Fréttablaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 6. október 2010 Í Baðhúsinu borgar þú aðeins 5.590* kr. á mánuði og færð aðgang í alla opna og LOKAÐA tíma. Hot jóga - innifalið Heilsuátak - innifalið Aðhaldsnámskeið -innifalið Tabata - innifalið Afró - innifalið Magadans - innifalið Bollywood - innifalið Les Mills tímar - innifalið Salsa -innifalið Flamenco - innifalið Tæbox - innifalið Stelpujóga-innifalið o.mfl. Og auðvitað hefurðu líka aðgang að heitri laug, vatnsgufu, sauna og notalegu hvíldarhreiðri. Baðhúsið - fyrir klárar konur Vertu velkomin. Má bjóða þér aðgang að öllum tímum, jafnt opnum sem lokuðum námskeiðum? Í Baðhúsinu borgar þú aðeins 5.590* kr. á mánuði og hefur aðgang að öllu þessu með þátttöku í KK klúbbnum. Klárar konur sjá hvaða leið er hagstæðust. 5.590* á mánuði í KK áskriftarklúbbnum, lágmarkstími 12 mánuðir. Hægt er að velja um 3 leiðir, Skólaáskrift, Grunnáskrift og Eðaláskrift. Frír aðgangur að lokuðum tímum fylgir Grunn- og Eðaláskrift. w w w. b a d h u s i d . i s S í m i 5 1 5 - 1 9 0 0 Eitt verð - fyrir klárar konur Nánari upplýsingar á www.badhusid.is/kk Komdu strax í klúbbinn, fyrsta greiðsla kemur ekki fyrr en í nóvember! Kynntu þér úrval tíma í stundaskrá á www.badhusid.is Lj ós m yn da ri Ve ra P ál sd . SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Hvað er að óttast? Í komandi aðildarviðræðum við ESB er ljóst að sjávarútvegs- mál verða einn erfiðasti mála- flokkurinn. Andstæðingar ESB- aðildar hafa hamrað á reynslu Norðmanna í aðildarviðræðum og hafa þá sérstaklega rætt um sjávarútvegssamninginn frá 1994. Sagt hefur verið að Norð- menn hafi fengið mjög slæman samning og því sé útilokað að Ísland fái nokkuð annað. Vægast sagt lýsir þetta sjónarmið mikilli þröngsýni og mótast ef til vill af því að sterkustu hagsmunir þeirra sem eru í greininni felast í því að halda öllu óbreyttu. En sé litið nánar á aðildar- samning Norðmanna kemur annað í ljós, nefnilega það að þeir fengu mjög góðan samning. Í bókinni Gert út frá Brussel, eftir Úlfar Hauksson, er farið ræki- lega í saumana á sjávarútvegs- stefnu ESB og hugsanlegri aðild Íslands að ESB. Í aðildarviðræðum settu Norð- menn sér það markmið að tryggja stöðu fiskveiða og fiskeldis í Noregi. Þeir settu líka fram ýmsar kröfur varðandi smábáta- útgerð, veiðistjórnun, markaðs- aðgang og svo framvegis. Til dæmis fengu þeir algert toll- frelsi af norskum fiskafurðum, samkvæmt samningnum. Það sem Norðmenn þurftu að gefa eftir var lítilsháttar aukning í þorskveiðum norðan 62. breiddar gráðu, úr 1,28% af heildarafla, í 1,57% (8.960 tonn í 10.990 tonn, af 700.000 tonna heildarafla!). Norðmenn þurftu svo að semja um deilistofna, eins og yfirleitt er gert. Veiðireynsla Norðmanna tryggði þeim áfram yfirráð á sínum veiðisvæðum samkvæmt reglunni um hlutfallslegan stöðug leika. Þessi regla á líka við um Ísland, enda hefur engin þjóð veitt hér við land frá lokum land- helgisdeilunnar árið 1976, þegar lögsaga okkar var færð út í 200 sjómílur. Á fundi fyrir skömmu sagði aðalsamningamaður Íslands gagnvart ESB engan vafa leika á því að engin þjóð ætti hér veiði- rétt. Það er að við Íslendingar ættum einir réttinn hér við land. Skýrara getur það ekki verið. Aðildarsamningur Norðmanna tryggði þeim einnig varnir gegn svokölluðu „kvótahoppi,“ en í Noregi gilda þær reglur að aðeins norskir ríkisborgarar geta átt fiskiskip sem gerð eru út frá Noregi. Og aflanum skyldi landað í heimahöfn skipsins, sem hefði „efnahagsleg tengsl“ við við- komandi svæði. Með hjálp Evrópudómstólsins var það tryggt enn frekar að „kvótahopp“ gæti ekki átt sér stað. Í bók Úlfars segir orðrétt: „Það var mat norskra stjórnvalda að öll helstu markmið þeirra varðandi sjávarútveg hefðu náð fram að ganga og væru staðfest í aðildar- samningnum; í honum hefðu núverandi fiskveiði réttindi Norð- manna verið fest í sessi og áfram- haldandi yfirráð þeirra yfir fiski- miðunm tryggð ... Því var talið að sjávarútvegshagsmunum Norð- manna innan Evrópu sambandsins væri borgið til framtíðar.“ Og síðar segir: „Með öðrum orðum var hlustað á Norðmenn og þeir höfðu tækifæri til þess að hafa veruleg áhrif á Evrópu- sambandið í þeim mála flokkum þar sem þeir höfðu sérfræði- þekkingu og sérstakra hagsmuna að gæta. Ástæðan er einföld: Norðmenn komu með góð rök og gátu sýnt fram á sérstöðu sína til að mynda í sjávar útvegi og land- búnaði. Þannig virkar Evrópu- sambandið; stærð og styrkur er ekki það eina sem skiptir máli – það er alltaf vilji til að finna mála- miðlanir og það er ekki gengið þvert á hagsmuni smærri ríkja ... – enda er Evrópusambandið sjálf- viljugt samstarf lýðræðisríkja.“ Án nokkurs vafa á þetta líka við um Ísland og verður að teljast afar ólíklegt að ESB muni ganga gegn hagsmunum Íslands í þessum málaflokkum, enda ekki hagsmunir ESB að gera það! Þetta sannar því að ESB mun t.d. ekki gleypa hér allt við Íslandsstrendur, eins og and stæðingar aðildar halda margir fram. Landhelgin mun heldur ekki fyllast af erlendum togurum. Það er einfaldlega ein- faldur hræðslu áróður. Grunnhagsmunir Íslands eru í raun ekki flóknir: Að halda yfir- ráðum yfir fiskimiðunum og að okkar veiðireynsla ráði því að við höldum réttindum okkar til auðlindarinnar. Samkvæmt meirihluta áliti Alþingis eru þetta markmið Íslands: „For- ræði á stjórn veiða og skiptingu aflaheimilda innan íslenskrar efnahagslögsögu sem byggð er á ráðgjöf íslenskra vísinda- manna; eins víðtækt forsvar í hagsmunagæslu í sjávarútvegi á alþjóðavettvangi og kostur er, þegar málefni lýtur að íslenskum hagsmunum; haldið verði í mögu- leika á að takmarka fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum sjávar- útvegi í samvinnu við samninga- hóp II um EES mál sem fjallar um frjálsa fjármagnsflutninga og fjár festingar; skýr aðkoma Íslendinga verði að mótun sjávarútvegs stefnu ESB og fram- lag sjávar útvegsins til efnahags- lífsins haldist óbreytt.“ Þetta eru skýr og góð mark- mið. Reynsla Norðmanna sýnir að Íslendingum ætti að ganga vel að ná samningum við ESB, að sambandið er sveigjanlegt og tekur tillit til mikilvægra grund- vallarhagsmuna landa. ESB Gunnar Hólmsteinn Ársælsson MA í stjórnmálafræði, í stjórn Evrópusamtakanna Þannig virkar Evrópusambandið; stærð og styrkur er ekki það eina sem skiptir máli – það er alltaf vilji til að finna málamiðlanir og það er ekki gengið þvert á hagsmuni smærri ríkja ...

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.