Fréttablaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 34
20 10milljarðar króna er sú upphæð sem ríkissjóður gæti þurft að leggja til bankanna vegna dóms Hæstaréttar um gengis-tryggð lán samkvæmt mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. prósenta samdráttur var á gistinóttum erlendra ferðamanna á hótelum í ágúst miðað við sama tíma í fyrra. prósent er samdrátturinn í sölu á erlendri tónlist frá 2005. Rúmlega 820 þúsund eintök af hljómplötum seldust hér árið 2005 en 420 þúsund eintök í fyrra. Helsta ástæðan er talin ólöglegt niðurhal á tónlist. SÍMA NÚM ER MARKAÐARINS: 512 5000, fax: 512 5301, rit stjorn@markadurinn.is Aug lýs ingadeild: auglys ing ar@markadurinn.is Veffang: visir.is B A N K A H Ó L F I Ð Sagnfræðingurinn Guðni Th. Jóhannesson átti sviðið á haust- ráðstefnu Stjórnvísi á föstudag þegar hann fjallaði um viðskipti Íslendinga við erlenda aðila í gegnum tíðina. Guðni rifjaði upp sögu sem breskur embættis maður hafði sagt honum af samninga- viðræðum Íslendinga og Breta í þorskastríðunum á seinni hluta síðustu aldar. Bretanum þóttu Íslendingar heldur sérstakir samninga- menn. Í raun hefðu þeir ekki kunnað að semja við erlendar sendinefndir, hvað þá að prútta. Einkennilegir samningamenn Samkvæmt sögu Guðna lögðu Bretar fram kröfu um 150 þús- und tonna veiðiheimildir innan íslensku landhelginnar. Það kom ekki til greina hjá íslensku sendinefndinni og bauð hún 70 þúsund tonn. Í kjölfarið var samningafundi slitið. Báðir aðil- ar fóru heim og lögðu heilann í bleyti. Þremur vikum síðar hittust þeir við samningaborðið á ný. Bretar lögðu nýtt tilboð upp á 130 þúsund tonn. Íslensku sendinefndinni líkaði það jafn illa og fyrra boð og lögðu fram nýtt tromp: Bretar gætu fengið 30 þúsund tonn! Guðni sagði þetta lélega s a m n i n g a - tækni. Í viðræð- um reyndu menn að ná lendingu, að nálgast hvor annan. Það hefði greinilega ekki sýnt sig í samn- ingum Íslendinga við Breta að þeir fyrrnefndu hefðu kunnað að prútta. Léleg lending Þekkt er að fólk leiti í trúna á erfiðum tímum. Eins og Fréttatíminn greindi frá í sínu fyrsta tölublaði á föstudag er bókin Orð dagsins úr Biblíunni, úrval tilvitnana úr ritningunni, mest selda bókin á rýmingarút- sölu bókaútgefenda í Borgartúni. Annað hljóð er í strokknum á bókamarkaði Máls og menningar við Laugaveg. Þar á bæ er á toppnum sjálfur Kóraninn, trúar- rit múslima. Þeir sem áhuga hafa á að kynna sér ritið verða að drífa sig því útsölunni lýkur 10. októb- er. Ekki er útilokað að afsláttur eigi þátt í miklum áhuga á rit- unum. Bók Ólafs kostar 490 krónur og Kóraninn 890. Sjálf Biblían er ekki á útsölu. Hún kostar litl- ar sjö þúsund krónur. Trúarritin heit 50 Borgartúni 37 | 105 Reykjavík | Sími 516 1000 | skyggnir.is Umvafin öryggi hjá sérfræðingum Skyggnis Í hitastýrðu kerfisrými með tryggðu aðgengi að rafmagni, varaafli og traustum eldvörnum eru tölvu kerfin þín forgangsverkefni okkar. Örugg afritun og endurheimt, öflugar varnir gegn vírusum, tölvu- innbrotum og spillihugbúnaði tryggja þér hnökralaust aðgengi og hámarks uppitíma tölvu kerfa. Við erum sérfræðingar í upplýsinga - öryggi, vottuð samkvæmt ISO/IEC 27001:2005 staðli um upplýsingaöryggi og styðjumst við ITIL ferla við rekstur kerfa og afhendingu á þjónustu. Við umvefjum þig öryggi. Hafðu samband við söluráðgjafa Skyggnis til að fá frekari upplýsingar. Síminn er 516 1000 og netfangið: sala@skyggnir.is H 2 H Ö N N U N Skyggnir - Rekstrarþjónusta án aukareikninga.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.