Fréttablaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 40
20 6. október 2010 MIÐVIKUDAGUR BAKÞANKAR Jóns Sigurðar Eyjólfssonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Heimsins kóngalýður er, í mínum huga, þjóðum sínum yfirleitt til ósóma frek- ar en hitt. Ég finn til með fjámálaráðherr- um þessara þjóða, nú á niðurskurðartím- um, að geta ekki skorið þennan tilvalda útgjaldalið af rétt eins og botnlangatotu af sjúklingi með botnlangabólgu. ÞÓ ég hafi ekki áhuga á þessum lýð hef ég ekki komist hjá því að sjá uppskrúfaðar samkundur hans. Þá finn ég svo til við að sjá svo stóran hóp af veruleikafirrtu fólki að ég reyni að sannfæra mig um að þarna eigi sér stað grímuball sem stofnað hafi verið til af gamansemi. ÞÓ kemst ég ekki heldur hjá því að bera vott af lotningu fyrir tveimur persónum úr þessum ankannalega hópi. FYRSTAN skal þar nefna Jóhann Karl Spánarkonung. Ástæðurnar fyrir lotningunni eru tvær. Í fyrsta lagi má segja að hann hafi unnið fyrir því að vera einhvers konar þjóðar leiðtogi. Í örðu lagi virð- ist vera lífsmark með karli og sker hann sig þannig úr í þessu þurrprumpuliði. JÓHANNI Karli fórst það nefnilega vel úr hendi að koma á lýðræði hér á Spáni eftir valdatíma Francos en best stóð hann sig þegar herinn gerði valdaránstilraun árið 1981. Þá komu vopnaðir byssubrandar inn í þingið í miðri atkvæðagreiðslu sem sjónvarpað var um allt land. Sögðu þeir undir dynjandi byssu- hvelli að nú væri herinn búinn að taka völd- in. Kóngur ávarpaði þá þjóð sína og bað hana ekki örvænta, engin stjórn tæki við fyrr en kóngur kvittaði upp á slíkt og það stæði ekki til. Valdaræningarnir treystu sér ekki til að koma kóngi fyrir kattarnef né áttu þeir mótleik við neitun hans. EKKI heyri ég oft talað um Jóhann Karl hér í hversdagslegu spjalli. En þó hef ég heyrt þær getgátur að valdaránstilraunin hafi verið spuni úr smiðju hans, til þess ætluð að koma þeim skilaboðum á framfæri að Spáni yrði ekki hnikað frá lýðræðisátt. Reynist þetta satt má margfalda þessa lotningu mína með tveimur. EINS er sagt að kóngsi eigi það til að stinga varðsveit sína af, dressa sig upp í leður og fara um óáreittur á mótorfák sínum um spænskar sveitir. Það rennur sem sagt í honum bláa blóðið. HIN undantekningin er Mary krónprins- essa Dana en um þá lotningu mína verður ekki fjölyrt hér. Gull í kóngssorpinu Varstu búinn að heyra að Stígur og Anna eru skilin? Í alvöru? Þau líka? Jamm. Við vorum í brúðkaup- inu þeirra og núna... Búið spil! Hvað gerist eiginlega? Hvernig gerist þetta? Það verður að vera þolinmæði og samstaða í hjónabandi. Fólk verður að gefa hvort öðru næði! Enginn er fullkominn! Hann svaf hjá báðum systrum hennar með reglulegu millibili! Og hún gat ekki unað honum það? Týpískt! Pondus! Nú lem ég þig! Ég skil það mjög vel, láttu vaða! PALLI! SÍMINN! H‘ló? Hæ. Bídd‘ aðeins... Hvernig vissirðu að þetta væri til mín? Segjum að ég hafi giskað. Hérna eru skilaboðin til þín í dag Palli minn. Verð að þjóta, sjáumst. Hvað liggur á? Klukkan er bara hálf átta. Við erum að deila bíl, manstu? Alveg rétt, bíllinn er á verkstæðinu. Þetta gæti orðið gaman. Jú, en miðað við hvað ég er heppinn gæti ég lent á ein- hverjum furðufugli. Ég vissi það. Ég vissi það. LÁRÉTT 2. samtök, 6. úr hófi, 8. dýrahljóð, 9. eldsneyti, 11. hljóta, 12. barn, 14. yndis, 16. skóli, 17. gljúfur, 18. í viðbót, 20. sjó, 21. snjóföl. LÓÐRÉTT 1. tónlistarstíll, 3. í röð, 4. strits, 5. af, 7. skítugur, 10. léreft, 13. tækifæri, 15. vond, 16. starfsgrein, 19. bókstafur. LAUSN LÁRÉTT: 2. stef, 6. of, 8. urr, 9. kol, 11. fá, 12. kríli, 14. unaðs, 16. fg, 17. gil, 18. auk, 20. sæ, 21. gráð. LÓÐRÉTT: 1. rokk, 3. tu, 4. erfiðis, 5. frá, 7. forugur, 10. lín, 13. lag, 15. slæm, 16. fag, 19. ká. Ég ætla ekki að ljúga að þér - þetta eru ekki beint bestu gæludýrin! Pósthúsið | Suðurhraun 1 | S: 585 8300 | www.posthusid.is Nú þegar farið er að dimma úti viljum við vinsamlega minna íbúa á að hafa kveikt á útiljósum við heimili sín á næturnar til að auðvelda blaðberum Pósthússins aðgengi að póstlúgu. Með fyrirfram þökk, Pósthúsið dreifingaraðili Fréttablaðsins og annarra dreifinga Blöð og tímarit Bréfasendingar Markpóstur Fjölpóstur Vörudreifing Plöstun blaða og nafnamerking Munum eftir að kveikja útiljósin! Við látum það berast Meira í leiðinniWWW.N1.IS / SÍMI 440 1000N1 VERSLANIR Þráðlaus 9mm myndavél með barka og 3,5” LCD skjá Tilboðsverð 39.900 kr. 16108803AL SKOÐUNAR- MYNDAVÉL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.