Fréttablaðið - 05.10.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 05.10.2010, Blaðsíða 26
 5. OKTÓBER 2010 ÞRIÐJUDAGUR4 ● batinn hefst með kennurum K ennarar, einkum góðir kennar- ar, gegna afar mikilvægu hlutverki í samfélag- inu. Því miður er ekki öllum ljóst hversu stórt það er. Ég hvet lesendur til að gefa sér stutta stund til að rifja upp bestu kennarana sína og leggja mat á áhrif þeirra. Ég hygg að við eigum flest minn- ingar um kennara sem skiptu sköp- um! Kennara sem höfðu djúp og varanleg áhrif, ekki aðeins á þekk- ingu okkar eða færni, heldur einnig á viðhorf og gildi. Ingvar Sigurgeirsson, prófessor við Háskóla Íslands. DJÚP OG VARANLEG ÁHRIF HVERT ER HLUTVERK KENNARANS Í SAMFÉLAGINU? K ennari ræktar menningu með nemendum sínum. Hlut- verk hans er að móta frjótt um- hverfi mennt- unar, sem er ein af forsendum þróttmikils, sam- stæðs samfélags. Samfélag sem virðir manneskjuleg gildi, skap- ar nýja þekkingu, og tengir nýja menningu við það besta af þeirri sem fyrir er. Kennarinn beinir sjónum sínum að hverjum einstökum nemanda, en jafnframt að öllu umhverfi hans. Þannig gegnir hann lykilhlutverki í mótun samfélags framtíðar. Jón Torfi Jónasson, forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands. MÓTAR SAMFÉLAG FRAMTÍÐAR K ennar-ar á öllum skólastigum hafa hugsjón- ir um að fræða og þroska nem- endur sína. Flestir kennara- nemar, sem ég hef kynnst, eiga sér þann draum að kenna nemendum sínum, á hvaða aldri sem er, þannig að sjálfstraust þeirra eflist. En ekki síst er það mik- ilvægt verkefni skóla og kennara að börn og unglingar verði virkir þátt- takendur í að skapa réttlátt og sjálf- bært samfélag. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, próf- essor við Háskólann á Akureyri; próf- essor og formaður kennslufræði- námsbrautar við Háskóla Íslands. SKAPA RÉTTLÁTT SAMFÉLAG H lutverk kennara er margslungið. Verkefni þeirra eru mörg og ólík og snúa að mörgum aðil- um í samfélag- inu. Kennarar eru líka af mörgum gerðum, flest- ir starfa í skólakerfinu, en marg- ir utan þess. Sumir kenna í leik- skólum, aðrir í grunnskólum. Sumir eru framhaldsskólakennarar og sinna bóknámi, sumir listnámi og enn aðrir eru í starfsnámsbrautum. Þegar ég reyni að greiða í sundur þann flókna vef verkefna og sam- skipta; hugmynda, þekkingar og siðfræði sem umlykja kennarastarf- ið kem ég þó alltaf niður á nem- andann, þroska hans og velferð. Hlutverk kennarans er að hjálpa nemendum að átta sig á umhverfi sínu; náttúru, samfélagi og menn- ingu. Sigurjón Mýrdal, deildarstjóri skrif- stofu menntamála. MARGSLUNGIÐ HLUTVERK Ákveðinn hluti af ábyrgð heim- ilanna hefur færst inn í skólana eins og Guðbjörg Ragnars- dóttir sérkennari í Flataskóla bendir á og tónlistarkennsla er aldrei mikilvægari en þegar óöryggi eykst í þjóðfélaginu að mati Brynju Guttormsdótt- ur tónlistarskólakennara. „Kennarar eru með nemandanum stóran hluta af vökutíma hans og eru því hegðunarfyrirmyndir hans og huggarar,“ segir Guðbjörg Ragn- arsdóttir sérkennari í Flataskóla sem ávallt gengur undir nafninu Gugga. Hún segir miklar kröfur á kennara, sumar þeirra séu settar í lög og reglugerðir. „Við eigum til dæmis að vera með einstaklings- miðaða kennslu en engu að síður að standast kröfur samræmdra prófa þar sem nemendur eru born- ir saman,“ bendir hún á. Hún segir líka kennarastarfið hafa breyst með nýjum þjóðfélagsháttum því fyrir utan að kenna námsefnið eigi þeir nú að kenna nemendunum samhygð, kurteisi og önnur siðferðisleg gildi sem þeir lærðu áður af foreldrum, öfum og ömmum heima fyrir. Nú vinni báðir foreldrar úti ef þeir mögulega geti en sumir neyðist til að vera heima, gegn eigin óskum eins og atvinnuástandið sé í dag og líði jafnvel mjög illa. „Öll vandamál heima fyrir koma inn í skólann og kennarar þurfa að hafa tíma til að sinna hverju og einu barni, með- fram öllum hinum,“ segir hún og bætir við. „Það verður líka þannig að af því að við erum með þessi börn mestallan daginn þá verða þau börnin okkar.“ TÓNLISTIN ÓMISSANDI Í SAMFÉLAG INU „Hljóðfærakennsla er yndislegt starf því það er svo gefandi að örva þann skapandi kraft sem er í tón- listinni og sjá hvernig hann breytir nemandanum,“ segir Brynja Gutt- ormsdóttir tónlistarskólakenn- ari og útskýrir nánar. „Tónlistar- námið eykur gleði nemandans og sjálfstraust enda hefur verið sýnt fram á að það styður og styrkir annað nám.“ Brynja telur tónlistarkennslu þýðingarmikla á öllum tímum en ekki síst núna þegar óöryggi og neikvæðni hafi aukist í þjóðfé- laginu. „Tónlistin er ómissandi á öllum mikilvægum stundum í lífi okkar, hvort sem er við að sefa sorg eða þegar við gleðjumst. Það gerir þessi skapandi og umbreyt- andi kraftur sem í henni er.“ Þrengt hefur verið að tónlistar- skólum undanfarið að sögn Brynju. „Það á ekki bara við eftir hrun heldur undanfarinn áratug,“ segir hún og kennir skammsýni stjórn- málamanna um. Þessu vill hún breyta og klykkir út með hvatning- arorðum. „Búum til enn betra sam- félag með góðri tónlistarkennslu og mikilli tónlist, samfélaginu til heilla.“ - gun Þau verða börnin okkar Kennarar þurfa að sinna hverju og einu barni og laða fram það besta í því. Það þekkja þær Brynja og Gugga af eigin raun. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SJÁ TIL AÐ ALLIR FÁI JÖFN TÆKIFÆRI Á n kenn-ara væri samfélagið án skóla. Mót- taka þekking- ar yrði óskipu- leg og miðlun hennar færi til fárra. Foreldrar stæðu einir að uppeldi. Samfélag- ið hefði ekki tök á að viðhalda þeim gæðum í velferð og þjónustu sem fylgir þekkingarsamfélaginu. Hlutverk kennara er að standa vörð um jafnrétti til menntunar fyrir alla nemendur. Kennarar starfa í auknum mæli við hlið nemenda og kenna þeim leiðir til að læra. Í stað fræðslu sjá kennarar til þess að nemendur öðlist, með virkri þátttöku í eigin námi, þekkingu og leikni og jákvæða sjálfsmynd. Kennarar eru fagstétt og sem slík lýtur hún lögmálum lærdómssam- félagsins og leitar leiða til að bæta árangur sinn í starfi. Kennarar eru máttarstólpar samfélagsins. Rósa Eggertsdóttir, sérfræðingur við Mið- stöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri. Um allt land eru kennarar á hverj- um degi að leita nýrra leiða til að bæta sig í starfi. Mest af þessu fer fram með óformlegum hætti og er ósýnilegt almenningi. Fá störf hreyfa eins mikið við fólki eins og kennarastarfið. Það krefst þess að þú sért vandanum vaxinn. Þú gríp- ur hverja lausa stund og nýtir til skrafs og ráðgerða með nemend- um, foreldrum og samstarfsmönn- um. Þú ígrundar það sem gerðist í vinnunni og hvort þú hafir brugð- ist rétt við þessu eða lært af hinu. Þú fylgist með nýjum aðferðum, hugmyndum og námsgögnum. Formlegar aðgerðir til að efla fag- mennsku í gegnum samstarf eru stöðugt í gangi. Um leið og mótað- ar eru nýjar framhaldsskólanáms- brautir til að sinna þeim nemend- um sem hafa ekki enn náð að fóta sig í námi er starfsfólk grunnskól- anna níu í Grafarvogi og á Kjalar- nesi á leiðinni á menntaráðstefnu þar sem þau verða með málstofur og fá til sín forkólfa í grunnskóla- málum á sviði stjórnsýslunnar. Skömmu áður eru tónlistarskóla- kennarar að ræða um fagmennsku á svæðisþingum sínum sem hald- in eru um allt land á hverju hausti og leikskólakennarar að leita leiða til að verja skólastarf og koma í veg fyrir að senda þurfi börn heim vegna þess að ekki má kalla til forfallakennara. Enda er fórn- fýsi, í sömu merkingu og enska hugtakið altruism, beinlínis inn- byggð í hefðir og hugmyndafræði skólanna. Svona mætti áfram telja. Af hverju? Ekkert af þessu hefur það að markmiði að tryggja efna- hag kennaranna sjálfra. Markmið- ið er einfalt: Að verða betri kenn- ari. Margir kennarar hafa á orði að jafnvel þótt þeir hverfi til ann- arra starfa séu þeir alltaf kennar- ar í hjarta sér. Kennsla er skuld- bundið lífsstarf eins og dr. Broddi Jóhannesson orðaði það. Einu sinni var kennari H lutverk kennarans í samfélaginu er að vera ein af meginstoð- um í lífi barns, barn á ávallt að vera í brenni- depli hjá honum. Hann þarf að eiga náið og gott samstarf við foreldra og samstarf heimila og skóla er brýnt. Rannsóknir sýna að þátttaka foreldra í skólastarfi hefur jákvæð áhrif á framfarir og líðan nemenda í skólum. Einn mikilvægasti þáttur samstarfs heimilis og skóla er sam- starf umsjónarkennara og foreldra. Hann hefur hve mest jákvæð áhrif á námsárangur samkvæmt rannsókn- um eins og eftirfylgni og stuðning- ur foreldra við heimanám. Allt sem við gerum í skólanum hefur áhrif á fjölskyldulífið, ef vel gengur í skólanum er bekkjarbrag- urinn góður og nemandinn ánægð- ur heima. Ef viðhorf kennarans er jákvætt til foreldra, er líklegra að viðhorf foreldra sé jákvætt gagn- vart honum. Gagnkvæm virðing verður að ríkja í skólastarfi og í sam- starfi milli heimila og skóla. Því er brýnt að umsjónarkennarinn stuðli að góðu samstarfi við foreldra nem- enda sinna. Með því nær hann betur til nemendanna, því sterk- asta fyrirmynd barna eru foreldrarn- ir. Þeir eru auðlind í skólastarfi og það er hlutverk umsjónarkennara að virkja hana. Sjöfn Þórðardóttir, formaður Heim- ilis og skóla. Kennarar leita sífellt nýrra leiða til að bæta sig í starfi. NORDICPHOTOS/GETTY EIN AF MEGINSTOÐUM Í LÍFI BARNS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.