Fréttablaðið - 05.10.2010, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 05.10.2010, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 5. október 2010 17 Fjölgum störfum á Íslandi Upplýsingafulltrúi BSRB, Kolbeinn Óttarsson Proppé, víkur sterkum orðum að undir- rituðum og Samtökum iðnaðar- ins í grein hér í blaðinu. Taldi hann okkur reyna að varpa rýrð á opinbera starfsmenn og beita til þess talnablekkingum. Hvor- ugt á við rök að styðjast. Samtök iðnaðarins hafa bent á það und- anfarið að stórfelld kreppa og atvinnuleysi hefur ríkt í mörg- um iðngreinum undanfarin þrjú ár en á meðan gefa opinber gögn til kynna að störfum í opinbera geiranum hafi fjölgað umtals- vert síðustu árin. Kolbeinn dregur í efa sam- anburðarhæfni tiltekinna talna Hagstofunnar milli ára, sem við höfum vitnað í, og byggir sínar stóryrtu ávirðingar á Samtök iðnaðarins þar á. Þetta rétt- lætir varla ásakanir á hendur Samtaka iðnaðarins um lygar og blekkingar enda snýst boð- skapur okkar ekki um hver sé hárnákvæmur fjöldi opinberra starfsmanna á hverjum tíma- punkti. Kolbeinn bendir rétti- lega á að nýlega hafi verið breytt um starfaflokkunarkerfi hjá Hagstofunni. Þannig kunna fjöldatölur starfsmanna í opin- bera geiranum að undanförnu að vera mældar með örlítið mis- munandi aðferðum eftir því sem tíminn líður. Þetta er hins vegar aukaatriði. Samtök iðnaðarins hafa engan ásetning um að bera á borð rangar tölur eða túlka þær á misvísandi hátt. Lykil- atriðið er að óheyrilegur fjöldi starfa hefur tapast og samdrátt- ur í þjóðarbúskapnum er mikill. Enn sem komið er hefur krepp- an bara í takmörkuðu mæli birst þeim sem starfa í opinbera geir- anum. Benda má á frétt Stöðv- ar 2 frá sl. sunnudagskvöldi, en þar kom fram að atvinnu- leysi meðal þeirra sem störfuðu hjá hinu opinbera er um 2%, á meðan atvinnuleysi af almenn- um vinnumarkaði er um 9%. Þar kom einnig fram að sl. 10 ár hafi opinberum starfsmönnum fjölgað um 47%. Þessar tölur er tæpast hægt að draga í efa og eru til marks um að einkageir- inn er að axla þyngstu byrðarn- ar vegna kreppunnar í formi mikils atvinnuleysis og minnk- andi atvinnu. Vissulega stendur opinberi geirinn nú frammi fyrir erfið- leikum enda er umtalsverður niðurskurður fram undan sem óhjákvæmilega mun valda fækk- un starfa í þeim geira. Þetta þarf hins vegar ekki að þýða að störf- um í landinu þurfi að fækka. Samtök iðnaðarins hafa síður en svo horn síðu opin- berra starfsmanna. Við erum öll Íslendingar, verkefnið er að fjölga störfum varanlega í land- inu og gefa vinnufúsum höndum viðnám fyrir krafta sína, hvað sem vinnuveitandinn heitir í hverju tilviki. Atvinnulífið og heimilin greiða skattana sem hið opinbera ver til rekstrar síns í dag. Skuldir hins opinbera verða að sköttum á morgun. Hinn almenni vinnumarkaður og hið opinbera geta unnið ágætlega saman að því að draga úr kostn- aði hins opinbera en fjölga um leið störfum í landinu og skjóta sterkari stoðum undir efnahag landsins. Opinberir starfsmenn Orri Hauksson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Óskum eftir karlmönnum sem vakna um nætur Karlmönnum, sem hafa ama af tíðum næturþvaglátum, er boðið að taka þátt í rannsókn á áhrifum SagaPro. Áhugasömum er bent á að leita frekari upplýsinga í síma 510 9911 eða 664 9937 milli kl. 8.30 og 16.30, eða með tölvupósti á netfangið clinic@encode.is. Nánari upplýsingar: www.sagapro.is Fyrir viku síðan samþykkti Alþingi í fyrsta sinn í sögu Íslands að kæra einn af fyrrver- andi ráðamönnum þjóðarinnar fyrir landsdómi. Jafnframt var felld tillaga um að ákæra þrjá aðra ráðamenn fyrir svipaðar eða sömu sakir. Tilefni ákæranna er einn- ig einsdæmi í Íslandssögunni, en ákærurnar snúa að aðgerðum og aðgerðaleysi í aðdraganda efna- hagshrunsins haustið 2008. Ekki var við því að búast að ákvörð- un Alþingis yrði óumdeild en þó koma sum stóryrði sem hafa verið látin falla í fjölmiðlum hennar vegna nokkuð á óvart. Einkum í ljósi þess að ákæran á sér nokk- urn aðdraganda og skipun nefnd- ar til að kanna grundvöll slíkrar ákæru vakti ekki jafn ofsafengin viðbrögð. Heyrst hefur af hálfu stjórnar- andstæðinga og gífuryrtra blaða- manna að ákærur sem þessar séu „pólitískar“ og eigi sér enga hliðstæðu nema í „fyrrum aust- antjaldsríkjum“. Ástæða er til að gera athugasemdir við þá rökleysu og fáheyrðu sögulegu hliðstæðu sem hér er dregin upp. Í fyrsta lagi þá er það rökleysa að gefa í skyn að það sé misnotkun á lögum um landsdóm að gefa út ákær- ur á pólítískum grundvelli því að það kemur skýrt fram í þeim að tilgangur landsdóms sé að dæma í málum sem Alþingi „ákveður að höfða gegn ráðherrum út af embættisrekstri þeirra”. Þess- um lögum hefur margoft verið breytt á undanförnum árum en aldrei hefur það verið niðurstaða þingmeirihlutans að þau væru úrelt. Ekki hefur heldur komið til umræðu að fella ákvæði um lands- dóm úr 14. grein stjórnarskrár- innar. Núgildandi lög um lands- dóm voru samþykkt 1963 og voru breyting á eldri lögum frá 1905. Það lagafrumvarp var ekki samið af Jósef Stalín heldur af Ólafi Jóhannessyni að beiðni þáverandi dómsmálaráðherra, Bjarna Bene- diktssonar. Í greinargerð með því lagafrumvarpi er hnykkt á nauð- syn slíks dómstóls og það talið „ofmælt, að í þingstjórnarlönd- um sé ákvæðum um refsiábyrgð ráðherra og um sérstakan ráð- herradóm algerlega ofaukið. Það getur orðið þörf á slíkum úrræð- um, þegar sérstaklega stendur á. … Samkvæmt stjórnarskránni á og þarf landsdómur að vera til.“ Ástæða er til að benda fyrrver- andi ráðherrum og blaðamönnum Morgunblaðsins á að lesa þá grein- argerð í heild sinni. Eftir þann lestur er erfitt að halda því fram að ákærur fyrir landsdómi séu eitthvað annað en eðlilegur val- kostur í lýðræðisríki. Sú var enda niðurstaða Dana þegar Erik Ninn- Hansen fyrrverandi dómsmála- ráðherra var leiddur fyrir lands- dóm árið 1995 og sakfelldur. Á hinn bóginn er ljóst að ákær- ur fyrir landsdómi verða aldrei daglegt brauð eða hluti af hvers- dagslegri pólitískri baráttu. Hót- anir forystumanna Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks um að misbeita slíkum ákærum í hefndarskyni vegna niðurstöðu Alþingis 28. september s.l. eru af þeim sökum sérlega óviðeig- andi og grafa undan andanna lag- anna um landsdóm. Ákærur af þessu tagi verða aldrei annað en neyðarúrræði við óvenjuleg pól- itísk skilyrði. Vel má færa rök að því að hrunið 2008 gefi tilefni til slíkra ákæra, enda var það niður- staða Alþingis þegar skipuð var nefnd allra flokka til að rannsaka það. Tilgangur slíkra rannsóknar- nefnda getur aldrei verið að hvít- þvo stjórnmálamenn af því aðhaldi sem fylgir ráðherraábyrgð og það hefði verið óvænt og umdeild nið- urstaða ef nefndin hefði ekki beitt sér fyrir neinum ákærum. Annað mál er svo hvort sú nið- urstaða Alþingis standist gagn- rýna skoðun, að kæra aðeins einn af fjórum fyrrverandi ráðherrum fyrir landsdómi en ekki hina þrjá sem voru bornir svipuðum sakar- giftum. Sú niðurstaða endurspegl- ar að ýmsu leyti hinn pólítíska veruleika. Eitt af því sem hefur dregið úr líkum á ákærum fyrir landsdómi á Íslandi er að fyrn- ingafrestur mála er skammur og afar sjaldgæft að stjórnarskipti verði með þeim hætti að skipt sé um alla flokka í ríkisstjórn. Á Íslandi gerðist það seinast árið 1971. Svo var einnig eftir hrunið, að annar stjórnarflokkurinn sat áfram í ríkisstjórn og átti aðild að þingmeirihluta. Það bar því vott um mikinn pólitískan kjark af hálfu Samfylkingarinnar að láta þingnefnd rannsaka ráðherra úr eigin flokki. Sá kjarkur brást hins vegar þegar á hólminn var komið. Að lokum var einungis Geir H. Haarde fyrrverandi forsætis- ráðherra ákærður og sætir því að ýmsu leyti ábyrgð fyrir hönd allr- ar ríkisstjórnarinnar sem hann leiddi. Núna er það landsdóms að komast að niðurstöðu. Málið er komið úr höndum stjórnmála- manna. Stalín eða stjórnarskráin? Sverrir Jakobsson sagnfræðingur Í DAG Ákærur fyrir landsdómi verða aldrei daglegt brauð eða hluti af hversdags- legri pólitískri baráttu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.