á alnæmislyf ef það uppgötvar sjúk- dóminn nógu snemma – og það skiptir gífurlegu máli – en hins vegar er aukaverkan lyfjanna sú að menn eru stöðugt svangir. Til þess að þau virki sem skyldi þarf næringarástand líkamans líka að vera gott,“ segir Þórir. Fólk sé því kynnt fyrir nýjum ræktunarað- ferðum, meðal annars í þeirri von að sú þekking berist víðar. stigur@frettabladid.is Alnæmisleikþættir til fræðslu í Malaví Hlutfall alnæmissmitaðra í Malaví hefur lækkað úr 14,4 prósentum í 12 síðan 2007. Íslenski Rauði krossinn hefur aðstoðað heimamenn, kennt þeim að rækta grænmeti og uppfrætt þá um smitleiðir með leikþáttum í stíl Spaugstofunnar. 1. Hversu hátt hlutfall lands- manna vill frekari aðskilnað ríkis og kirkju? 2. Hvaða fyrrverandi ráðuneyt- isstjóri kann að verða rannsak- aður af ríkissaksóknara? 3. Hver leikstýrir Brimi, nýju íslensku kvikmyndinni? SVÖR 1. 73 prósent. 2. Baldur Guðlaugsson. 3. Árni Ólafur Ásgeirsson. BRUGÐIÐ Á LEIK Þótt talsverð alvara búi að baki þessum leikþætti hafa áhorfendur af honum gaman. Hann hefur meðal annars það hlutverk að fræða þorpsbúa um smitleiðir alnæmis. MYND / ÞÓRIR GUÐMUNDSSON ÞÓRIR GUÐMUNDSSON AMSTERDAM Réttarhöld hófust í gær yfir hollenska þingmannin- um Geert Wilders sem leiðir Frelsisflokkinn, þriðja stærsta stjórnmálaflokk landsins. Wilders er umdeildur maður í Hollandi en flokkur hans hefur harða stefnu gegn innflytjendum og þykir mörgum sem hann geri út á fordóma gegn þeim. Wilders er ákærður fyrir að hafa kynt undir hatur gegn múslimum. Verði hann fundinn sekur er hægt að dæma hann í allt að eins árs fangelsi. Ný samsteypustjórn var kynnt í Hollandi í síðustu viku eftir margra mánaða þóf en Frelsis- flokkurinn ver hana falli. - mþl Réttað yfir Geert Wilders: Umdeildur þing- maður ákærður GEERT WILDERS Frelsisflokkurinn fékk 24 menn kjörna á hollenska þingið í kosningum í vor en hafði níu menn ALÞINGI Ólína Þorvarðardótt- ir Samfylkingunni hefur krafið efnahags- og viðskiptaráðherra svara um skuldamál útgerðarfé- laga. Hún vill meðal annars vita hver skulda- staða félaganna hjá bönkum og Byggðastofnun er og hve mikið hefur verið afskrifað. Nýleg frétt um milljarða afskriftir á skuldum smá- bátaútgerðar í eigu Skinneyjar-Þinganess er til- efni fyrirspurnarinnar. Ólína hefur í tvígang áður lagt sambærilega fyrirspurn fyrir ráð- herra en ekki fengið viðhlítandi svör. - bþs Ólína spyr í þriðja sinn: Vill upplýsingar um afskriftir ÓLÍNA ÞORVARÐARDÓTTIR EVRÓPUMÁL Sameiginleg þing- mannanefnd Íslands og ESB verður formlega stofnuð í dag í Þjóðmenningarhúsinu. Við það tækifæri verður rætt um samskipti Íslands og ESB, um stöðu efnahagsmála á Íslandi og sjávarútvegsstefnur Íslands og ESB. Einnig um Norðurslóðir og orkumál. Ályktað verður um aðildarviðræður Íslands og ESB í lok fundar. Slík nefnd er ætíð stofnuð til að fylgjast með aðildarviðræðuferli umsóknarríkis og ESB, segir í tilkynningu. Í íslensku nefndinni eru átján þingmenn, helmingur þeirra er frá Íslandi. - kóþ ESB-viðræður Íslands: Sameiginleg nefnd stofnuð KAUPMANNAHÖFN, RITZAU Bífræfnir þjófar hafa í tvígang brotist inn í húsnæði danska skattaráðuneyt- isins undanfarið og haft þaðan burt fjölmargar tölvur. Í tilkynningu frá skattinum segir að 27 tölvum hafi verið stolið í innbroti um helgina en aðfaranótt föstudags var fimmt- án tölvum til viðbótar stolið. Lögreglan telur að aðgangskort starfsmanns hafi verið notað í fyrra innbrotinu. Talsmaður skattsins segir engar viðkvæmar upplýsingar að finna á tölvunum sem stolið var, þar sem upplýsingar á tölvum ráðuneytisins séu dulkóðaðar. - þj Innbrot hjá dönsku ráðuneyti: Tölvum stolið frá skattinum KAUPMANNAHÖFN Þjófar hafa í tvígang brotist inn hjá danska skattinum. VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.