Fréttablaðið - 08.10.2010, Síða 2

Fréttablaðið - 08.10.2010, Síða 2
2 8. október 2010 FÖSTUDAGUR ALI ZERBOUT Eftirlýstur vegna tilraunar til manndráps. ROBERT DARIUSZ SOBIECKI Eftirlýstur vegna nauðgunar. PAP OUSMAN KWEKO SECKA Eftirlýstur vegna nauðgunar og misneytingar. LÖGREGLUMÁL Fjórir erlendir karl- menn eru eftirlýstir af alþjóðalög- reglunni Interpol fyrir alvarleg brot sem þeir hafa framið hér á landi. Hinn fimmti, sem eftirlýst- ur var til skamms tíma, hefur nú verið handtekinn og situr í fang- elsi í Líbanon. Mennirnir hafa allir verið eftirlýstir um árabil. Í Venezúela situr svo í fangelsi Steingrímur Þór Ólafsson sem handtekinn var ytra í kjölfar eftir- lýsingar Interpol fyrir íslensk lög- regluyfirvöld vegna rannsóknar lögreglu á fjársvikamáli. Smári Sigurðsson aðstoðar- yfirlögregluþjónn hjá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra segir að reglu- lega þurfi að svara fyrirspurnum frá lögregluyfirvöldum ytra hvort vilji sé til þess hjá lögreglu hér að hinn eftirlýsti sé áfram á listan- um. Sá sem situr inni í Líbanon, Moh D Bashar Najeh Suleiman Almas- id, var dæmdur hér árið 2006 í tveggja ára fangelsi í Hæstarétti fyrir að vera með til söludreifing- ar nær 250 grömm af amfetam- íni og samtals 656 amfetamín- og e-töflur, sem hann faldi í holu í baðherbergisvegg á veitingastað sem hann rak þá í Hafnarstræti í Reykjavík, Purple onion. Maður- inn stakk af áður en til afplánun- ar kom. Þá er litháískur karlmaður, Robert Dariusz Sobiecki, eftir- lýstur. Hann var dæmdur í Hæsta- rétti í þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga konu inni á kvenna- salerni á Hótel Sögu í mars árið 2007. Hann hvarf úr landi áður en afplánun hófst. Annar maður frá Litháen, Thom- as Dovydaitis, er eftirlýstur fyrir líkamsárás og rán hér, í félagi við annan mann. Þeir réðust á karl- mann í húsasundi við Laugaveg kýldu hann í andlitið og rændu hann síðan. Maðurinn slasaðist mikið við árásina. Sá sem nú er eftirlýstur stakk af úr landi en félagi hans var dæmdur í tveggja ára fangelsi hér. Þá er 45 ára karlmaður frá Alsír, Ali Zerbout, eftirlýst- ur fyrir tilraun til manndráps á bílastæði í Reykjavík. Hann var dæmdur í Hæstarétti í sex ára fangelsi fyrir að stinga hálf- fertugan mann tvívegis með hnífi þannig að hann hlaut djúp lífshættuleg stungusár á höfði og líkama. Árásarmaðurinn lét sig hverfa þegar átti að ákæra hann. Loks er eftirlýstur maður frá Gana, Pap Ousman Kweko Secka. Hann átti yfir höfði sér tvær ákærur frá ríkissaksóknara. Hann var ákærður fyrir nauðgun annars vegar og misneytingu hins vegar. Maðurinn hvarf af landi brott áður en málin voru þingfest í héraðsdómi en hann hafði búið hér árum saman. jss@frettabladid.is Eftirlýstir af Interpol fyrir glæpi hérlendis Fjórir menn eru eftirlýstir af Interpol vegna glæpa sem þeir frömdu hér á landi. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa stungið af þegar átti að færa þá fyrir dóm- ara eða eftir að þeir höfðu hlotið dóma hér. Brotin eru mismunandi en öll gróf. THOMAS DOVYDAITIS Eftir- lýstur vegna líkamsárásar og ráns. SPURNING DAGSINS – Þú finnur fjölda girnilegra uppskrifta að kvöldmatnum á www.gottimatinn.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 0 -0 2 9 3 Aðalsteinn, er þetta ekki brennheitt efni? „Alveg sjóðandi. Þetta rýkur út.“ Aðalsteinn Júlíus Magnússon og félagar hjá hlusta.is bjóða viðskiptavinum að sækja margar af perlum íslenskra bókmennta á netið. Brennu-Njálssaga er vinsælasta nýjungin þeirra. MENNING Afar góð viðbrögð voru í gær við áskorun Fréttablaðs- ins til lesenda um að senda inn myndir í ljósmyndasamkeppni blaðsins. Keppnin hófst í gær og lýkur á hádegi í dag. Þema keppninnar er Fólk að hausti. Til mikils er að vinna fyrir sigurvegarann því myndin sem hlýtur fyrstu verð- laun mun prýða forsíðu helgar- blaðs Fréttablaðsins á morgun. Þess utan fær höfundur sigur- myndarinnar gjafabréf fyrir tvo á á einhvern af áfangastöðum Iceland Express í Evrópu. Önnur og þriðju verðlaun eru gjafakort í Þjóðleikhúsið. Myndir á að senda á netfangið ljosmyndakeppni@ frettabladid.is. - gar Ljósmyndakeppni lýkur í dag: Forsíðan bíður sigurvegarans LANDSDÓMUR Geir H. Haarde, fyrr- verandi forsætisráðherra, hefur gert athugasemdir við afgreiðslu Alþingis á kæru á hendur honum fyrir landsdómi. Í bréfi frá verj- anda hans segir að svo virð- ist sem Alþingi hafi látið málið niður falla með því að ljúka ekki afgreiðslu þess áður en þingi var slitið. Alþingi ákvað hinn 29. septem- ber síðastliðinn að höfða bæri mál á hendur Geir fyrir landsdómi. Í lögum um landsdóm segir að ákvörðun um málshöfðun skuli taka með þingsályktun. Jafn- framt því kjósi Alþingi saksókn- ara, varasaksóknara og þingnefnd til að fylgja málinu eftir. Andri Árnason, verjandi Geirs, sendi forseta Alþingis bréf á mið- vikudag þar sem dregið var í efa að rétt hafi verið að þessum málum staðið. Andri segir það sinn skilning að þingið hefði átt að kjósa saksóknara og þingnefnd sam- hliða kosningu um ákæru. Það hefði ekki verið gert, heldur hefði þi ng i verið slitið í kjölfar atkvæða- greiðslu um ákærur á hend- ur fyrrverandi ráðherrum. Til stendur að kjósa saksóknara á þingfundi eftir helgi. Þar sem þingið kaus ekki sak- sóknara og eftirlitsnefnd áður en því var slitið er rétt að velta því upp hvort málið hafi hlotið fulln- aðarafgreiðslu hjá Alþingi áður en þingi var slitið og nýtt þing kom saman, segir Andri í samtali við Fréttablaðið. Samkvæmt lögum um þingsköp Alþingis falla niður í lok þings þau mál sem ekki hafa hlotið lokaafgreiðslu. Bregðist þingið ekki við þessu með einhverjum hætti verður væntanlega látið reyna á þetta atriði fyrir landsdómi, komi hann saman, segir Andri. Þá verði dómurinn að taka afstöðu til þess hvort saksóknarinn telj- ist löglega kjörinn eða ekki. Sé hann ekki löglega kjörinn verði að fella málið niður. Ásta Ragnheiður Jóhannes dótt- ir, forseti Alþingis, kynnti erind- ið í forsætisnefnd í gær. Í sam- tali við Fréttablaðið sagði hún að verið væri að fara yfir það á þinginu, en ekki væri búið að taka afstöðu til þeirra álitaefna sem þar komi fram. - bj Telur handvömm Alþingis geta leitt til þess að ákæran hafi fallið niður: Segir ekki farið að lögum GEIR H. HAARDE MÓTMÆLI „Ég er ekki viss um að fólk átti sig á því að það er verið að eyðileggja varan- lega Alþingshús- ið, sem er þjóðar- gersemi,“ segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis. Hún segir háþrýstiþvott sem grípa þurfi til vegna mat- væla sem kastað sé á þinghúsið ganga afar nærri íslenska grágrýt- inu sem húsið var hlaðið úr árið 1881. Steinninn molni undan þvott- inum, og ekki sé hægt að gera við þann skaða á friðlýstu húsinu. „Það er sjálfsagt að mótmæla, en þetta hús er okkar sameign, og ég bið fólk um að virða það og láta húsið í friði,“ segir Ásta. - bj Hefur áhyggjur af þinghúsinu: Skemmdirnar óafturkræfarSKIPULAGSMÁL Mikill vilji er hjá skipulagsráði Reykjavíkur að ganga frá úthlutun lóðar undir mosku og menningarsetur Félags íslenskra mús- lima. Það segir Páll Hjalta- son, formaður skipulagsráðs, í samtali við Fréttablaðið. Eins og fram hefur komið, hefur félagið beðið í um ára- tug eftir að fá lóð, en nú hillir undir að biðinni muni ljúka. Páll segir að hann hafi áhuga á að ljúka málinu sem fyrst. „Það verða á henni einhverjar kvaðir eftir því hvar hún verð- ur, svo þeta falli inn í aðstæður og svo fá þeir bara úthlutað lóð eins og hver annar til að hefjast handa.“ - þj Lóð undir mosku í Reykjavík: Mikill vilji hjá skipulagsráði PÁLL HJALTASON ALÞINGI Fjölga þarf hæstarétt- ardómurum að mati Ögmundar Jónas sonar dómsmálaráðherra. Þetta kom fram í svari Ögmund- ar við fyrirspurn Sigurðar Kára Kristjánssonar í utandagskrár- umræðum á Alþingi í gær. Fimm hæstaréttardómarar þurfa að sitja í landsdómi og því ljóst að álag muni aukast veru- lega á Hæstarétti á meðan lands- dómur vinnur sín störf. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Fram- sóknarflokksins, lagði til að hæstaréttardómurum yrði fjölgað úr níu í fimmtán. Svo myndu þeim fækka aftur niður í níu eftir því sem hæstaréttardómarar færu á eftirlaun. Gerði hún ráð fyrir að þetta myndi gerast á um tíu árum. Ögmundur hefur óskað eftir greinargerð frá forseta Hæsta- réttar og segir málið síðan verða skoðað út frá þeim forsendum. Aukið álag á Hæstarétt: Fjölga dómur- um úr 9 í 15 ÁSTA R. JÓHANNESDÓTTIR HEILBRIGÐISMÁL „Það er varla hægt að ætlast til þess að eitt prósent af íbúum landsins taki á sig sig tólf til þrettán prósent af niðurskurðinum í heilbrigðiskerfinu,“ sagði Bergur Elías Ágústs- son, bæjar stjóri í Norðurþingi, eftir um þrettán hundruð manna borgarfund á Húsavík í gær. Fundurinn í gær var sá fjölmennasti á Húsavík fyrr og síðar. Sjö af tíu þingmönnum kjördæmis ins mættu á fundinn. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs á Heilbrigðis- stofnun Þingeyinga að skera niður um fjörtíu prósent. „En það gleðilega er að það var ekki betur að heyra en þingmenn kjördæmisins ætli að vinda ofan af þeim boðskap sem við höfum fengið,“ segir Bergur. Reyknesingar fjölmenntu á borgarafund í Stapa til að mótmæla fjórðungs niðurskurði hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Í Vestamanna- eyjum mætti fjöldi íbúa á opinn fund til að mót- mæla fyrirhuguðum niðurskurði þar. Myndaði fólk hring í kringum sjúkrahúsið. Stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Austur- lands komu saman á skyndifund í gær. Sagt er allt níutíu manns þar geti misst vinnuna. Á Ísafirði var einnig borgarafundur í gær- kvöldi en honum lauk ekki áður en Fréttablaðið fór í prentun. Guðbjartur Hannesson heilbrigðisráðherra var boðinn á þrjá þessara funda. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarkona ráðherrans, segir hann ekki hafa viljað gera upp á milli staðanna og því mætt á engan fundanna. - gar Fjölmennt víða um land á borgarafundum um niðurskurð í heilbrigðisþjónustu: Þingmenn lofa að vinda ofan af niðurskurðinum KREFJAST ÞJÓNUSTU HEIMA Starfsmenn Heilbrigði- stofnunar Suðurnesja settu svip á mótmæli gegn niður- skurði í heilbrigðisþjónustu á svæðinu. MYND/VÍKURFRÉTTIR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.