Fréttablaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 29
MARKAÐURINN F R É T T I R 11MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2010 Viðskipti Stjórn Nýherja hefur ákveðið að nýta heimild aðal- fundar frá því í febrúar til að auka hlutafé félagsins um 120 milljónir króna að nafnverði. Félagið hefur samið við fjárfesta um kaup á hlutafénu á genginu 7,0. Heildarsöluverð nemur því 840 milljónum króna. „Í þessari viku verður hlutafé að nafnvirði tæplega 28 milljónir króna skráð hjá Verðbréfaskrán- ingu Íslands, en hlutafé að nafn- verði 92 milljónir króna verður skráð í desember. Um helmingur hlutafjáraukningarinnar kemur frá nýjum hluthöfum,“ segir í til- kynningu Nýherja. Félagið hefur jafnframt gengið frá samningum við Arion banka og Íslandsbanka um endurskipu- lagningu á langtímalánum fé- lagsins. Þá hefur Nýherji selt húseign sína í Borgartúni 37 fyrir 1.650 milljónir króna, en hefur samhliða gert samning til fimmtán ára um leigu á húsinu. Fram kemur í tilkynningunni að hagnaður vegna sölunnar nemi 82 milljónum króna. „Heildaráhrif aðgerðanna eru að eigið fé félagsins styrkist um nálægt einn milljarð króna á árinu 2010. Að loknum þess- um aðgerðum er fjárhagsstaða Nýherja orðin sterk á ný og eigin- fjárhlutfall félagsins verður yfir 30 prósentum í lok árs,“ segir í tilkynningu Nýherja. - óká Nýherji selur húsið í Borgartúni Eigið fé Nýherja styrkist um nálægt einum milljarði króna á árinu 2010. NÝHERJAHÚSIÐ Nýherji hefur gert samning um fimmtán ára leigu á hús- eign sem félagið hefur selt. Af 32.488 skilaskyldum fyrir- tækjum höfðu 10.929 skilað árs- reikningum í lok september. Þetta jafngildir 34 prósentum allra fyrirtækja og þykir fram- för frá fyrri árum. Frestur til að skila reikningunum rann út í lok ágúst. Rakel Sveinsdóttir, fram- kvæmdastjóri Creditinfo, segir ársreikningaskilin geta skipt sköpum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki nú þegar leiðir séu að opnast fyrir aðstoð við þau. „Sú endurreisn getur ekki farið fram byggð á rekstrargögnum frá því hrunárið 2008 eða eldri,“ segir Rakel og bætir við að fyr- irtæki af þessari stærðargráðu þurfi mest á aðstoð að halda. „Það væri slæmt ef aðstoð til þeirra myndi áfram seinka vegna þess að menn eru einfaldlega ekki enn búnir að gera upp málin fyrir árið 2009.“ - jab Þriðjungur skilar árs- reikning um RAKEL SVEINSDÓTTIR Endurreisn fyrir- tækja byggir á efnahagsreikningum þeirra. Því er mikilvægt að skila ársreikningum, segir framkvæmdastjóri Creditinfo. Önnur þeirra hefur aldrei komist í kynni við pappír, ferðast um heiminn í umslagi og tekið virkan þátt í viðskiptalífinu. Hin pappírsklemman er eins og Fjárvakur. Hún býr að mikilli reynslu. FJÁRVAKUR – FJÁRMÁLAÞJÓNUSTA EHF. REYKJAVÍKURFLUGVELLI I 101 REYKJAVÍK SÍMI 50 50 250 I FAX 50 50 259 FJARVAKUR@FJARVAKUR.IS WWW.FJARVAKUR.IS ÞESSAR TVÆR BRÉFAKLEMMUR ERU EKKI ALVEG EINS FJÁRVAKUR ER EKKI EINS OG ÖNNUR FJÁRMÁLAÞJÓNUSTUFYRIRTÆKI Á ÍSLANDI Fjárvakur er leiðandi fyrirtæki á Íslandi í umsjón bókhalds, launavinnslu og annarra fjármálaferla. Rúmlega 100 starfsmenn Fjárvakurs á Íslandi og í Eistlandi búa yfir áralangri reynslu og þekkingu á fjármálaferlum og vinnslu og dreifingu fjárhagsupplýsinga. Fjárvakur veitir trausta alhliða fjármálaþjónustu og ráðgjöf til meðalstórra og stórra fyrirtækja í þeim tilgangi að auka gæði og áreiðanleika upplýsinga og lækka kostnað. Fyrirtækið býður viðskiptalausnir í fremstu röð og framúrskarandi þjónustu. Notast er við niðurstöður úr árlegri þjónustukönnun til að viðhalda og auka ánægju viðskiptavina. KYNNTU ÞÉR HVAÐ VIÐ GETUM GERT FYRIR ÞITT FYRIRTÆKI ÍS L E N S K A S IA .I S I C S 5 13 40 0 9. 20 10 „Skattlagning við eftirgjöf á skuldum“ er yfirskrift nám- skeiðs Endurmenntunar Há- skóla Íslands í nóvemberbyrj- un. Námskeiðið er sagt ætlað öllum sem láta sig skatta- mál varða í einni eða annarri mynd. Í kynningu Endurmennt- unar er bent á að vegna kreppunnar hafi jafnt ein- staklingar og fyrirtæki þurft að gangast undir fjárhagslega endurskipulagningu og að lán hafi verið gefin eftir, að hluta eða í heild, í tengslum við end- urskipulagninguna. „Eins og oft er í okkar landi deila menn um skattlagningu þessa. Vilja sumir meina að skilyrðislaust beri að skattleggja eftirgjöf- ina á meðan aðrir halda því fram að hún sé undanþegin skatti að fullu,“ segir í kynn- ingu námskeiðsins. Á námskeiðinu fer Ásmundur G. Vilhjálmsson, lögmaður og sérfræðingur í skattarétti, yfir gildandi íslenskar skatta- reglur um álitaefnið og Jane Bolander, prófessor í skatta- rétti við Syd dansk Universit- et, fjalla um dönsku löggjöf- ina, en á henni byggir sú ís- lenska. - óká Fjallað um sköttun afskrifaðra skulda

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.