Fréttablaðið - 05.10.2010, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 05.10.2010, Blaðsíða 21
3 Sparnaður í matarinnkaupum þarf ekki endilega að þýða óhollt fæði. Drýgið hakk með baunum, fisk með grófu mjöli og búið til fiskibollur. Borðið hafragraut í staðinn fyrir morgunkorn og kaupið frosið grænmeti til að nota í pottrétti og annan mat. Heilsuréttir Valhnetur og valhnetu- olía geta aðstoðað líkamann við að takast á við streitu að því er kemur fram í rann- sókn vísindamanna við Penn State háskól- ann í Bandaríkjunum. Hnetan sem inniheld- ur fjölómettaða fitu getur haft áhrif á púls bæði í hvíld og undir álagi. Rannsóknin sýndi að neðri mörk blóðþrýstings lækkuðu hjá þeim sem inn- byrtu valhnetur eða valhnetuolíu. calorielab.com Ofurfæðið er vinsælt um þessar mundir. Það þykir hafa heilnæm áhrif en merkilegt er að flestar fæðutegundir sem hafa hátt ORAC (oxigen radical absorbance capac- itt) gildi hafa verið notaðar af for- feðrum okkar til að viðhalda góðri heilsu og til lækn- inga á hinum ýmsu ólíku kvillum. Hér eru nokkrar fæðutegundir sem falla undir ofurfæði: Dökkgrænt grænmeti Dökkt græn- meti er ofur- fæði. Á það við um spínat, grænkál og romaine salat en einn- ig fíflablöð, arfa, smára, njóla, skarfakál og hundasúru. Ásamt því að hafa háa andoxunarhæfni inniheldur kálið einnig prótín, beta-karótín, vítamín eins og fólínsýru og A vít- amín og steinefni. Þá er það einn- ig trefjaríkt. Græni liturinn gefur til kynna ríkulegt magn af blaðgrænu. Úr blaðgrænunni fæst mikið súrefni sem hjálpar góðu bakteríunum í meltingarveginum til að vaxa og dafna. Jafnframt heldur hún sjúk- dómsvaldandi bakteríum í skefj- um, sem þola ekki súrefnið. Blað- grænan þykir allra meina bót, hreinsar blóðið og kemur jafnvægi á blóðsykurinn, hún hjálpar til við að hreinsa lifrina og losar líkam- ann við eiturefni. Ber Ber skora hvað hæst í O R A C gildum og standa blá- ber þar fram- arlega. Einnig má nefna acai-ber sem innihalda virk efni sem talin eru geta hamlað útbreiðslu vissra tegunda krabba- meinsfruma. Á Íslandi eru acai- berin yfirleitt fáanleg í formi safta og safa. Kakó Kakóbaunir er það hrá- efn i sem súkkulaði er unnið úr. Mayar til forna virtu kakó mik- ils fyrir lækn- ingamátt enda þýðir fræðiheiti plöntunnar „fæða guðanna“. Kakóbaunin inniheldur mikið af andoxunarefnum og er rík af steinefnum. Gojiber Gojiber eru lítil rauð ílöng ber ættuð frá Himalajafjöllum, einnig nefnd úlfaber. Fáar berjategundir innihalda jafn mikið magn næring- arefna og þykja þau rík af andox- unarefnum. Þau hafa verið ræktuð í Asíu í mörg þúsund ár og notuð í kínverskri læknisfræði. Auk andoxunarefna innihalda þau C-vítamín, B og E-vítamín, eru einstaklega kalkrík og járnrík auk þess sem þau innihalda 18 amínósýrur og beta karótín. Spírulina Spírulína eru blá- grænir þörungar fáanlegir bæði í duft- og töfluformi. Spírulina hefur hátt prótíninni- hald og er ríkt af b-komplex vítamínum, blaðgrænu, betakraótíni, e-vítamíni og steinefnum. Spirúlina þykir gott í græna drykki Maca Maca er oft kallað gins- eng Inkanna í Perú og vex í And- esfjöllum. Hún er lítt þekkt hér á landi en þykir orku- gefandi. Þá er talið að hún virki vel á skap sveifl- ur og til að koma á jafnvægi í hormónakerfi kvenna. Jurtin er fáanleg í duftformi og stundum notuð sem sætuefni. Sem dæmi um aðra ofurfæðu má nefna: aloa vera, þara, chlorella, frjókorn, hamp og camu camu-ber. Ofurfæði forfeðranna Ofurfæða eða superfoods eru hráefni sem eru rík af andoxunarefnum, vítamínum og steinefnum. ORAC (oxigen radi- cal absorbance capacity) er mælieining um virkni andoxunarefna og ORAC-gildi ofurfæðis því iðulega mjög hátt. Til að ná raunverulegum árangri til frambúðar þarftu vilja. Þess vegna er svo mikilvægt að finna sinn farveg þegar kemur að æfingum og mat. Við getum öll pínt okkur í einhvern tíma til að hamast eins og brjálæðingar og borða hluti sem okkur finnast alls ekki góðir. Svo eftir nokkrar vikur yfirleitt springum við á „kúrnum“, dettum aftur í sama farið, þ.e. sækjum í það sem okkur finnst gott. Þess vegna er mikilvægast af öllu að viðhalda viljanum. Því án hans gerist ekkert. Takmarkið þarf að vera að finna sig í heilsunni. Finna mat sem er góður á bragðið og líka hollur. Þannig er hægt að breyta til fram- búðar. Að pína í sig einhverja holl- ustu er alveg jafn vonlaust og gul- rótakúrinn. Dæmt til að mistakast. Í rauninni er þetta svo einfalt. Fólk verður bara að þora að prófa sig áfram með mat. Í flestum tilfell- um finnur maður hvort maturinn er góður eða slæmur fyrir heils- una. Hvernig tilfinningu fær maður eftir að hafa raðað í sig djúpsteikt- um kjúkling og frönskum með kok- teilsósu? Það á að vera góð tilfinning að næra líkamann. Verða saddur án samviskubits. Á Culiacan eru margir réttir til að velja úr. Það sem er þó aðalatriðið er hráefnið. Útbúið daglega frá grunni. Þ.e. sósur, salsa, guacamole og fajitas er gert úr fersku grænmeti og kryddjurtum án aukaefna. Kjúklingurinn er grillaður sem gerir hann afar bragðmikinn. Finndu þinn uppáhaldsrétt eða rétti og þú ert í góðum málum. Ég hef heyrt mörg dæmi hjá fastakúnnum um góðan árangur með Culiacan matnum. Ein sagði mér t.d. að hún var að vinna hérna rétt hjá í svolítinn tíma. Hún prófaði að borða alltaf í hádeginu hjá okkur aðallega því henni fannst maturinn góður. Eftir einn mánuð hafði hún lést um 4 kíló. Culiacan er í Faxafeni 9, opið alla Að viðhalda viljanum Kynning Sósurnar á Culiacan eru lagaðar frá grunni á hverjum morgni. Fullar af grænmeti og ferskum kryddjurtum. Fitness burritos kostar 1.090 krónur og er aðeins 397 kaloríur. SantaFe salat með kjúklingi er vinsælasta salatið og hefur verið á matseðlinum frá upphafi. Það kostar 1.290 og inniheldur aðeins 444 kaloríur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.