Fréttablaðið - 05.10.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 05.10.2010, Blaðsíða 46
34 5. október 2010 ÞRIÐJUDAGUR SJÓNVARPSÞÁTTURINN Sænska hljómsveitin Junip með tónlistarmanninn José González í fararbroddi spilar í Iðnó föstudags- kvöldið 15. október á Air waves- hátíðinni. Þetta verður í þriðja sinn sem González spilar á hátíð- inni. Síðast steig hann þar á svið fyrir fjórum árum og í bæði skipt- in var hann einn með kassagítar- inn og spilaði lög frá vel heppnuð- um sólóferli sínum. „Ég hlakka mikið til. Ég hef hald- ið tvenna sólótónleika þarna og ég elska þessa hátíð. Ég man að sumir Íslendingar höfðu hlustað mikið á EP-plötuna okkar Black Refugee og ég hugsaði með mér að það væri gaman að fara þangað með Junip einhvern tímann,“ segir Gonzál- ez, sem á argentíska foreldra en er fæddur og uppalinn í Svíþjóð. Junip var stofnuð árið 1998 og er einnig skipuð trommaranum Elias Araya og hljómborðsleikaranum Tobias Winterkorn. „Ég átti nokkur sólólög og spilaði þau stundum fyrir Elias. Hann lagði til að við prófuð- um að spila þau með hljómsveit og þannig byrjuðum við,“ segir Gonz- ález. „Ég og Elias höfðum þekkst síðan við vorum litlir. Við spiluðum saman í harðkjarnabandi og þekkt- um Tobias líka úr harðkjarnasen- unni. Hann var söngvari í harð- kjarnabandi í næsta bæjarfélagi.“ Junip hefur á ferli sínum gefið út eina sjö tommu plötu og EP-plötuna Black Refugee, sem vakti athygli margra á sveitinni. Núna, fimm árum síðar, er fyrsta stóra platan, Fields, loksins komin út. „Þegar ég var að gefa út aðra plötuna mína ræddum við um hvort við ættum að gera eitthvað meira með Junip eða bara segja þetta gott. Við ákváð- um að gefa hljómsveitinni alvöru tækifæri eftir að ég væri búinn að fylgja plötunni eftir,“ segir Gonzál- ez. Aðspurður segir hann að æfing- arnar hafi gengið vel þrátt fyrir fimm ára hléið. „Um leið og við fórum að djamma hljómaði þetta vel. Það var dálítill léttir, því ég hélt að þetta gæti tekið einhvern tíma,“ segir hann og bætir við: „Mér finnst mjög gaman að gefa út öðruvísi tónlist en ég er að semja fyrir sjálfan mig. Það er öðruvísi stemning á tónleikum og miklu meira að gerast, enda erum við fimm á sviðinu. Þegar við vorum að taka upp plötuna ákváðum við að semja hana þannig að fleiri gætu spilað lögin á tónleikum. Fyrir mig hefur þetta verið sannkölluð tón- listarbomba. Ég hef fengið mikinn innblástur og er þegar byrjaður að semja ný lög bæði fyrir sjálfan mig og Junip.“ González er langt í frá orðinn þreyttur á að heimsækja Ísland. „Ég hef komið þangað tvisvar en bara verið í stuttan tíma í hvort skiptið. Ég man að fólkið var mjög upptekið af tónlist, drykkju og partí- standi. Öllu á sama tíma. Það hafði mikil áhrif á mig og þetta var ljúf- ur tími þar sem ég hitti mikið af skemmtilegu fólki,“ segir hann. „Ég er þegar búinn að fara í Bláa lónið þannig að kannski leigi ég bíl og fer eitthvað út í náttúruna. En það kemur bara í ljós.“ freyr@frettabladid.is JOSÉ GONZÁLEZ: HEIMSÆKIR ÍSLAND Í ÞRIÐJA SINN OG SPILAR Á AIRWAVES Íslendingar uppteknir af tónlist, drykkju og partíum Breskir gagnrýnendur virðast ekki hafa fallið í stafi yfir uppfærslu Vesturports á Faust en enska útgáfan af þessari sýningu leikhópsins og Borgarleikhússins var frumsýnd á föstudag. Gagnrýnandi This is Lond- on, Henry Hitchings, gefur sýningunni raunar bara tvær stjörnur og segir Faust ekki gera neitt fyrir fólk sem hafi áhuga á ljóðagerð og skrifum Goethes. „Þar sem yfirlýst markmið Vesturports er að gera verk Goethes aðgengilegra fleirum þá er ekki mikið í henni fyrir aðdáendur þýska skáldsins,“ skrifar Hitchings Charles Spencer hjá Telegraph tekur í svipaðan streng en báðir gagnrýnendur eru ákaflega hrifnir af frammistöðu Þorsteins Gunnarssonar í aðalhlutverk- inu, þeir sem hafi gaman af hefðbundnum klassískum uppfærslum skuli hins vegar forðast Faust. „Og jafn- vel þeir, sem kunna vel við villtari hliðar leikhússins, eiga eftir að verða fyrir ákveðnum vonbrigðum með þessa tilraun,“ skrifar Spencer og gefur Faust þrjár stjörnur. Michael Billington hjá Guardian gefur sýningunni einnig þrjár stjörnur. Billington segir flest leikhús- fólk þekkja til Vesturports enda hafi sýningar á borð við Rómeo & Júlíu og Hamskiptin verið í heimsklassa. „En þessi sýning skýtur aðeins yfir markið,“ skrif- ar Billington. Hann er hins vegar yfir sig hrifinn af Þorsteini Gunnarssyni, Birni Hlyni Haraldssyni og Unni Ösp Stefánsdóttur. Kate Basset hjá Independent er hins vegar mun hrifnari, hún segist hafa orðið inn- blásin af hugmyndum Vesturports um Faust og hrósar hinni skapandi óreglu sem ríkir uppi á sviði. - fgg Bretar falla fyrir Þorsteini „Eftir áramót kemur söngvakeppnin, það var alltaf meiningin að halda þessum þætti til áramóta og svo tæki söngvakeppnin við,“ segir Sigrún Stefánsdóttir, dagskrár- stjóri RÚV. Hringekjan, skemmtiþáttur Guðjóns Davíðs Karlssonar, fór í loftið á laugardaginn. Guðjón upplýsti þar að síð- asti þátturinn yrði í desember. Sigrún vill ekki meina að þetta sé enn eitt dæmið um niðurskurð hjá RÚV en hingað til hefur verið rými fyrir bæði Spaugstofuna og Söngvakeppni Sjónvarpsins. „Þetta er klukkutími en Spaugstofan var hálftími, Það er bara þess vegna sem þetta er gert. Hins vegar, ef þessi þáttur gengur vel þá gætum við sett hann, hægt og bítandi, í nýtt form. En eins og staðan er í dag þá verður hann fram í desember.“ Fyrsti þátturinn var helgaður Vest- mannaeyjum en fékk vægast sagt harð- ar viðtökur ef marka má samskiptasíðuna Facebook. Illugi Jökulsson rithöfundur skrifaði til að mynda: „Það sem það þætti hallærislegt ef Reykvíkingar leyfðu sér svona hreppagrobb og bæjarbelging, eins og þátturinn Hringekjan virðist eiga að ganga út á!“ Þetta virðist þó ekki hafa bitið á þá 31 sem gerðust aðdáendur Facebook- síðu þáttarins. „Þetta var fyrsti þátturinn og hann á eftir að slípast til og mýkjast. Ég trúi því að hann eigi eftir að verða nokkuð góður,“ segir Sigrún. Söngvakeppni Sjónvarpsins verður að sögn Sigrúnar af svipaðri stærðargráðu og hefur verið undanfarin ár. Ekki hefur verið gengið frá því hverjir verða kynn- ar en eins og Fréttablaðið hefur greint frá eru þær Eva María Jónsdóttir og Ragnhild- ur Steinunn báðar í fæð- ingarorlofi. - fgg Gói verður bara á skjánum til áramóta Á EFTIR MÝKJAST Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri RÚV, segir að Hringekja Góa eigi eftir að slípast til og mýkjast. Hann verður hins vegar bara á dagskrá til áramóta. FÆR FRÁBÆRA DÓMA Þorsteinn Gunn- arsson fær frábæra dóma fyrir frammi- stöðu sína í hlutverki Jóhanns í Faust en sýningin sjálf fær misjafnar viðtökur hjá breskum gagnrýnendnum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N ÍSLANDSVINUR José Gonzalez spilar á Íslandi í þriðja sinn síðar í mánuðinum. Hér sést hann á síðustu tónleikum sínum hér, árið 2006. „Breskir sakamálaþættir eru í miklu uppáhaldi hjá mér, Barnaby þá sérstaklega. Ég átti heima í Rúmeníu einu sinni og þar var allt á rúmensku nema við fundum eina stöð sem sýndi Barnaby á ensku á sunnudags- kvöldum.“ Anna Jónsdóttir sópransöngkona Pósthúsið | Suðurhraun 1 | S: 585 8300 | www.posthusid.is Nú þegar farið er að dimma úti viljum við vinsamlega minna íbúa á að hafa kveikt á útiljósum við heimili sín á næturnar til að auðvelda blaðberum Pósthússins aðgengi að póstlúgu. Með fyrirfram þökk, Pósthúsið dreifingaraðili Fréttablaðsins og annarra dreifinga Blöð og tímarit Bréfasendingar Markpóstur Fjölpóstur Vörudreifing Plöstun blaða og nafnamerking Munum eftir að kveikja útiljósin! Við látum það berast

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.