Fréttablaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 6
6 6. október 2010 MIÐVIKUDAGUR 12 Fasteignaveðlán – Afborgunum frestað vegna sölutregðu (frysting láns) Þeir sem keypt hafa fasteign en hefur ekki tekist að selja eign sem þeir eiga fyrir, geta að ákveðnum skilyrðum uppfylltum fengið frestun á afborgunum fasteignaveð- lána sem hvíla á eignunum, annarri þeirra eða báðum. Sama rétt eiga þeir sem eru að byggja og eru með lán sem hvílir á nýbyggingunni og/eða þeirri eign sem ekki hefur tekist að selja. 14 Eignaráðstöfun - Tímabundið úrræði einstaklinga sem eiga tvær fasteignir til heimilisnota Einstaklingur sem greiðir fasteignaveðkröfur af tveimur fasteignum vegna kaupa á fasteign sem ætluð var til að halda heimili í getur óskað eftir því við umboðsmann skuldara að annarri eigninni verði ráðstafað til veðhafa. Þannig er úrræðinu ætlað að leysa vanda þeirra einstaklinga sem hafa tvær eignir til umráða en geta ekki selt aðra þeirra. Úræðið fellur úr gildi 31. desember 2011. 16 Tímabundin greiðsluaðlögun fasteignaveð-krafna (úrskurður fyrir dómi) Þeir einstaklingar sem þurfa ekki á heildarskipulagningu fjármála sinna að halda, en eiga í greiðsluerfiðleikum vegna skulda sem hvíla á íbúðarhúsnæði sínu geta leit- að eftir greiðsluaðlögun vegna þeirra skulda sem hvíla á húsnæðinu og getur hún staðið í allt að fimm ár. Skilyrði greiðsluaðlögunar er að viðkomandi sé og verði um einhvern tíma ófær um að standa í fullum skilum á greiðslu veðskulda sinna. 17 Frestun á beiðni um gjaldþrotaskipti og frestun nauðungarsölu Þann 31. mars 2009 tóku gildi breytingar á lögum um aðför, nauðungarsölu, gjaldþrotaskipti og vexti og verðtryggingu. Markmið lagasetningarinnar er að tryggja að þeir sem eiga í erfiðleikum með að standa skil á fasteignaveðlánum fái rýmri frest til að endurskipuleggja fjármál sín. Einstaklingur sem stendur frammi fyrir því að hús- næði í hans eigu, og þar sem hann heldur heimili, verði selt á nauðungarsölu getur óskað eftir því við sýslumann að nauðungarsölu þ.e. framhaldsuppboði verði frestað í allt að þrjá mánuði. Heimilt er að óska eftir þessum fresti fram til 31. október 2010. 8 Fasteignaveðlán – Samningur um uppgjör vanskila með greiðsludreifingu í 18 mánuði Samningar um uppgjör vanskila með greiðsludreifingu eru ætlaðir þeim sem komnir eru í vanskil með afborg- anir af fasteignaveðlánum. Gerður er samningur um að dreifa vanskilunum á tiltekinn tíma. 11 Fasteignaveðlán – Lenging lánstímaÞeir sem eiga í greiðsluerfiðleikum geta átt þess kost að fá upphaflegan lánstíma fasteignaveðláns lengd- an. Með því að lengja lánstíma fasteignaveðláns lækkar mánaðarleg greiðslubyrði lánsins en til lengri tíma litið verða heildargreiðslur af láninu hærri en annars hefði orðið. 1 Umboðsmaður skuldaraEmbætti umboðsmanns skuldara er ríkisstofnun sem heyrir undir félags- og tryggingamálaráðherra, sett á fót 1. ágúst 2010 samkvæmt lögum nr. 100/2010 um embættið. Umboðsmaðurinn gætir hagsmuna og réttinda skuldara. 2 Úttekt séreignarlífeyrissparnaðar fyrir 60 ára aldur Allir sem eiga séreignarlífeyrissparnað geta leyst hann út að hluta, að hámarki 2,5 milljónir króna, óski þeir eftir því. Fjárhæðin er greidd út í áföngum. Heimild til þess að leysa út séreignarlífeyrissparnað er tímabundin og nær til tímabilsins 1. mars 2009 – 1. apríl 2011. 3 Úttekt séreignarlífeyrissparnaðar einstaklinga, 60 ára og eldri Allir sem hafa lagt fyrir séreignarlífeyrissparnað geta leyst hann út við 60 ára aldur. Heimilt er að taka hann út í einu lagi eða dreifa úttektinni með reglulegum greiðslum til lengri tíma. 5 Fasteignaveðlán – Vanskilum skuldbreytt í nýtt lán Skuldbreyting vanskila með skuldbreytingarláni er ein- ungis ætluð þeim sem eiga í greiðsluerfiðleikum vegna fasteignaveðlána. 18 Staða skuldara við gjaldþrotaskipti og nauðungarsölu Alþingi samþykkti 10. júní 2010 lög um bætta réttar- stöðu skuldara. Með þeim var m.a. lögfest til frambúðar ákvæði sem áður var sett til bráðabirgða með lögum nr. 23/2009 um heimild skiptastjóra til að heimila ein- staklingi sem tekinn er til gjaldþrotaskipta að búa áfram í íbúðarhúsnæði í eigu þrotabúsins í allt að tólf mánuði. Sama á við þegar íbúðarhúsnæði er selt nauðungarsölu en þá getur eigandi húsnæðis fengið að vera þar áfram í tiltekinn tíma sem að öllu jöfnu yrði ekki lengri en sex mánuðir og aldrei lengri en tólf mánuðir. 13 Sértæk skuldaaðlögun fyrir einstaklinga (framkvæmd af aðalviðskiptabanka) Sértæk skuldaaðlögun er ætluð einstaklingum og felur í sér samning milli kröfuhafa og lántaka um leið til að laga skulda- og eignastöðu lántakans að greiðslu- getu hans. Lántakinn greiðir af skuldum sínum eftir greiðslugetu en kröfuhafar geta fallist á eftirgjöf krafna, hlutfallslega lækkun þeirra eða gjaldfrest á þeim kröfum sem eru umfram. Gert er ráð fyrir sölu eigna umfram það sem nauðsynlegt er til venjulegs heimilishalds en miðað við að í lok skuldaaðlögunartímabilsins haldi lántakinn hóflegu íbúðarhúsnæði og einum bíl með viðráðanlegri greiðslubyrði. Sértæk skuldaaðlögun er ætluð einstaklingum í verulegum greiðsluvanda sem sýnt er að geti ekki staðið að fullu undir skuldbindingum sínum um fyrirsjáanlega framtíð. Sértæk skuldaaðlögun kemur ekki til greina ef önnur og vægari úrræði duga til að leysa vandann. 10 Fasteignaveðlán – Skuldbreyting vanskila og frestun afborgana Eigi fólk í greiðsluvanda og er komið í vanskil með fasteignaveðlán getur það átt kost á því að fá vanskil- unum skuldbreytt jafnframt því sem afborgunum af láninu er frestað í allt að þrjú ár. 15 GreiðsluaðlögunMarkmið greiðsluaðlögunar er að gera einstakl- ingum í verulegum greiðsluerfið leikum kleift að endur- skipuleggja fjármál sín og koma á jafnvægi milli skulda og greiðslugetu þannig að raunhæft sé að skuldari geti staðið við skuldbindingar sínar um fyrirsjáanlega framtíð. Einstaklingur sem sýnir fram á að hann sé eða verði um fyrirsjáanlega framtíð ófær um að standa í skilum með fjár- skuldbind- ingar sínar getur leitað greiðslu- aðlögunar. 9 Fasteignaveðlán – Afborgunum frestað í 1-3 ár (frysting láns) Þeir sem eiga í greiðsluerfiðleikum geta átt þess kost að fá afborgunum af fasteignaveðlánum frestað í eitt ár í senn, samtals í allt að þrjú ár. Þetta á við hvort sem lánveitandinn er Íbúðalánasjóður, banki, sparisjóður eða lífeyrissjóður. Unnt er að sækja um frestun afborgana af höfuðstóli lánsins en greiða af því vexti og verðbætur meðan á frestunartímanum stendur eða sækja um frestun afborgana að fullu. 4 Bílalán – Greiðslujöfnun bílalána og bíla-samninga Hinn 16. júní 2010 kvað Hæstiréttur upp tvo dóma er vörðuðu lögmæti gengistryggðra lána. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að í þeim samningum aðila sem um var fjallað væri ótvírætt um að ræða skuldbindn- ingar í íslenskum krónum. Samningarnir féllu því undir lög nr. 38/2001 sem heimiluðu ekki að lán í íslenskum krónum væri verðtryggt með því að binda þau við gengi erlendra gjaldmiðla. Greiðslujöfnunin miðaði að því að færa greiðslubyrði af gengis- og verðtryggðum bílalánum/bílasamningum í svipað horf og hún var í maí 2008. - Dómar Hæstaréttar hafa þau áhrif að öll mynt- körfulán einstaklinga, hvort sem það er til bíla- eða fasteignakaupa, verða reiknuð upp. Sú vinna stendur yfir en lánafyrirtæki sendu út fyrstu greiðsluseðlana um mánaðamótin. Hæstiréttur hefur úrskurðað að samningsvextir standi ekki. Við endurútreikning lánanna eru hagstæðustu Seðlabanka- vextir notaðir við að ákvarða stöðu hvers láns fyrir sig. 7 Fasteignaveðlán – Greiðslujöfnun verð-tryggðra húsnæðislána Greiðslujöfnun er leið til að létta tímabundið greiðslu- byrði af reglulegum afborgunum lánsins með því að tengja þær greiðslujöfnunarvísitölu í stað vísitölu neyslu- verðs. Í greiðslujöfnunarvísitölunni er vegin saman launaþróun og þróun atvinnustigs. Lánið er eftir sem áður bundið vísitölu neysluverðs og breytist höfuðstóll lánsins í samræmi við hana. Meðan greiðslujöfn- unarvísitalan er lægri en vísitala neysluverðs eru afborganir lægri sem því svarar. Mismunurinn leggst á sérstak- an jöfnunarreikn- ing sem greiðist í lok lánstímans þannig að láns- tíminn lengist og afborgunum fjölgar. Láns- tíminn verður þó aldrei lengri en þrjú ár umfram. Mál til vinnslu hjá umboðsmanni skuldara 1. október 2010 0 100 200 300 400 500 600 Umsóknir sem bárust fyrir 1. ágúst Umsóknir sem bárust frá 1.-31. ágúst Umsóknir sem bárust frá 1.-30. sept 15 14 16 6 Fasteignaveðlán – Greiðslujöfnun gengis-tryggðra húsnæðislána Sjá 4 um dóma Hæstaréttar um bílalán. Umsóknir um ráðgjöf Eignaráðstöfun Tímabundin greiðsluaðlögun Greiðsluaðlögun Heimild: Island.is Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni á mánu- dagskvöld að húsnæðis- og skuldamál væru forgangs- verkefni. Til þess yrðu allir sem vettlingi geta valdið kallaðir til samráðs og þeirra á meðal aðilar vinnumarkaðarins og Hags- munasamtök heimilanna. En hvaða hugmyndir koma þessi samtök með að borð- inu? Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, segir aug- ljóst að illa hafi gengið að ráða fram úr skuldamálum heimil- anna. Hann tekur undir með for- sætisráðherra að þar eigi bank- arnir ríka sök. „Við teljum að réttarstaða okkar umbjóðenda og heimilanna í landinu verði treyst. Það tókst að nokkru leyti í vor og samningsstaðan gagnvart bönk- unum er traustari til dæmis með embætti Umboðsmanns skuldara. Það liggur jafnframt fyrir að það verður að færa þessar skuldir niður. En við höfum lagt áherslu á að það verði gert á grundvelli eignarstöðu og greiðslugetu.“ Gylfi segir að verkalýðshreyf- ingin leggi mikla áherslu á að félagslegt íbúðarhúsnæði verði aukið. „Það er ljóst að sífellt fleiri þurfa að fá aðstoð við að búa í húsnæði sem þeir ráða við. Það verður einfaldlega að leggja fjármuni fram sem gerir slíkt mögulegt. Það verður heldur ekki gert á markaðslegum forsendum. Ríkið verður að taka það að sér að greiða niður slíkt húsnæði.“ Samráð hefur mikið verið til umfjöllunar, ekki síst í tengsl- um við stöðugleikasáttmálann. Gylfi segir það vonbrigði hversu lítil innistæða hefur verið fyrir mörgu sem komið hefur frá stjórnvöldum. „Við sendum öllum þingflokkum og aðilum vinnu- markaðarins tillögur um það í apríl að samráðið yrði breikkað og stjórnarandstaðan kæmi beint að málum. Það er mikilvægt að koma slíku samstarfi á flot og að stjórnarandstaðan axli ábyrgðina á þessu með okkur.“ Marinó G. Njálsson, talsmaður Hagsmunasamtaka heimilanna, er boðaður á fund með forsætis- ráðherra klukkan tíu. Hann segir að fundarefnið sé einfaldlega hvað hægt sé að gera og hvernig. „Hugmyndir okkar liggja fyrir. Við höfum lagt áherslu á fjögur prósent þak á verðbætur og að gengistryggð lán verði gerð jafn- gild verðtryggðum lánum frá 1. janúar 2008. Við viljum forsendu- brestinn, sem reið yfir þjóðina vegna gjörninga fjármálafyrir- tækjanna, leiðréttan.“ Hagsmunasamtökin leggja til að íslensku húsnæðislánakerfi verði breytt. Markmiðið með hinu nýja kerfi er að lán og láns- kjör í íslenskum krónum verði samkeppnishæf við þau lönd sem Íslendingar hafa gjarnan borið sig saman við. „Tillagan krefst víðtækrar samvinnu stjórn- valda, fjármálafyrirtækja, full- trúa neytenda, samtaka atvinnu- lífs og launþega. Þar sér fólk eignamyndun á sínu húsnæði. Þar geta lánafyrirtæki ekki stuðlað að óstöðugleika til að koma í veg fyrir að fólk eignist húsnæði sitt. Eins og þetta er núna er fólk allt- af að byrja upp á nýtt með hverju nýju verðbólguskoti,“ segir Mar- inó. svavar@frettabladid.is Kallað eftir nýrri hugsun MARINÓ G. NJÁLSSON GYLFI ARNBJÖRNSSON Það liggur jafnframt fyrir að það verður að færa þessar skuldir niður. En við höfum lagt áherslu á að það verði gert á grundvelli eignarstöðu og greiðslugetu. GYLFI ARNBJÖRNSSON FORSETI ALÞÝÐUSAMBANDS ÍSLANDS Miðborgin okkar Félagsfundur í kvöld kl. 18:15 í Ráðhúsinu Starfið framundan Allir velkomnir. Stjórnin FRÉTTASKÝRING: Yfirlit úrræða fyrir einstaklinga og fjölskyldur í greiðsluvanda Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.