Fréttablaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 24
REYNSLUAKSTUR Gallar eru vandfundnir á nýju 2010 árgerðinni af Lexus RX 350 sportjeppanum. Bíllinn er barma- fullur af hvers kyns þægindum, auk þess sem þessi nýja kynslóð jeppans heldur sportlegri í útliti en þær fyrri. Svo þægilegur er bíllinn í akstri að maður fær nánast á tilfinning- una að hann geti ekið sér sjálf- ur. Þá vantar ekkert upp á kraft og snerpu og því undir ökumanni komið hvort aksturinn er sportleg- ur, eða hvort hægindi ráða för. Raunar virðast þægindi öku- manns hafa verið hönnuðum bíls- ins efst í huga. Gildir einu hvort horft er til umgengni við bílinn eða akstursins. Aðgengi að bílnum er „lyklalaust“, en það þýðir að ökumanni nægir að hafa lykilinn í vasanum og skynjarar í hurð- arhúnum sjá svo um að læsa og aflæsa. Þegar sest er inn í dökka leðurinnréttinguna er bíllinn svo ræstur með því að ýta á hnapp í mælaborði. Þá kemur í ljós að bíll- in er afar hljóðlátur (líka í akstri). Meira að segja eru rafmagnsdrifn- ar hliðar rúður nánast hljóðlausar. Í akstri er bíllinn svo eins og hugur manns, en RX 350 jepp- lingurinn er drifinn af þriggja og hálfs lítra 275 hestafla V6 bensín- vél. Sjálfskiptingin er sex þrepa og mjúk með afbrigðum. Einnig er hægt að fá bílinn með „hybrid“ vél (rafmótor og bensínvél saman) og heitir þá RX 450h. Bíllinn, sem er rétt um tvö tonn að þyngd, nær hundrað kílómetra hraða á átta sekúndum, en skráður hámarkshraði er 200 kílómetrar á klukkustund. Því ætti enginn að þurfa að hafa minnimáttarkennd þótt farið yrði með bílinn á hrað- brautir Þýskalands. Bensíneyðslan er svo furðulítil miðað við kraft, rétt rúmir 14 lítrar á hundraðið í borgarakstri, 8,4 á vegum úti og 10,6 í blönduðum akstri. Sjón er svo sögu ríkust þegar kemur að hægindum sem í bíl- inn er byggð og fulllangt mál að ætla að telja það allt upp. Bakk- myndavélin er fín og svo skemma ekki möguleikar á blátannarteng- ingu við síma, afbragðshljómtæki fyrir sex geisladiska og aðrir inn- anstokksmunir. Þá munar um hluti á borð við vatnsfráhrindandi gler í framrúðum, regnskynjari í þurrk- um, aðskilinn hitastillir fyrir öku- Það þarf enginn að skammast sín fyrir að mæta í vinnuna í nýjum Lexus RX 350 sportjeppa. Bíllinn er eins og hugur manns. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Með þægindin í fyrirrúmi Nýjasta kynslóð Lexus RX 350 sportjeppa fer nálægt því að kallast hinn fullkomni bíll, í það minnsta hvað varðar þægindi og lipurð í akstri. Bíllinn er kraftmikill og sportlegur, en lipur og þægilegur um leið og sameinar þar með kosti sportbílsins og stærri bíla. Landakort.is er vefgátt fyrir landfræðilegar upplýsingar á Íslandi. Þar eru birtir tenglar á vefsíður sem sýna kortagögn og annað landfræðilegt efni innan- lands sem utan. Jafnframt eru birtar fréttir um það sem er helst að gerast hér á landi í útgáfumálum korta og landsupplýsingaþjónustu á netinu. Ný kynslóð RX 350 sportjeppa Lexus er sportleg á að líta og sómir sér jafnt í óbyggðum sem borgarumferð. Rúmgóð leðurhægindi taka vel á móti ökumanni þegar sest er upp í nýjan Lexus RX 350 sportjeppa. Upplýsinga- og bakkmyndavélarskjá er haganlega komið fyrir í ofanverðum miðjustokki mælaborðsins. Vélarstærð: V6/24 bensínvél 3,5 lítrar Gírkassi: Sívirkt aldrif, 6 þrepa sjálfsk. Hestöfl: 275 Eyðsla, blandaður akstur: 10,6 L 0-100 km/klst.: 8,0 sek. Þyngd: 1.975-2.085 kg Stærð farangursrýmis: 1.133- 2.273 L Plús: Lipur, kraftmikill og hljóðlát- ur. Eins og hugur manns í akstri. Mínus: Verðmiði sem ekki hæfir meðalmanninum. Lexus RX 350 mann og farþega, sjálfvirk deyf- ing á baksýnisspegli, rafstillanleg sæti og svo margvíslegur öryggis- búnaður á borð við hraðanæmt rafaflsstýri, BAS-hemlunaraðstoð og loftpúðakerfi. Samkvæmt verðlista Lexus á Íslandi kostar RX350 sportjeppi með staðalbúnaði rúmar 11,4 millj- ónir króna og tæpar 14,2 milljónir í lúxusútgáfu. olikr@frettabladid.isPassaðu vel uppá rafgeyminn í vetur. UWAGA KIEROWCY Kurs na prawo jazdy kategorii C i CE rozpocznie sie 8 pozdziernika. Kurs bedzie tlumaczony na jezyk polski.Chetnych prosimy o kontakt. Tel: 567030,7728079

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.