Fréttablaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 1
mest lesna dagblað á íslandi Sími: 512 5000 stjórnmál „Það olli mér vonbrigð� um að heyra fulltrúa stjórnar� andstöðunnar kalla þennan fund sýndarfund og það ber ekki vott um samstarfsvilja. Mér var full alvara og boðaði til samstarfsins af einlægni.“ Þetta segir Jóhanna Sigurðar� dóttir forsætisráðherra sem ásamt Steingrími J. Sigfússyni fjármála� ráðherra fundaði með fulltrúum stjórnarandstöðuflokkanna síð� degis í gær um samvinnu allra flokka um lausnir á skuldavanda fólks og heimila. „Ég lagði upp með að stjórnar� andstöðuflokkarnir ættu hver sinn fulltrúa í nefnd með fimm ráðherr� um og það sýnir mikilvægið að fimm ráðherrar skuli sitja í henni. Stjórnarandstaðan átti að fá fulla aðild þar til málið væri til lykta leitt. Þau tóku ekki vel í þetta en ég vil ekki slá þetta út af borðinu.“ Fundur verður í nefndinni klukkan níu í dag og var stjórnar� andstaðan boðuð til hans. „Ég veit ekki hvort þau mæta, það verður að koma í ljós,“ segir Jóhanna. Klukkan tíu eru Hags� munasamtök heimilanna boðuð til fundar um málið í Stjórnarráðinu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir boð um samstarf nú í svipuðum dúr og hans flokkur lagði til síðasta vor. Ekkert hafi orðið af því þá. „Það er rætt um mikilvægi samráðs en svo verða engar breytingar. �íkis� stjórnin kemur með sín mál og ætl� ast til að við styðjum þau, sem við höfum gert í flestum tilfellum. Það sem hefur vantað er að tekið sé til� lit til mála sem koma frá stjórnar� andstöðunni.“ Jóhanna hafnar því að vilja aðeins ræða eigin hugmyndir að lausnum. „Ég sagði að ég vildi að allt yrði uppi á borðum. Þetta væri ekki bara okkar mál heldur líka þeirra. �ppboðsmálin eru númer eitt, tvö og þrjú, gengislánamálin koma líka til skoðunar, hug� myndir um niðurfellingu skulda, skattaleg meðferð slíkrar leiðar og margt fleira. Það veldur mér því vonbrigðum að stjórnar� andstaðan hafi gengið út með þær yfirlýsingar að þetta hafi verið sýndarmennska af minni hálfu. Menn geta svo velt fyrir sér hvort þjóðstjórn sé skynsamleg lausn þegar þetta eru viðtökurnar þegar boðið er til samstarfs.“ Ólöf Nordal, varaformaður Sjálf� stæðisflokksins, sagði ríkisstjórn� ina ekki hafa kynnt neinar aðgerð� ir til að leysa vandamálin á þessum fundi. Sjálfstæðisflokkurinn hefði lagt fram sínar tillögur árið 2009 þar sem gert væri ráð fyrir að lækka greiðslubyrði um helming og lengja í lánum um þrjú ár. „Við munum aftur koma fram með til� lögur í þessa veru í haust.“ Sigmundur Davíð kveðst, í ljósi reynslunnar, hóflega bjartsýnn á framhald samvinnu stjórnar og stjórnarandstöðu. „En eftir sem áður erum við til í að styðja öll góð mál sem frá ríkisstjórninni koma.“ � bþs, þj / sjá síðu 8 miðvikudagur skoðun 14 Eins og að svífa út í geimV ið sendum ódýra stafræna myndavél með veðurbelg upp í loftið og vorum búnir að forrita hana áður til að taka myndir með vissu millibili. Svo tók hún líka vídeómynd-skeið, meðal annars þegar hún lyftist upp með miklumkrafti frá rótum Akrafjalls rétt ofan við göngin og beindi linsunni yfir Reykjavík. Svo er annað myndskeið úr 28-32 kílómetra hæð, rosalega flott. Það er bara eins og maður sé svífandi úti í geimnum.“ Þannig lýsir Arnar Freyr Lárusson myndum sem hann og félagar hans úr verkfræðideild Háskóla Íslands náðu nýlega úr háloftunum. DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGISÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS · Tekur 12 Kg · Hljóðlát· Stórt op > auðvelt að hlaða· Sparneytin 12 kg Þvottavélog þurrkari Woodex á Íslandi frá árinu 1977. Löngu landsþekkt fyrir endingu og gæði. Smiðjuvegi 34 |Rauð gata | www.bilko.is | Sími 557-9110 Smiðjuvegi 34 |Rauð gata | www.bilko.is | Sími 557-9110 Opnum kl. 10:00 alla daga nema sunnudaga www.rita.isBæjarlind 6 • Eddufelli 2Sími 554-7030 Sími 557-1730 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Bílaleigan Cheap Jeep Hefur aldrei tekið lán 2 Skýrsla um garðyrkju Íslensk blómarækt í hættu 4 Framtakssjóður Erlendir aðilar sýna áhuga 8 - 9 Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Miðvikudagur 6. október 2010 – 10. tölublað – 6. árgangur Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Kauphöllin á Íslandi (Nasdaq OMX) vinnur að mótun markaðar þar sem almennir fjárfestar geta átt við-skipti með skuldabréf fyrirtækja. Fram til þessa hafa fyrirtæki eingöngu selt fagfjárfestum skulda-bréf sín. Viðskipti með skuldabréf með þessum hætti hafa verið að ryðja sér til rúms í erlendum kauphöllum, svo sem í Svíþjóð, Bretlandi og í Singapúr. Áhugi á þeim enda ákjósanlegur kostur vegna sveiflna á hlutabréfamarkaði og áhættufælni í kjölfar fjár-málakreppunnar. Hér yrði sala á skuldabréfum fyrir tækja til einstakl- inga nýlunda. Skulda- bréfaútgáfa með þessum hætti er talin geta brúað bilið fyrir lítil og meðalstór fyrir tæki á meðan tiltrú er enn lítil á hlutabréfamark- að og þannig fjölgað fjár- festingartækifærum. Skuldabréfaútgáfur sem þessar gætu verið talsvert minni en þær sem seldar eru fagfjárfestum, nokk- uð hundruð milljónir króna í stað milljarða. Þá geta al- mennir fjárfestar keypt bréfin með sambærilegum hætti og hlutabréf, eða frá fáum tugum þúsundum.„Við erum að skoða þessa hugmynd,“ segir Magnús Harðarson, forstöðumaður viðskiptasviðs Kaup-hallar innar. „Við höfum verið að móta hugmyndir um uppbyggingu verðbréfamarkaðarins í víðara sam-hengi. Þetta er angi af því sem við munum fara yfir með fyrirtækjum á næstunni. Við höfum talað fyrir því að auka tækifæri almennings til fjárfestinga í hlutabréfum og teljum að hann ætti að njóta góðs af fjölbreyttari fjárfestingarkostum, ekki síður en fagfjárfestar. Skuldabréfamark- aður af þessu tagi passar vel inn í þá hugmyndafræði. Að sama skapi teljum við að þetta óplægðan akur fyrir fyrirtækin, tækifæri sem þau ættu að skoða alvarlega,“ segir hann og mælir með því að fyrir- tæki skoði þennan fjármögnunar- möguleika vandlega. „Við erum þess fullviss að skuldabréf af þessu tagi muni líta dagsins ljós.“ Hann bendir á að útgáfa skuldabréfa geti verið góð og tiltölulega kostnaðarlítil leið fyrir fyrirtæki til að afla fjár þar sem mikill munur er á útláns- og innlánsvöxtum. „Skuldabréf sem sniðin eru sérstak-lega fyrir almenna fjárfesta veita fyrirtækjum að-gang að miklum fjölda fjárfesta sem þeir hefðu ann-ars ekki aðgang að, hópi sem öllu jafna vill lágmarka áhættu sína við fjárfestingar. Fjármögnun af þessu tagi getur hentað fyrirtækjum af ýmsum stærðum og raunar verið áfangi fyrir fyrirtæki sem hafa síðar hug á að skrá hlutabréf sín,“ segir Magnús. Almenningi hleypt in á skuldabréfamarkað Kauphöllin vinnur að því að gera almenningi kleift að kaupa skuldabréf fyrirtækja. Fagfjárfestar hafa verið einir um kaupin. Núll prósent vextir Japanski seðlabankinn lækkaði í gær stýrivexti sína niður í nánast núll prósent. Svo lágir hafa þeir ekki verið í meira en fjögur ár, en þá höfðu þeir verið í núllinu í fimm ár. Bankinn vonast til að efla efna- hagslífið í landinu, sem hefur verið í lægð undanfarið. Sól í Hvíta húsið Bar- ack Obama Banda- ríkjaforseti og fjöl- skylda hans verða töluvert umhverfis- vænni þegar sólar- rafhlöðum verð- ur komið fyrir á þaki Hvíta húss- ins næsta vor. Meiningin er að sólar orkan verði notuð til að hita neyslu- vatn og sjá fjöl- skyldunni að hluta fyrir því raf- magni, sem hún notar. Tveir fyrrverandi Bandaríkjaforsetar, þeir Jimmy Carter og George W. Bush, létu gera tilraunir með að nýta sólarorku þegar þeir bjuggu í Hvíta húsinu. Bernanke kaupir Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, gaf til kynna í gær að bankinn myndi líklega kaupa á ný eitt- hvað af ríkisskuldum til að hjálpa efnahagslífinu að komast á skrið. Með þessu hyggst bankinn hafa þau áhrif að vextir á húsnæðis- skuldum, skuldum fyrirtækja og ýmsum öðrum skuldum lækki. MAGNÚS HARÐARSON AUÐVELDAR VIÐSKIPTI Posar fyrir öll tækifæri Vantar þig posa fyrir einstakan atburð eða til langs tíma?Hjá Borgun færðu posa fyrir öll tækifæri, hvort sem þú ert á ferðinni eða ekki. Þú getur einnig aukið þjónustu við erlenda ferðamenn með því að taka við greiðslu í evrum og dollurum. Ókeypis uppsetning og sending fylgir öllum posum. Þjónustuverið er opið alla daga, allan sólarhringinn. Hafðu samband í 560 1600 eða fyrirtaeki@borgun.is og kynntu þér málið. „Fram að núverandi kreppu gat fólk mætt launalækkun með auk- inni vinnu. Nú er það ekki hægt. Það veldur því að fólk er inni króað í samdrættinum,“ segir Örn D. Jónsson, prófessor í frumkvöðla- og nýsköpunarfræðum við Há- skóla Íslands. Hann hélt erindi í gær sem fjall- aði um frumkvæði og nýsköpun sem lausn á samdrætti. Örn benti á að hagræðing nú gangi víða út á að banna yfirvinnu og spurði hvort ekki væri hægt að meta stöðuna fremur með hliðsjón af þörfum en framleiðslu. Hægt væri að þróa leiðir til að lækka útgjöld án þess að það dragi úr lífsgæðum. Í fyrirlestrinum sagði Örn frá því að nærtækasta leiðin til að bæta almenn kjör væri að þróa hugvitssamlegar og ódýrar að- ferðir til að þjóna þörfum fólks. Hann tók sem dæmi einfalda kúlu í stað þvottaefnis. Hún kostar um fimm þúsund krónur en dugar í mörg hundruð þvotta. Nú séu til fjölmargar slíkar leiðir og eru þær megináherslur í vöruþróun í nágrannalöndum okkar um þess- ar mundir. - jab Breytt neysla BREYTT NEYSLA Fólk vegur upp tekju-missi með kaupum á notuðum hlutum, segir prófessor í frumkvöðlafræðum. MARKAÐURINN/GVA 2 sérblöð í Fréttablaðinu Allt Markaðurinn Ég veit ekki hvort þau mæta, það verður að koma í ljós. Jóhanna sigurðardótttir ForSætiS­ ráðherrA veðrið í dag 6. október 2010 234. tölublað 10. árgangur Sjúkir útrásarvíkingar Óskar Hrafn Þorvaldsson sendir í október frá sér bókina Martröð millanna. fólk 26 FAGLEG RÁÐGJÖF OG FRÍ LEGUGREINING GRUNNUR AÐ Skemmtilegur ferðafélagi Smáratorgi 1 strEKKInGUr nV-tIl og rigning en annars yfirleitt hægur vindur og úrkomulítið. Víða bjartviðri syðra. hiti 7­15 stig. VEðUr 4 6 8 10 12 9 lEIð á bIðInnI Íbúar Norðlingaholts fjölmenntu í Ráðhúsið í gær til að mæla með því við borgaryfir- völd að ekki yrðu frekari tafir á byggingu Norðlingaskóla. Um 300 börn og fullorðnir úr hverfinu mættu á staðinn og fengu góðar móttökur hjá Jóni Gnarr borgarstjóra. FréttAblAðið/SteFán EfnahaGsmál Engar upplýsingar eru til yfir hversu margar fjöl� skyldur hafa verið bornar út af heimilum sínum á árinu, þrátt fyrir að mikið hafi verið rætt um mikinn fjölda útburðarkrafna. Sýslumenn hafa auglýst nauðungar� uppboð á tæplega �.�00 heimilum það sem af er ári. Á þeim heimilum sem auglýst hafa verið búa ríflega 3.000 ein� staklingar, þar af um �.200 börn, samkvæmt samantekt Creditinfo fyrir Fréttablaðið. Ekki er víst að allar þessar auglýsingar hafi leitt til þess að fólk hafi verið borið út. Hægt er að semja um skuldir eftir að uppboð hafa verið auglýst, auk þess sem fólk getur fengið að búa áfram í allt að tólf mánuði í hús� næði sem boðið hefur verið upp. Dómsmálaráðuneytið vinnur nú að því að taka saman fjölda nauðungaruppboða sem sýslu� menn landsins munu standa fyrir í október. Samkvæmt gögnum stefn� ir í að 420 uppboð verði í október. Þrátt fyrir áform ráðuneytis� ins um að greina frá þær eignir sem eru í eigu einstaklinga er ekki hægt að lesa úr gögnunum nákvæmar upplýsingar um það. Eftir því sem næst verður komist eru um 260 uppboð á íbúðarhús� næði í eigu einstaklinga fyrirhug� uð í mánuðinum. - bj / sjá síðu 4 Nauðungaruppboð á heimilum tæplega 1.800 fjölskyldna auglýst á árinu: Engar tölur til um fjölda útborinna VIðsKIptI Erlendir aðilar hafa sýnt áhuga á að kaupa hlut í Framtaks� sjóði Íslands, sem sextán lífeyris� sjóðir stofnuðu fyrir tæpu ári. Finnbogi Jónsson, framk�æmda� stjóri Framtakssjóðsins, fagnar þ�í ef erlendir aðilar fjárfesti í honum. Ekkert sé þó fast í hendi og málið í skoðun. „Það �æri að mínu mati mjög ják�ætt fyrir okkur að fá áhættufjármagn inn í landið með þeim hætti,“ segir hann. Framtakssjóðurinn á 30 prósent í Icelandair Group og �innur að áreiðanleikakönnun á kaupum á eignarhaldsfélaginu Vestia af Landsbankanum. Ekki liggur fyrir h�ersu stóran hlut kemur til greina að selja erlendum fjárfest� um. Lífeyrissjóðirnir ætla að eiga meirihluta í honum og Landsbank� inn hefur samið um kaup á þrjátíu prósentum. - jab / sjá markaðinn Framtakssjóður lífeyrissjóða: Hugsanlegt að selja erlendum fjárfestum hlut Þverpólitísk vonbrigði Stjórn og stjórnarandstaða lýsa vonbrigðum hvor með aðra eftir fund um úrlausn skuldamála. Formaður Framsóknarflokksins kveðst hóflega bjartsýnn á framhaldið. Forsætisráðherra segir allt uppi á borðum. Einstakt tækifæri Eyjólfur Sverrisson segir leikmenn U-21 landsliðsins tilbúna í Skotaleikina. sport 21

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.